Ríkey

mánudagur, janúar 31, 2005

Ég er mjög ánægð núna því það er búið að gera við tölvuna mína. Það er allt Kjartani að þakka og segi ég nú bara einu sinni enn takk fyrir Kjartan. En annars er bara allt það sama hérna í KA. Fórum í stelpuferð í IKEA síðasta föstudag. Hérna er búðin eiginlega bara alveg eins og heima. Fyrir utan að þegar maður er búinn að borga þá kemur svona pulsusala eins og heima nema hvað að þar er hægt að kaupa sænskar kökur og snakk og hvað haldiði vodka. Já ef maður hefur alveg farið yfirum að versla húsgögn þá getur maður bara dottið í það í lok verslunarferðarinnar, alveg magnað;)
Annars var helgin frekar í rólegri kantinum eftir þessa æsispennandi IKEA ferð á föstudaginn þá fórum við Hafrún bara upp í sveit á laugardaginn, til Wernersberg og pössuðum tvo óþekktarorma. En það var nú ekki svo erfitt þar sem að þeir voru æstir í að sýna okkur Herr der Ringe (Lord of the Rings) og við fengum að sjá lengri útgáfuna. Úfff eftir svona 5 tíma af glápi fannst okkur nóg komið og hentum gríslingunum í rúmið. Sunnudagurinn var svo með venjulegu móti komum heim úr sveitinni um hádegi og svo var fótbolti. Ekki svo auðvelt að hlaupa í smá föl eða kannski auðvelt að hlaupa en erfitt að stoppa;)
En læt heyra í mér seinna, chiao.......