Ríkey

miðvikudagur, júní 30, 2004

Hvað haldiði að hafi gerst í dag????? nei ég vann ekki í lottó, but I wish. Ég mætti í morgun í mesta sakleysi mínu í vinnuna og byrjaði að vinna. Svo allt í einu þá brotnuðu gleraugun mín, ekki glerin sjálf heldur umgjörðin. Mér tókst reyndar aðeins að reka þau utan í mælitækin sem ég var að nota en hey gleraugu eiga ekki að brotna sig svona.... þannig að ég fór síðan í kaffi og fékk teip hjá verkstjóranum. Þegar einn strákurinn sá mig sagði hann: " hey þú lítur alveg eins út og skáknörd". Ég meina þó svo að ég hafi verið með grænt teip utan um gleraugun mín milli augnanna þá var ég ekki nördaleg, leit meira út eins og geimvera. Það versta er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist fyrir gleraugun mín. Er farin að halda að hausinn á mér blási svona út eða eitthvað, skil þetta ekki alveg. Síðan kom Óli í hádeginu að redda mér, skutlaði mér heim og þar fann ég gamlar ónotaðar linsur og tróð þeim í mig og fór aftur í vinnuna. Er núna eins og ég veit ekki hvað með svima og hausverk og fleira skemmtilegt út af vitlausum styrkleika. Vonast til að geta reddað þessu á morgun. Ég sem ákvað það einmitt um daginn að kaupa mér ekki ný gleraugu strax en greinilega röng ákvörðun. En best að fara og taka linsurnar úr mér áður en þær hoppa úr sjálfar. Framhald af ævintýrinu kemur seinna....
Þessi blinda;)