Ríkey

mánudagur, nóvember 24, 2008

Aldrei segja aldrei.....

Er alltaf að komast að því betur og betur að maður á aldrei að segja aldrei.... hélt alltaf að hlaup/skokk væri bara vor/sumar íþrótt, þ.e. úti við. Hélt alltaf að það væri ekki hægt að fara út að hlaupa þegar kominn væri vetur og hálka væri á gangstéttum. Maður hefur stundum séð fólk úti að hlaupa á veturna en ég hélt alltaf að það væri ruglað lið og sagði að ég myndi aldrei geta farið út að hlaupa að vetri til. Hummmm..... ég fór út að hlaupa í gær og það var hálka og smá snjóföl yfir gangstígnum sem ég hljóp á........ ég er sem sagt orðin ein af þessu ruglaða liði. En þvílíkt hressandi að fara út að hlaupa í svona kulda og það besta er að skella sér síðan í laugina og láta líða úr sér í heitu pottunum ......... eftir þessa góðu líkamsrækt fór ég í bíó og sá Jón Bónda aka James Bond. Ég var mjög sátt með myndina enda er Bondinn mega töffari og þokkalega vel vaxinn, þó svo að hann hafi sýnt aðeins meira hold í síðustu mynd. Allavegana þá mæli ég alveg með þessari mynd :)