Ríkey

föstudagur, júlí 14, 2006

Ég held að íslendingar séu alveg að gefa upp vonina á því að fá smá sumar. Mér heyrist flest allir vera orðnir leiðir á þessari rigningu, roki og kulda sem hefur einkennt sumarið í sumar. Ég er nú samt næstum farin að tengja þetta við mig persónulega. Af hverju? Jú ég skal útskýra...... sumarið 2004 kom hitabylgja í ágúst - hún stóð yfir í ca.3 vikur og akkúrat í þessar 3 vikur sat ég inni og lærði fyrir sumarpróf. Sumarið 2005 var ekkert sérstakt í þýskalandi en víst alveg ágætt á Íslandi, hummm ég var í þýskalandi þetta sumarið en ekki á Íslandi. Sumarið 2006 er alveg agalega gott í Þýskalandi en hræðilegt á Íslandi - ég er á Íslandi en ekki í Þýskalandi. Ég er virkilega farin að halda að þetta hafi eitthvað með mig að gera:)
En þá er bara best að vera með sól í hjarta og klæða sig betur þegar maður fer út í "góða" veðrið - segi ég kuldaskræfan mikla;)
En að lokum: Góða helgi og njótið veðurblíðunnar, muhahahahahahahahahahaha................