Ríkey

sunnudagur, desember 26, 2004

Gleðileg jól allir saman.
Já maður er kominn á klakann og jólin komin og allt.
Svo að ég byrji nú á byrjuninni þá kom ég heim 14.des eftir frekar langa heimferð, 9 tíma bið á Stansted. Fór svo í próf 16.des og sem betur fer er ekkert komið út úr því enn þannig að ég gat haldið gleðileg jól;) Var síðan bara í mestu rólegheitum að kaupa jólagjafir meðan meiri hluti Íslendinga hljóp um verslanirnar eins og geðveikt fólk. Alveg magnað hvað fólk getur orðið klikkað svona rétt fyrir jólin. Á Þorláksmessukvöld fór ég síðan á Bubba tónleika, verð að viðurkenna að ég bjóst við aðeins skemmtilegri stemmingu en þetta voru nú alveg ágætir tónleikar. Síðan komu jólin og ég er búin að liggja í leti og borða á mig gat. Vakna södd og sofna södd, er það ekki svona sem jólin eiga að vera:)

sunnudagur, desember 12, 2004

Fór í bíó í gær á Die kalte See eða eins og hún heitir á frummálinu Hafið. Já það var verið að sýna íslensku myndina Hafið. Hún var sýnd á íslensku með þýskum texta. Var að sjá hana í annað skiptið en fannst hún samt alveg jafn skemmtileg. Er samt ekki alveg viss um að allir þjóðverjarnir hafi skilið alla brandarana en við skemmtum okkur konunglega.
Í dag fengum við svo heimsókn frá Familie Burkard. Hafrún stóð sig eins og hetja og bakaði pönnukökur, uhmmm þær voru svo góðar. Fórum svo á jólamarkaðinn með þeim og við Hafrún skelltum okkur á skauta með strákunum. Ótrúlegt hvað maður er góður á skautum eða ekki:) Datt að minnsta kosti ekki sem er mjög góður árangur fyrir mig.

laugardagur, desember 11, 2004

Jæja jæja, nú er orðið ótrúlega stutt í heimferð. Verð að viðurkenna að það er smá fiðringur í maganum en stafar það aðallega af því að ég hef áhyggjur af að ná ekki að gera allt sem ég þarf að gera áður en ég fer. En þá er bara málið að vera ofvirkur núna í nokkra daga og redda öllu;)
En jólastemmingin er svona aðeins að aukast sérstaklega þegar maður hlustar á jólalög, sem ég er einmitt að gera núna.
En afmælisbarn dagsins er hún Ásdís skvís og ég óska henni til hamingju með afmælið;)
Best að fara að gera eitthvað og hætta að hanga í tölvunni.

miðvikudagur, desember 08, 2004

Innan við vika þangað til að ég kem aftur á klakann og allt of mikið sem ég þarf að gera áður en ég fer. En það sem ég næ ekki að gera verður bara að reddast seinna en ég verð nú sam að viðurkenna að ég er með smá stresshnút í maganum sem fer stækkandi með degi hverjum. Hefur heldur ekki gengið neitt allt of vel að sofa undanfarið en það er mjög slæmt því ég var að lesa um rannsókn sem sýnir fram á að matarlyst eykst með minnkandi svefni. Þannig að jólin verði notuð í það að sofa og þá ætti maður ekki að fitna um jólin, eða hvað.......

