Ríkey

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Jæja nú er rescue-abend nr.2 búið og tölvan enn í klessu. En það verður haldið áfram að reyna að laga hana. En hér er núna búið að snjóa í þrjá daga, eða frekar 3 morgna og varla hægt að kalla þetta snjó meira svona smá sýnishorn af snjó. En mjög fyndið að á háskólalóðinni þá er snjófölinni sópað burtu skil ekki til hvers því þetta er allt horfið eftir klukkutíma, þ.e. snjórinn. Soldið fyndið:)
En fór í dag og ætlaði að skrá mig í prófin sem ég er að fara í og fá að vita nákvæmar dagsetningar en nei það var ekki alveg svo auðvelt. Ég var send úr einni byggingu í aðra og svo lenti ég á skapvondum skrifstofukonum sem bara görguðu á mig. Get ekki sagt að ég hafi verið svo hress eftir þetta allt saman og eiginlega engu nær með prófin. Líklega bara best að tala við kennarana sjálfa þeir hljóta að vita eitthvað og ef þeir vita ekki neitt hver veit eitthvað þá, hummm.....
Var að heyra í einhverjum gáfumanna þætti í sjónvarpinu að bananar gera mann hamingjusaman. Bananinn sem ég borðaði í dag gerði nú ekki neitt svo mikið fyrir mig nema ég varð bara aðeins minna svöng. Þeir eru líka að segja að bananar verði að vera a.m.k. 80 cm langir til að seljast í Evrópu, ætli þetta sé einhver ES staðall:)
Jæja maður ætti kannski að fara að sofa áður en ég held áfram að skrifa allan þáttinn niður á netið. Þetta er nú samt mjög fróðlegur þáttur um banana, en ég segi nú bara:
Gute Nacht meine liebe Freunde;)