Ríkey

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Það er ótrúlegt hvað vinnan sparar manni peninga. Já sparnaðarráð dagsins í dag varð til þess að mig langaði ekkert í kvöldmat. Þurfti nebbla að fara ofan í skurð og hreinsa frá skólpröri sem er í fullri notkun en einn gröfumaðurinn rakst í það með gröfunni sinni og braut það. Þetta var rétt áður en að við hættum að vinna og við það að sjá kúkinn fljótandi þarna og allann klósettpappírinn þá varð ég allt í einu ekkert svöng. Sérstaklega ekki eftir að lyktin gaus upp:(=  ógeð ógeð ......   en það er nú samt merkilegt hvað flýtur um þessar lagnir eins og þarna kom fljótandi cheerios, laufblöð af svona stofublómi og svona ýmislegt sem að fólk setur í klósettið greinilega. Þannig að ef að þið hafið ekki efni á kvöldmat nú eða viljið fara í megrun farið þá bara að fikta í skólpinu, mæli nú samt ekki með því.
Núna er það ákveðið að ég verð ein í heiminum um verslunarmannahelgina. Óli er nebbla að fara til Eyja. En ég fer bara á næsta ári, hver vill koma með mér þá????? En ætli það sé ekki bara best að vera einn heima svo maður fái frið til að læra. Já vei læra, núna er bara einn dagur eftir af vinnunni og svo bara læra veiveiveivei. Það verður svaka djamm þegar prófin eru búin en þangað til þá verður bara bros á vör og bókin föst við ennið. Hef ákveðið að verða ofurjákvæð og athuga hvort það hjálpi ekki til við lærdóminn. Ætli að það virki ef að maður byrjar daginn á því að horfa á sjálfan sig í speglinum og segja: "Þú ert frábær, þú getur allt"......... nei bara svona að pæla hvort að maður sé kannski orðinn bara ruglaður, en fyrir utan það þá get ég náttla allt bara ef að ég nenni því. Er nebbla með króníska leti....verst að það er ekki til neitt við þessu.