Ríkey

sunnudagur, febrúar 29, 2004

29. Febrúar, þetta er soldið merkilegur dagur. Ef maður þekkti einhvern sem ætti afmæli í dag þá þyrfti maður að óska viðkomandi fjórfalt til hamingju. En dagurinn í dag lítur út fyrir að verða enn einn skemmtidagurinn í VR2;)
En gærkvöldið var ágætt. Byrjaði á að fara í útskriftarveislu til tendgó þar sem að mér var fljótlega nappað inn í eldhús. Þar var ég góðan part af kvöldinu. Svo þegar ég kom þaðan út þá rakst ég á Óla sem var búinn að vera að skenkja fólki í glös og ég held að það hafi alltaf farið jafn mikið í hans glas og hjá öllum þeim sem hann var að gefa. Tók mig a.m.k. 1 klst að koma honum út úr húsinu þegar við vorum að fara.
Við fengum reyndar með okkur afganga úr veislunni og var það mjög ljúft þegar ég settist við morgunverðarborðið að geta fengið sér gómsætan kjúklingarétt og gulrótarbrauð. Eftir svona morgunmat þá er maður til í að takast á við hvað sem er, enda veitir ekki af í dag:)

Svo er það Óskarinn í kvöld. Hver ætli vinni og hver ætli verði í furðulegasta kjólnum??? Ekki það að ég endist í að horfa á þetta. Miðað við reynslu síðustu ára þá eru líkurnar litlar sem engar að ég vaki. Ætti þó kannski að reikna út líkurnar þar sem að ég er nú að fara í próf í svoleiðis reikningi á morgun, veivievievievieiv...........

laugardagur, febrúar 28, 2004

Vei það eru bara nokkrir klukkutímar í að ég geti hætt að læra í dag, því þá byrjar útskriftarveislan hjá tengdó. UHMM hvað er betra en góður matur sem maður þurfti ekki að elda sjálfur;)
Sjaldan hef ég vitað um meiri svefnsýki en í mér þessa dagana. Reyndar síðan að við fengum sófasettið, því í hvert skipti sem að ég sest fyrir framan sjónvarpið upp í sófa þá sofna ég. Er þá reyndar búin að koma mér vel fyrir með teppi ofan á mér og svona kósí. En það er nú bara svo gott að sofa. Já sem sagt þá svaf ég í gærkvöldi fyrir framan imbann en þó ekki fyrr en að ég var búin að læra smá og það hefur nú ekki gerst á föstudagskvöldi síðan í prófunum.
En best að snúa sér aftur að bókunum;)

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Hvað er málið að maður fer í sturtu rétt fyrir svefninn, sefur svo með opinn glugga til að geta dreymt heilbrigða drauma en vaknar svo bara lasinn því að hárið á manni fraus. Kvef, nefrennsli og allur pakkinn er það sem ég fékk út úr good night sleep þessa nóttina:(
Svo var dagurinn í dag alveg frábær. Mætti í skólann eins og venjulega og fór í tvo stórskemmtilega fyrirlestra. Eftir hádegi var svo leiðinlegasti tíminn sem er í vikunni og í dag var hann svo leiðinlegur að augað á mér fór að blása út og núna lít ég út eins og "ogerið" í Shrek ( oger = tröll, fyrir ykkur sem hafið ekki séð shrek). En hei var hún ekki prinsessa þó svo að hún væri svona, maður getur lengi vonað;)
En hafið þið séð fallegra fólk ????? við erum æði.....

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Frábær árshátíð búin. Fórum austur á föstudag og komum okkur fyrir á Örkinni. Fórum í pottinn og held að þetta hafi verið kaldasta pottaferð ever. Síðan var farið að taka sig til og farið í matinn. Eftir matinn stigum við (stelpurnar í bekknum mínum) á stokk með stórgott og vel æft skemmtiatriði, tæknin var þó ekki jafn vel æfð og því fór það allt í klessu en að öðru leyti tókst atriðið vel. Fólk var þó mislengi að jafna sig eftir atriðið en þó ekkert annað að gera en að fara að djamma. Ballið var mjög skemmtilegt og mikið dansað. DJ Steinar og Svitabandið héldu uppi fjörinu.
Þó var mismikið fjör á dansgólfinu og fannst einum stráknum á dansgólfinu ég greinilega ekki nógu drukkin og hann reyndi því að hjálpa mér að klára mjög hratt hvítvínsglasið sem ég var með. Það endaði sem sagt allt á kjólnum mínum sem að lyktar mjög vel núna:( eða ekki......
Daginn eftir var svo farið á Selfoss og fengið sér að borða, alveg nauðsynlegt.
Þessi laugardagur var ekki sá orkumesti í sögunni, fór þó niður í skóla og vann smá í verkefninu sem ég er að skila núna. Kom svo heim keyrði mömmu og pabba á árshátíð, fór í mat til tengdó og keyrði svo Óla í partý.
Til að fullkomna svo kvöldið þá kom ég við á Select og keypti kók og snakk og fór svo heim. Eyrún vinkona kom í heimsókn og við hámuðum í okkur og horfðum á sjónvarpið og kjöftuðum eins og stelpum er einum lagið.

