Ríkey

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Vorið er svo sannarlega að nálgast - í morgun þegar ég var að berjast við að komast fram úr, langaði mjög mikið að halda áfram að sofa. Skrítið hvað maður er alltaf til í að sofa lengur á morgnanna;) en allavegana það sem hjálpaði mér fram úr í morgun var að ég heyrði í fuglum tísta úti í garði og mér fannst það vera eitthvað svo sumarleg hljóð. Gerði eiginlega ráð fyrir að þegar ég myndi líta út um gluggann þá væri sól og sumarylur úti, en ekki alveg samt næstum því. Fór svo í mjög hressandi leikfimitíma, kennarinn ákvað að hafa extra erfiðann tíma þar sem að tíminn á næsta mánudag fellur niður. Mætti síðan í skólann og hitti leiðbeinandann minn og hann var bara jákvæður og uppörvandi, veitti ekki af þar sem að síðustu helgi fannst mér allt ómögulegt í verkefninu. Hitti síðan mömmu, Ingu og Lilju Rut í hádegismat þar sem þær voru að viðra sig í bænum í góða veðrinu. Þannig að þetta er búið að vera mjög fínn dagur, gott að hlaða batteríin svona smá enda er góð törn framundan sem verður samt alveg ótrúlega skemmtileg - ehemmm ein að reyna vera eins jákvæð og hægt er. Ætla að reyna að halda mig við það að allt gangi betur ef maður er í góðu skapi og jákvæður, pollýanna mætt á svæðið;)


Óska öllum gleðilegra páska:)