Ríkey

föstudagur, febrúar 11, 2005

Já alveg magnað hvað maður finnur sér alltaf eitthvað skemmtilegra að gera en læra þegar maður þarf þess. Er núna að böglast við að gera fyrirlestur sem ég á að halda næsta fimmtudag. Hann fjallar um vatnsaflsvirkjanir á Íslandi, jábbs ótrúlega spennandi. Var að fá senda bók frá Íslandi sem er einmitt um vatnsaflsvirkjanir og þar sá ég að það er til virkjun sem heitir Fjarðarselsvirkjun en ég bý einmitt í Fjarðarseli. Skemmtileg tilviljun ekki satt;) Já ég er sem sagt að skemmta mér konunglega hérna. En best að halda áfram því ekki klárar fyrirlesturinn sig sjálfur, því miður:)