Ríkey

mánudagur, nóvember 20, 2006

Við Óli tókum leikhúsin með trompi þessa helgina. Fórum á föstudagskvöldið að sjá Pétur Gaut og svo í gær fórum við á Manntafl. Mjög ólík verk en bæði skemmtileg, þó miserfitt að skilja þau. Verð að viðurkenna að ég mátti hafa mig alla við til að ná að fylgja söguþræðinum eftir í Pétri Gaut, kannski vegna þess að ég vissi ekkert um sýninguna áður en við fórum á hana. Held samt að ég hafi skilið verkið í lokin, eða kannski ekki hver veit:)

Alveg magnað hvað það gat komið mikill snjór á skömmum tíma um helgina. Verð þó að viðurkenna að Yarisinn er ekki kannski alveg besti bílinn í hlíðum Breiðholtsins þegar það er svona mikill snjór en mér tókst þó að koma honum út af planinu í morgun með smá herkjum. Reyndar var Óli búinn að moka aðeins frá bílnum í gærkvöldi svo að ég kæmist nú leiðar minnar í morgun. En svo er það stóra spurningin kemst ég út úr bílastæðinu hérna við skólann á eftir eða ekki? Er reyndar búin að finna fólk til að ýta mér ef með þarf:)