Ríkey

mánudagur, maí 21, 2007

Ég hélt að mig væri að dreyma þegar ég leit út um gluggann í morgun og sá hvíta jörð úti í garði. Þurfti að líta tvisvar út um gluggann til að ganga úr skugga um að ég væri ekki ennþá sofandi. Ég hélt að sumarið væri að koma en greinilega ákvað það að fresta komu sinni eitthvað. Hélt að ég myndi ekki þurfa að nota sköfuna í lok maí en eins gott að hún var enn í bílnum. Vona bara að ég þurfi ekki að nota hana meir - þó svo að ég hafi verði að bölva því að þurfa vera inni um daginn í sólinni þá var þetta samt ekki heldur það sem ég vildi. Hummm líklega svolítið erfitt að gera mér til hæfis þessa dagana:)