Ríkey

laugardagur, mars 12, 2005

Undarlegt veður.......
Það er búið að vera rigning og rok hérna í allan morgun en svo allt í einu áðan heyrði ég þurmur og leit út um gluggann þá kom bara þvílík snjókoma, bara svona allt í einu. Svolítið skrítið veður hérna þessa dagana.
Annars er það að frétta að ég er búin að fara í fyrsta prófið mitt hérna og ég náði. Fékk að vita strax niðurstöðurnar því þetta var munnlegt próf. Verð að viðurkenna að munnleg próf eru allt öðruvísi en skrifleg og ég er ekki alveg viss hvort fyrirkomulagið mér líkar betur við. Er þó ekki frá því að þessi munnlegu séu betri. Byrjaði síðan á 9 daga námskeiði á fimmtudaginn. Sat sem sagt fyrir framan tölvuna allan fimmtu- og föstudaginn og kem til með að halda því áfram alla næstu viku, vei;) Held að næsta vika eigi eftir að fljúga áfram sem er eins gott því þá þarf ég ekki að bíða eins lengi eftir að Óli komi. Jábbs hann er væntanlegur hingað til KA eftir viku og einn dag:) Þegar hann kemur þá förum við í ferðalag ásamt 8 örðum Íslendingum til Spánar og Portúgal. Hlakka mikið til að fara til "útlanda", vona að það verði bara hætt að snjóa á Spáni, hehe;) Að þessu ferðalagi loknu þá taka við 2 próf og svo byrjar skólinn aftur um miðjan Apríl. En þá styttist í Maí en þá er von á fríðu föruneyti frá Íslandi sem ætlar að halda mæðradaginn hátíðlegan hérna í KA. En það eru mamma mín, Inga systir, Díana (vinkona mömmu), mamma hennar Hafrúnar og Berglind systir Hafrúnar. Já þá verður sko fjör hérna á Werthmannstrasse. Í lok Maí er svo von á heimsreisugellunum Sigrúnu og Viktoríu. Í júní kemur Óli svo aftur og við förum á U2 tónleika. Svo klárast skólinn í júlí og þá eru próf sem dragast nú örugglega eitthvað fram í ágúst. Svo kem ég bara heim í byrjun sept. Úfff hellings dagskrá framundan þannig að ég verð flutt heim aftur áður en ég veit af. Þannig að njótið þess að vera laust við mig meðan þið getið, hehe;)