Ríkey

þriðjudagur, september 30, 2003

Vááá var að koma úr Body combat tíma og er á leiðinni í fótbolta með stelpunum. Spurning um að taka líkamsræktina með trompi svona á einum degi. En maður verður nú að gera sig bikínifæra fyrir útskriftarferðina. Ekki seinna vænna en að byrja strax....

mánudagur, september 29, 2003

Miðpunktur höfuðborgarsvæðisins er fundinn. Fór í gær á KFC í kópavogi með Óla og Valda og þar fundum við þennan fína punkt inni á miðjum staðnum. Allt er nú til!!!!!!!!!!

fimmtudagur, september 25, 2003

Jæja þá er maður búinn að ná tölvu og er að bíða eftir að klukkan verði 13:01 til að geta skráð sig í vísó. Eins og venjulega er mikil spenna í loftinu og allir að velta því fyrir sér kemst ég með eða ekki. Vonandi nær maður að skrá sig því það er verið að fara í vísó í Hönnun, en það var einmitt mjög skemmtileg ferð í fyrra og vonandi aftur núna;)

miðvikudagur, september 24, 2003

Ég hefði átt að vera aðeins spenntari í gær í að fara í fótbolta. Mætti á svæðið hress og kát, fór svo að hlaupa á eftir fyrsta boltanum og viti menn það gerðist eitthvað og ég tognaði á læri eða eitthvað álíka. Allavegana þá var þetta ógeðslega vont en ég reyndi náttúrulega að halda áfram og láta sem allt væri orðið í lagi. En fór svo í miðjum tíma heim og kældi lærið og leið illa. En þar sem að Kristín vinkona er að læra sjúkraþjálfun þá gaf hún mér nokkur góð ráð og ég fór auðvitað eftir þeim og leið mikið betur í morgun. Maður er samt kannski ekki alveg tilbúinn í maraþonið strax en kannski á morgun;)

þriðjudagur, september 23, 2003

Úff það getur verið erfitt að skilja útlendinga. Maður hélt að maður væri góður í ensku en annað kom á daginn í dag. Ég og Eyrún (sem er með mér í bekk) fórum á ráðstefnu sem okkur hafði verið boðið á, en nema hvað að það voru tveir menn frá suður-afríku að tala og ég hef aldrei heyrt neinn tala svona hratt. Vá þeir hljóta að geta komist í heimsmetabók Guinness fyrir þetta.
En í dag fór TMC svo á kaffibrennsluna og borða kveðju-lunch með Þórey Eddu en hún er að fara að flytja til Þýskalands. Þar komust Siggi og Stebbi að því að maður á ekki að panta bara eitthvað sem heitir fínu nafni og er dýrt því þeir fengu svo lítið að greyin voru ennþá svangir þegar þeir komu aftur upp í skóla. Silja hins vegar veit hvernig maður á að panta því hún fékk réttinn sinn á 2 diskum;)
En best að fara læra smá áður en að ég fer í fótbolta.......

fimmtudagur, september 18, 2003

Suma daga á maður ekki að fara á fætur og dagurinn í dag var einn af þeim. Allt lék í lyndi þar til ég ætlaði að fara að klára hönnunarverkefnið mitt. Ég byrjaði að vinna úr niðurstöðum í exel en neinei þá bara allt í einu verður tölvan klikk og breytir upplausininni þannig að blindir hefðu getað lesið af skjánum. En þá kom Siggi til bjargar og ég hélt áfram. En þó leið ekki á löngu þar til tölvan fór aftur í klessu og aftur og aftur....... Frábært hvað átti ég núna að gera tölvan í klessu og verkefnið inn í tölvunni. Jú hvað gerir maður þá.... fer í næstu tölvu og byrjar upp á nýtt:( Danni leyfði mér að vinna í sinni tölvu(hann var búinn með sitt verkefni) og hann fór í mína, en viti menn það var bara allt í lagi með tölvuna. Þannig að ef að eitthvað er að tölvunum ykkar talilð þá við Danna og fáið hann til að tantra þær, því það virkar greinilega;)

miðvikudagur, september 17, 2003

Hjálp..... ég hélt að maður hefði upplifað leiðinlegar kennslustundir en í dag sló öll met. Það byrjaði á því að það átti að vera smá kynning á hvernig maður leitar að gögnum á Þjóðarbókhlöðunni. Við skunduðum 3 af stað, Einar Leif, Siggi og ég og bjuggumst við kannski 30 mín. útskýringum. En neiei. Í fyrsta lagi þá var konan hálfheyrnalaus og svo talaði hún við okkur eins og við vissum varla hvað internetið væri. Svo hefur hún ábyggilega haldið að við værum gullfiskar og hefðum bara 10 sek. minni. Hún sýndi okkur 3 eða 4 leitarvélar fyrir vísindagreinar og svoleiðis dót. Það var mjög fróðlegt að vita hvernig ein virkar en svona leitarvélar virka allar mjög svipað og þegar hún var að sýna okkur hvernig hver og ein virkaði þá vorum við farin að leita okkur að afsökunum til að geta farið, það tókst ekki nógu vel. Þannig að eftir 1 og 1/2 tíma þá var hún loksins búin og við hlupum út fegin að vera enn nokkuð heil á geði. En við erum enn að jafna okkur. úúúffff ég vona að enginn lendi í þessu, ekki einu sinni mínir verstu óvinir. Ekki það að ég eigi neina óvini eða vona allavegana ekki.
Kannski er ég samt ekki alveg vinsælasta manneskjan í vélinni þessa stundina;) skoðið það sem heitir Serverinn, þá vitið þið hvað ég á við........eins gott að ég sé ekki rafvirki

