Ríkey

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Það mætti halda að maður hefði horfið af yfirborði jarðar, a.m.k. af yfirborði bloggheimsins þar sem ég hef einungis bloggað einu sinni á nýju ári. En ástæða fjarveru minnar frá netheiminum er að ég hef verið með nefið niðri í vélinni minni (verkefnið mitt). Í síðustu viku bilaði allt og það tók alla vikuna að gera við og í leiðinni komst ég að því að allar mælingar sem ég hef gert til þessa eru ónýtar vegna bilana í mælunum. En það var lagað og mælingar hófust á nýjan leik þar til í gærkvöldi að önnur bilun kom í ljós og fór morguninn í morgun í það að gera við en allt komið í gang núna. Ekki seinna vænna að geta farið að mæla aftur þar sem ég verð að nýta frostið meðan það er. En ég er samt orðin ansi snögg í að rífa hedd af bílvél þar sem ég hef gert það nokkrum sinnum núna á einni viku, hefði kannski átt að verða bifvélavirki hehe;)

Eftir daginn í dag þá verður hlé gert á mælingunum þar sem að við Óli erum að fara út á morgun, vívííííiíííííííiííííííííí................ förum eldsnemma í fyrramálið til Austurríkis á skíði í níu daga. Kem svo fersk og endurnærð til baka og dríf þetta verkefni af:) Alltaf gott að vera bjartsýn..... það kom mér reyndar á óvart eftir allt sem fór úrskeiðis í síðustu viku þá hef ég ekkert verið pirruð yfir því og ekkert leið. Held að allir aðrir í kringum mig hafi verið meira leiðir út af öllu þessu veseni en ég........ enda til hvers að gera lífið leitt með því að pirra sig á einhverju svona. Held að einhver hafi laumað pollýönnu-lyfi í glasið mitt um áramótin - eða kannski er þetta jákvæða árið mitt;)

En svo að ég nái að gera allt sem ég þarf að gera í dag þá er best að halda áfram og gera eitthvað af viti, annað en að blogga:) Aldrei að vita nema maður láti heyra frá sér frá Österreich,
Tschüss
Ríkey skíðakappi;)