Ríkey

mánudagur, apríl 24, 2006

Hvað var málið með þennan snjó í morgun......ég sem hélt að það væri komið sumar, en það hefur greinilega ekki náð upp í fjöllin:) En þegar ég var að skafa af bílnum í morgun þá fór ég að tala við konuna sem var að skafa af bílnum við hliðina á. Sú býr í kjallaranum við hliðina á mér og er búin að leigja þar í nokkur ár en svo þegar við vorum búnar að tala saman í smá stund þá spyr hún: "Varstu að flytja hingað?" Humm fer ekkert fyrir mér eða er ég bara svona not memorable? Maður spyr sig þar sem að ég hef nú búið þarna alla mína ævi, ja fyrir utan þann tíma sem ég hef verið í þýskalandi. En mér fannst þetta reyndar alveg bráðfyndið sérstaklega þar sem að konugreyið vissi ekkert hvað hún átti að segja til að reyna að bjarga sér. En ætli hún heilsi mér ekki alltaf héðan í frá, hehe;)

En ég er búin að komast að því að heilinn í mér hann fer í shut down milli 13:30 - 15:30 og á þessum tíma þá ætti ég helst að vera upp í rúmi að leggja mig. En það er einmitt þessi tími núna og það er líka einmitt þess vegna sem að ég er að blogga en ekki að læra, ég bara get ekki lært núna. Ég dotta bara alltaf. Skil þetta ekki........ en svo í gærkvöldi gat ég lært eins og óð manneskja til 1:00 í nótt. Hummm er það kannski málið að ég svaf ekki nógu mikið og ég er að taka þreytuna út núna eftir hádegi. En þetta er bara búið að vera svona síðustu dagana og ég er nú ekki alltaf búin að fara seint að sofa. En best að fara að reyna að læra með hálfsofandi heila og augu sem lokast alltaf af og til;)