Vaknaði svo á konudaginn með því að minn heittelskaði kom heim klukkan 6 um morguninn og vakti mig. Ég var mjög (ó)ánægð með það. En dagurinn átti nú bara eftir að batna því við fórum í afmæli og svo í bollukaffi og ég át yfir mig eins og mér einni er lagið.

Nú er byrjuð skemmtileg verkefna vika og ég ætla að reyna að setja inn myndir af árshátíðinni eins fljótt og hægt er........ until then:)

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Var áðan í síðasta magadanstímanum. Ótrúlegt hvað 6 vikur geta verið fljótar að líða. En núna verð ég bara að dilla mér fyrir framan spegil heima hjá mér og láta alla í fjölskyldunni veltast um af hlátri. Fólk er þó mjög fljótt að hætta að hlæja þegar ég reyna að fá það með í dansinn. Er einhver sem vill dilla sér með mér???? Hélt ekki;)

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Nú er farið að styttast í hina frægu árshátíð verkfræðinema. Vei vei.... farið verður á föstudag austur fyrir fjall á Örkina. Ætlum að leggja af stað upp úr hádegi og hafa það notalegt fram eftir degi. Síðan verður farið að gera sig sæta og fína og farið í fordrykk;) Er meira að segja búin að fá lánaðann kjól og alles. Eina vandamálið í dag er að augað á mér er með sjálfstæðan vilja og ákvað að sýna sig meira en venjulega, já ég vaknaði sem sagt með bólgið auga enn einu sinni. Vonandi að það verði búið á föstudaginn. Annars ætla ég að mæta með lambúshettu og skíðagleraugu, því þá sést ekki að hárið mitt er gamalt og ljótt og augað bólgið. En maður yrði nú soldið elegant í svörtum fínum kjól með lambúshettu og skíðagleraugu. Ef þetta væri grímuball þá fengi ég örugglega verðlaun fyrir besta búninginn;)

mánudagur, febrúar 16, 2004

Maríanna til hamingju með afmælið:)

Enn og aftur er kominn mánudagur:( Helgin sem var að líða var alveg ágæt ef ekki er litið til námsins. Fór allavegana í afmæli á laugardagskvöldið og endaði í bænum að dansa. Langt síðan að maður hefur farið að dansa. En núna er að byrja ein geðveikasta vika sem ég hef séð fram á, frábært. En best að fara að gera eitthvað.........

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Núna er maður næstum orðinn frægur ... Í gær var nebbla kona frá þýska ríkisútvarpinu að taka viðtal við mig, og þetta er ekki djók..... ég skal samt ennþá vera vinur ykkar allra og ekki gleyma ykkur þegar ég verð orðin rík og fræg.
En annars er ekkert nýtt nema bara kominn smá fiðringur í mann fyrir árshátíðina sem er föstudaginn 20. feb. sem þýðir að það er föstudagurinn 13. feb á morgun:( o ó hvað ætli að gerist........ vonandi það sama og síðustu föstudaga þrettándu = ekkert.
En best að drífa sig og reyna að koma einhverju í verk svona til tilbreytingar.

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Í dag eru tvö afmælisbörn og það eru Silja og Einar Leif, til hamingju með afmælið.

Hvað er málið með gaurinn í Survivor að vera alltaf nakinn always. En það ætla allir svo mikið að vinna þetta. Enginn lengur að vera með og eignast vini, allir búnir að fatta út á hvað þessi leikur gengur. Maður breytist í couchpotato þegar þetta byrjar og horfir með miklum áhuga, sama hversu steikt þetta er;) Crazy me....

mánudagur, febrúar 09, 2004

Ég er búin að komast að því að mér finnst súrmatur ekki góður og því borðaði ég ekki neitt af honum á þorrablótinu sem ég var á á laugardaginn. Því miður var þetta haldið heima hjá mér og húsið angar af ógeðislykt. Veit einhver hvernig hægt er að losna við svona lykt?

fimmtudagur, febrúar 05, 2004



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide
Ég hef komið til 6% af löndum heimsins;=) skoðið fína kortið mitt

Jæja bara láta ykkur vita að ég er á lífi. En það var á mörkunum að tölvan mín myndi halda lífi og var það ekki ódýrt að gera við hana. Ótrúlegt hvað maður verður fatlaður þegar tölvan fer í viðgerð. Fór ekkert á netið og gerði bara ekki neitt, eins og að eina tölvan sem að ég get notað væri mín. Stundum er maður nú soldið bilaður.
En ég er búin að vera á plötusmíðanámskeiði og það er bara alveg mjög gaman. Er að fara í kvöld í síðasta tímann og klára þá fína ( en samt soldið skakka) verkfærakassa;)
Ef að þið hafið ekkert að gera á laugardaginn komið þá endilega í kolaportið og verslið gæðavöru af fátækum verkfræðinemum.