Ríkey

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Þvílíkt sem munar um að hafa engan snjó úti, það er miklu meira myrkur og skammdegið segir til sín. En þá var fínt að fara á árshátíð og lyfta sér aðeins upp. Mjög vel heppnuð árshátíð og þvílíkt stuð, enda var dansað út í eitt.
Var minnt á það í dag að eftir mánuð þá verður allt orðið jóla hitt og jóla þetta, fékk smá sjokk að það sé ekki lengra í jólin en þetta. Alveg magnað hvað tíminn getur liðið hratt. En samt eitt sem ég hef tekið eftir núna er að búðirnar eru ekki jafn snemma í því að skreyta fyrir jólin núna og oft áður. Ætli kreppan hafi þetta í för með sér að búðareigendur skreyti seinna en áður...... eða hef ég bara farið minna í búðir núna en áður? sem gæti líka verið afleiðing af kreppunni, humm eða kannski bara afleiðing af vinnunni því það er erfitt að fara í búðir þegar búið er að loka þeim, sem er hins vegar mikill sparnaður ;)