Ríkey

föstudagur, maí 18, 2007

Endirinn mikli nálgast núna óðfluga. Stór hluti ritgerðarinnar er kominn í yfirlestur og ég er að rembast við að skrifa síðasta kaflann, sem gengur full hægt að mínu mati. En þar sem að ég held að ég sjái fyrir endann á þessu er ekki laust við að maður finni fyrir örlitlum aðskilnaðarkvíða við verkefnið og skólann.......................eða nei held að þetta sé frekar kvíðinn við að þurfa koma mér fram úr í fyrramálið snemma, það gengur ekki alltaf svo vel. Hef núna í frekar langan tíma alltaf sofnað og vaknað á sama tíma og um daginn vaknaði ég meira að segja á undan klukkunni og er ég farin að hafa smá áhyggjur af því að ég geti ekki sofið út næst þegar ég má það, einhvern tímann þarna í júní. Tók eftir því núna í maí að próftörnin hefur aldrei liði jafn hratt, en kannski var það einmitt út af því að ég var ekki í prófum. Er því mjög fegin, sérstaklega þegar ég mætti fólki á ganginum sem var að bíða eftir að vera hleypt inn í próf. Andrúmsloftið var mjög rafmagnað og allir á nálum. Já próftími er yndislegur tími, múhahhaaaa:)

Jæja ég er farin heim að sofa áður en ég bulla meira.
Gute Nacht!!!!!