mánudagur, desember 06, 2004

2. í aðventu búinn sem og viðburðarík helgi. Byrjaði með afmælisboði hjá Jóni Geir á föstudaginn þar sem að hann var búinn að baka fjall af pönnukökum. Síðan fórum við í hópferð í bíó að sjá Bridget Jones 2 og ég skemmti mér alveg konunglega. Myndin stóð algjörlega undir væntingum og mig langar eiginlega bara að sjá hana aftur. Bara svona til að hafa það á hreinu þá var myndin sýnd á ensku, hefði ekki dottið í hug að sjá hana á þýsku. Fórum síðan og fengum okkur kvöldmat og kíktum svo nokkur í Latino partý á stúdentagörðunum sem eru í næstu götu við okkur. Það var nú rólegasta partý sem ég hef komið í lengi. Fékk mér einn bjór og rölti svo heim enda var ég alveg að sofna.
Laugardagurinn byrjaði í rólegheitunum en mikil dagskrá var framundan. Við Hafrún tókum okkur til og röltum svo af stað að hitta Bjargeyju og Ástu. Við kíktum í eina búð hjá íslenskum hönnuði og fengum þar te og smákökur. Síðan var ferðinni heitið til Baden-Baden þar sem við fórum í spa. Þar voru allskonar heitir pottar sem voru nú svona misafslappandi. Því sumir voru með svo miklu bubbli að það var ómögulegt að standa kyrr. En fórum svo í gufu með piparmyntu lykt í eða eitthvað álíka. Því næst fórum við inn í afslöppunarherbergi þar sem að maður gat lagst á bekk og hvílt sig undir einhverjum ljósum sem hengu í loftinu. Þar var líka nuddstóll sem var alveg ótrúlega þægilegur. Ef að þið eruð í vandræðum með hvað þið eigið að gefa mér í jólagjöf þá langar mig í einn svona stól:)
Eftir allt þetta þá var kominn tími til að fara gera sig sætar og fínar. Við hertókum 4 spegla sem voru þarna og máluðum okkur, blésum og sléttuðum og krulluðum hárið. Fólk var farið að horfa ansi mikið á okkur og einn strákur sem gekk framhjá sagði að þetta væri eins og fyrir photoshoot, við vorum sem sagt alveg eins og model;) Eftir allt þetta þá drifum við okkur út því við vorum of seinar í kokteilboðið. Það var nebbla 1.des hátíð FÍK. Komum á seinna hundraðinu heim til jónanna og vorum náttla allt of seinar en samt ekki alveg tilbúnar. Kláruðum að gera okkur tilbúnar, fengum eitt glas af bollunni sem var í boði og hlupum svo af stað á veitingastaðinn þar sem við borðuðum. Fengum mjög góðan mat og ekkert smá mikið af mat, það var bara endalaust borið í okkur. Komum okkur svo loksins af stað í partýið. Eftir að allir voru mættir í partýið og komnir í góðan gír þá byrjuðum við nýliðarnir með skemmtiatriðið okkar. Við slógum náttla í gegn með frábærum dansi og eftir það þá tók við ótrúlega skemmtilegur leikur þar sem við píndum hina:) Þegar skemmtiatriðin voru búin þá tók við villtur dans langt fram undir morgun.
Sunnudagurinn var svo dagur afslöppunar. Undir kvöldmatarleytið þá kíktum við aðeins á jólamarkaðinn og fengum okkur steik í brauði. Í eftirrétt fengum við okkur svo vöflu sem var algjör vonbrigði. Verð að prófa eitthvað annað næst;)

Fór svo í tíma í morgun og hélt að ég yrði ekki eldri. Það var svo kalt inni í stofunni að ég var að frjósa. Það sátu allir í úlpunum sínum og það lá við að maður yrði að hafa vettlinga. Þannig ef að ég verð veik þá er það allt skólanum að kenna.

Afmælisbarn dagsins í dag er Katy og óska ég henni til hamingju með daginn.

En best að fara að læra. Það er víst orðið allt of stutt í þetta blessaða próf mitt og það styttist óðfluga í að ég komi heim, já á morgun er bara vika þangað til að ég kem. Þannig að allir á klakanum geta farið að undirbúa sig undir heimkomu mína;)
En þar til síðar adios amigos.......

föstudagur, desember 03, 2004

Langar að óska afmælisbarni dagsins til hamingju með daginn en það er enginn annar en Jón Geir. Velkominn í hóp hinna fallegu;)

En lífið heldur sinn vanagang hérna í KA. Þessa vikuna erum við nýbúarnir búin að vera mjög upptekin af æfingum á skemmtiatriðinu okkar fyrir 1.des fögnuð FÍK (íslendingafélagið). Það eru allir orðnir mjög spenntir að sjá hvað við höfum í pokahorninu og hefur ýmsum ráðum verið beitt til að veiða upp úr okkur hvað við verðum með. En hinir óþreyjufullu íslendingar þurfa ekki að bíða lengi þar sem að herlegheitin verða á morgun. Mikil spenna hefur verið ríkjandi hér fyrir þessum degi þar sem að við stelpurnar ætlum að byrja snemma og taka smá stelpudag áður en við mætum í fordrykkinn.

Sjálfssalar: alveg magnað hvað maður getur keypt sígarettur hérna út á hverju götuhorni í sjálfssala en svo þegar manni langar í eitthvað sætt á kvöldin þá eru ekki til sjoppur og hvað þá að maður finni nammisjálfsala einhversstaðar. En fann þó merkilegan sjálfsala um daginn. Fór á klósettið í Mensunni (mötuneyti skólans) og þegar ég var að þurrka mér um hendurnar er mér litið á vegginn við hliðina á handþurrkunni og þar var smokkasjálfsali........ hver kaupir sér smokka í skólanum? Er fólk virkilega svona á þörfinni í skólanum að það þarf að vera smokkasjálfssali þar, nei ég bara spyr. Er ekki alveg að ná þessu. Kannski er fólk að koma þarna í öðrum tilgangi en að fá sér fljótlegan hádegismat, kannski fær það sér bara eitthvað annað fljótlegt;) maður veit ekki.......