Við Óli fórum á Bond í gær og ég verð nú bara að segja að ég var mjög ánægð með þennan nýja Bond, var eins og svo margir aðrið með efasemdir um hann. En mér fannst myndin greinilega svo góð að ég var bara komin í Bond myndina í draumum mínum í nótt, allavegana var ég stödd í álíka hættulegum aðstæðum og Bondinn kemur sér oft í og auðvitað bjargaðist ég úr klóm vondu mannanna;)
En það er kominn 1.des og ég er mjög ánægð með að ég hef ekki heyrt eitt einasta jólalag í útvarpinu fyrr en í morgun þegar ég var að keyra í skólann. Ég er ein af þeim sem vill ekki byrja með allt þetta jóla jóla fyrr en einmitt í dag 1.des. Já ég get verið soldið skrítin. En annars fyrst það eru komin mánaðarmót þá skil ég ekkert í því hvað varð um nóvember, hann var búinn áður en hann byrjaði - get svo svarið það. Einhvern veginn hef ég það nú á tilfinningunni að desember eigi ekki eftir að líða neitt hægar sérstaklega þegar jólastressið blandast saman við verkefnastressið þá held ég að tíminn eigi eftir að fljúga. En þá er kannski best að fara að gera eitthvað af viti og hætta að leika sér á netinu.
Góða helgi og njótið fyrsta í aðventu á sunnudaginn:)
En það er kominn 1.des og ég er mjög ánægð með að ég hef ekki heyrt eitt einasta jólalag í útvarpinu fyrr en í morgun þegar ég var að keyra í skólann. Ég er ein af þeim sem vill ekki byrja með allt þetta jóla jóla fyrr en einmitt í dag 1.des. Já ég get verið soldið skrítin. En annars fyrst það eru komin mánaðarmót þá skil ég ekkert í því hvað varð um nóvember, hann var búinn áður en hann byrjaði - get svo svarið það. Einhvern veginn hef ég það nú á tilfinningunni að desember eigi ekki eftir að líða neitt hægar sérstaklega þegar jólastressið blandast saman við verkefnastressið þá held ég að tíminn eigi eftir að fljúga. En þá er kannski best að fara að gera eitthvað af viti og hætta að leika sér á netinu.
Góða helgi og njótið fyrsta í aðventu á sunnudaginn:)