föstudagur, september 12, 2003

Vá bara strax komið föstudagskvöld, gærdagurinn leið ekkert smá hratt enda nóg að gera. Það að eiga 2 börn og vera í fullu námi í háskóla vááá... Þeir sem að gera það eru annað hvort algjörar hetjur eða þá að þeir séu með fleiri klukkutíma í sólarhringnum en ég. En gott að prófa að þurfa að hugsa um e-n annan en bara sjálfan sig. Þó svo að maður hafi nú verið pínu seinn í morgun en þá komust allir í skólann án þess að vera í úthverfum fötum eða með morgunmatinn út um allt andlit. Spurning hvernig gengur í næstu viku........ En er ekki rétt að fá sér eitthvað gott að drekka núna þar sem að það er nú einu sinni flöskudagur!!!!!!!!!

miðvikudagur, september 10, 2003

Vá hvað það er gaman í skólanum. Er með strákunum að reyna að klára alveg stórskemmtilegt hönnunarverkefni sem er víst orðið aðeins flóknara en það leit út fyrir að vera. En það er alltaf gaman að eyða öllum stundum í VR2. Hlakka samt meira til morgundagsins því þá verð ég 2 barna móðir og kennari. En hvernig það gengur kemur bara í ljós........

mánudagur, september 08, 2003

Það er kominn mánudagur einu sinni enn. En þvílík gleði því í gær var svo mikill dugnaður í heimaverkefnum að í dag eru nánast öll verkefni búin. En frábær helgi búin. Byrjaði á vísó í Orkuveituna, síðan var frábært innflutningspartý hjá Ásdísi og Stebba en svo bara heim að sofa. Laugardagurinn var svo bara afslöppun. Um kvöldið var svo farið á tónleika upp í Hvalfirði hjá Blúsbyltunni. Alveg stórskemmtilegir tónleikar. Vonandi að það heyrist meira frá þessari hljómsveit.

fimmtudagur, september 04, 2003

Ég var sjoppugella í morgun og var alveg ótrúlega dugleg að læra hvað allt kostar. En ætli að ég verði ekki búin að gleyma öllu þegar ég á að vinna næst. Í dag var skráning í fyrstu vísó vetrarins og spennan lá í loftinu þegar ég kom inn í tölvuverið. Þegar skráningin hófst loksins þá varð uppi fótur og fit þar sem að álagið á kerfið var allt of mikið og lá við að margir færu að gráta við það að geta ekki skráð sig í vísó. Ég reyndar tók nokkur andköf en tókst þó að skrá mig, mér til mikillar ánægju:) En þá er best að fara heim og ákveða í hverju maður á að fara, engin smá ákvörðun........

miðvikudagur, september 03, 2003

Ég var næstum búin að gleyma hvað Raggi úr Kvennó er fyndinn. Var að tala við hann á messengerinum og ég er búin að vera í kasti. Greyið strákarnir eru að reyna að læra hérna í stofunni og ekkert gengur vegna hlátur í mér. En best að hætta og fara að gera heimadæmi, vei:)

Jæja er að reyna að koma commenta-kerfi á en spurning hvernig það virkar....látið mig vita ef það virkar ekki....

þriðjudagur, september 02, 2003

En er ekkert komið út úr ör og mæl en þolinmæði þrautir vinnur alllar eða eitthvað álíka:)

mánudagur, september 01, 2003

VEIVEIVEIVEIVEI.......Þetta er frábær dagur þrátt fyrir rigninguna, ég var að fá út úr greiningarprófinu og ÉG NÁÐI:) Mig var búið að dreyma tvisvar sinnum að ég hefði náð og vei ég náði. Langaði bara að deila þessu með öllum.......

Þá er kominn mánudagur svona einu sinni enn. Ég er núna uppi í skóla og er að fara læra í fyrsta skipti í nýju bókunum mínum sem kostuðu allt of mikið. Eins gott að þær séu skemmtilegar!!! En ætla að reyna að gera fyrstu heimadæmi vetrarins en strákarnir sögðu að þau væru auðveld svo það er eins gott fyrir þá að þeir hafi ekki verið að ljúga;) Best að opna bækurnar........