Ríkey

sunnudagur, nóvember 23, 2008

Undanfarið hef ég verið að streytast á móti öllu sem tengist jólunum, held að það hafi verið einhver smá Grinch í mér en það gengur ekki lengur og ég er komin á fullt í að undirbúa jólin. Búin að fara í laufabrauðsgerð (meira að segja tvisvar sinnum), búin að mála piparkökur og byrjuð að kaupa jólagjafir. Held meira að segja að ég fari bráðum að hlusta á jólalög - nei ok kannski ekki alveg strax. Læt eina mynd fylgja af okkur systrunum að "hjálpa" mömmu að skera út laufabrauð, múhahahahaaaaaaa :)