Ríkey

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Þá er maður kominn heim frá Austurríki. Þetta var alveg meiriháttar ferð þrátt fyrir að það hafi verið ansi íslenskt veður fyrsta daginn, þ.e. grenjandi rigning og rok en þrátt fyrir það þá var skíðað allan daginn. Eftir það fór að kólna og snjóa og undir lokin var færið orðið mjög gott. Við Óli ákváðum einn morguninn að prófa snjóbretti og það tók verulega á. Ég hef aldrei dottið jafn oft á jafn stuttum tíma og þá - enda er maður allur marinn og blár eftir það:) Það var samt gaman að prófa það en við ákváðum samt að skipta aftur yfir á skíði, það var öruggara;)
Ég set inn myndir á næstu dögum frá fjörinu..........

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Það mætti halda að maður hefði horfið af yfirborði jarðar, a.m.k. af yfirborði bloggheimsins þar sem ég hef einungis bloggað einu sinni á nýju ári. En ástæða fjarveru minnar frá netheiminum er að ég hef verið með nefið niðri í vélinni minni (verkefnið mitt). Í síðustu viku bilaði allt og það tók alla vikuna að gera við og í leiðinni komst ég að því að allar mælingar sem ég hef gert til þessa eru ónýtar vegna bilana í mælunum. En það var lagað og mælingar hófust á nýjan leik þar til í gærkvöldi að önnur bilun kom í ljós og fór morguninn í morgun í það að gera við en allt komið í gang núna. Ekki seinna vænna að geta farið að mæla aftur þar sem ég verð að nýta frostið meðan það er. En ég er samt orðin ansi snögg í að rífa hedd af bílvél þar sem ég hef gert það nokkrum sinnum núna á einni viku, hefði kannski átt að verða bifvélavirki hehe;)

Eftir daginn í dag þá verður hlé gert á mælingunum þar sem að við Óli erum að fara út á morgun, vívííííiíííííííiííííííííí................ förum eldsnemma í fyrramálið til Austurríkis á skíði í níu daga. Kem svo fersk og endurnærð til baka og dríf þetta verkefni af:) Alltaf gott að vera bjartsýn..... það kom mér reyndar á óvart eftir allt sem fór úrskeiðis í síðustu viku þá hef ég ekkert verið pirruð yfir því og ekkert leið. Held að allir aðrir í kringum mig hafi verið meira leiðir út af öllu þessu veseni en ég........ enda til hvers að gera lífið leitt með því að pirra sig á einhverju svona. Held að einhver hafi laumað pollýönnu-lyfi í glasið mitt um áramótin - eða kannski er þetta jákvæða árið mitt;)

En svo að ég nái að gera allt sem ég þarf að gera í dag þá er best að halda áfram og gera eitthvað af viti, annað en að blogga:) Aldrei að vita nema maður láti heyra frá sér frá Österreich,
Tschüss
Ríkey skíðakappi;)
föstudagur, janúar 05, 2007

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla..........

Eins og margir gera svona í byrjun nýs árs er að líta yfir það sem gert var á nýliðnu ári. Hummmm það var svo ansi margt sem ég gerði til dæmis þá fór ég í 5 brúðkaup sem öll voru skemmtileg og ekkert þeirra eins, sem mér fannst alveg frábært. Við ferðuðumst innanlands sem utan og virðist ekkert lát ætla að vera á ferðagleðinni á þessu ári þar sem að það styttist óðfluga í fyrstu ferð ársins sem verður skíðaferð til Austurríkis núna í lok janúar. Á síðasta ári eignuðust líka flest allir sem við þekkjum barn eða tilkynntu um óléttu. En það varð til þess að jólkortum með myndum fjölgaði til muna þessi jólin, sem er mjög jákvætt - alltaf gaman að fá kort með mynd í:) Ýmislegt skemmtilegt var brallað á árinu en ég man ekki allt, sérstaklega þar sem ég er ekkert sérlega munin;)

En ég hlakka til þessa árs sem er ný byrjað en virðist þó ekkert ætla að líða neitt hægar en það síðasta. My never ending story, aka lokaverkefnið mitt heldur áfram á þessu ári og ég er hætt að lofa lokadagsetningu á þetta blessaða verkefni því það er alltaf eitthvað nýtt og óvænt að koma upp á sem frestar öllu. En ég ætla ekki að fara út í það hér ........ já og ég verð að viðurkenna en ein leiðinlegasta spurningin sem ég fékk ansi oft árið 2006 var : "Hvernig gengur svo með verkefnið?" En einhvern veginn þá virðist sem fólk vilji bara fá einfalt og gott svar við þessari spurningu, en svar mitt við henni er ekki á þá vegu. En allavegana þá er verkefnið í gangi, það gengur misvel en það gengur.......... og ég skál láta ykkur vita þegar ég fer að sjá fyrir endann á því:) Vá þetta er farið að hljóma eins og ég sé eitthvað pirruð og bitur manneskja sem ég er auðvitað ekki, múhahahahahhaahahaa..........

Ég var spurð í gær hvort að ég hafi strengt nýársheit, neibb ég er hætt þeirri vitleysu. En ég fór samt í leikfimi í gær í fyrsta skipti á nýju ári, var reyndar búin að fara nokkrum sinnum fyrir jól. En þvílíkur fjöldi af fólki sem var þarna samankominn til að hrissta af sér jólaspikið. Spurning hversu lengi fólk heldur þetta út, segir tölfræðin ekki að flestir endist í 4-6 vikur og hætti svo...... þá er eins gott að maður gefist ekki sjálfur upp....

Allavegana þá hlakka ég til þessa nýja árs og held að það eigi eftir að vera frábært enda margt spennandi framundan. En best að koma sér að verki og gera eitthvað af viti........