Ríkey

fimmtudagur, júní 29, 2006

Núna hefur maður enga ástæðu til annars en að vera ánægður og glaður þar sem að búið er að sýna fram á að Íslendingar séu hamingjusamasta þjóð í heimi. Alveg magnað hvernig er hægt að fá út svona niðurstöður, kannski er það vegna þess að við erum svo fá að þá erum við hamingjusömust miðað við höfðatölu. Við eigum nú ýmis met þegar miðað er við höfðatölu og svo maður tali nú ekki um að við eigum fallegustu konurnar, sterkustu mennina og besta vatn í heimi. Þetta er kannski ástæða þess að við erum talin hamingjusamasta þjóð í heimi:)

Fór í saumaklúbb í gærkvöldi og þar var auðvitað mikið af girnilegum kræsingum í boði og eins og er skylda á slíkum samkomum þá borðaði maður auðvitað yfir sig sem þýðir að ég borðaði allt of mikið af sykri. Einhvern tímann lærði ég í líffræði að sykur væri aðalnæringin fyrir heilann en held samt að sykurmagn gærkvöldsins hafi verið overdose því sjaldan hefur mig dreymt jafnfurðulega og í nótt. Heilinn hefur líklega farið á yfirsnúning enda var ég liggur við þreyttari þegar ég vaknaði en þegar ég fór að sofa. Enda verður maður nú soldið þreyttur þegar maður þarf að bjarga heiminum á nóttunni, jább mig dreymdi mjög furðulega;)

föstudagur, júní 23, 2006

Jæja þá er besti dagur ársins runninn upp eða svo segir að minnsta kosti einhver breskur vísindamaður:) Held að það sé nú eins gott að þetta verði góður dagur því ætlunin er að enda hann í Jónsmessuhlaupi í Laugardalnum í kvöld. Aldrei að vita nema maður sjái einhverja velta sér upp úr dögginni í nótt eftir hlaupið. Er ekki annars sagt að maður eigi að gera það nakinn? Held að ég hafi heyrt það, ætli það breyti miklu þó maður sé í sundfötum. Það er nebbla boðið í sund eftir hlaupið og þá gæti maður nú kannski tekið einn hring í grasinu en eins og ég segi þá í sundfötum. Reyndar eru sum sundföt svo lítil að fólk gæti allt eins verið nakið. Sat í einum heita pottinum í Vesturbæjarlauginni í vikunni og sá þá eina gellu sem var í mjög efnislitlum g-strengs sundbol. Hún hafði reyndar alveg vöxtinn í það en ég held að maður myndi samt ekki mæta í svona í laugarnar, held reyndar að ég myndi ekki einu sinni vera í svona í sólbaði úti í garði heima hjá mér. En það er kannski bara tepran ég:)

fimmtudagur, júní 22, 2006

Síðasta helgi var alveg frábær - held að þetta hafi verið skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef farið í (með fullri virðingu fyrir öllum öðrum brúðkaupum sem ég hef farið í) Þetta virðist ætla að verða brúðkaupssumarið mikla því boðskortin streyma inn um lúguna hjá okkur, er það kannski merki um að maður sé að eldast eða eru vinir okkar kannski bara þroskaðri og fullorðnari en við Óli:)

En talandi um fullorðið fólk, þá hef ég alltaf haft þá hugmynd að fólk ætti að sýna meiri ábyrgð og vera þeim sem yngri eru góð fyrirmynd. Kannski er ég bara skrítin en þetta hélt ég að væri svona nokkurn veginn það sem felst í því að verða fullorðinn. Í morgun þegar ég var á leiðinni í skólann þá sé ég mann á hjóli í góða veðrinu. Nema hvað að hann var að hjóla úti á miðri götu með engan hjálm og eiginlega fyrir bílunum. Ég veit að það er ekki alltaf einfalt að komast leiðar sinnar á hjóli í Reykjavík en þarna var hjólastígur við hliðina á götunni. Hvað er að fólki, er það að reyna að láta keyra sig niður? Mér fannst þessi maður allavegana ekki sýna neina ábyrgð og því síður að hann væri góð fyrirmynd fyrir neinn. Er það kannski bara bull að maður verði ábyrgðarfyllri þegar maður verður fullorðinn? Hvenær er maður annars orðinn fullorðinn? Ég hef aldrei fengið almennilegt svar við þeirri spurningu enda held ég að það sé ekki til. Ég var einmitt að tala um þetta við eina sem er jafngömul mér og hún er núna orðin tveggja barna móðir en henni fannst hún samt ekkert fullorðin þó svo að öll merki bentu til þess:) Ætli maður verði kannski aldrei fullorðinn......... æ þetta eru kannski aðeins of heimspekilegar hugsanir fyrir svona sólríkan dag. Best að fara að gera eitthvað af viti svo maður geti komist aðeins út í sólina á eftir.

fimmtudagur, júní 15, 2006

Erum komin heim frá Ameríkunni. Lentum á Keflavíkurflugvelli í rigningu og roki og fengum í tilefni góðs veðurs að ganga frá vélinni og út á völlinn og svo inn í flugstöðina. Ótrúlega hressandi svona klukkan 6 að morgni:) En síðan við lentum hefur hressleikinn ráðið ríkjum og er ég mjög stoltur eigandi nýrra hlaupaskóa sem hafa verið notaðir bæði í gær og í dag, ég er mjög stolt af sjálfri mér;)
En er farin að hlakka til helgarinnar því við erum að fara vestur á/í (er ekki alveg viss hvort maður segir) Bolungarvík í brúðkaup hjá Katrínu og Steinari. Vííííí þetta verður svo gaman. Vona bara að veðrið verði líka jafn skemmtilegt svo maður geti nú verið í kjólnum sem keyptur var spes fyrir þetta tilefni í Ameríkunni. En svona miðað við veðrið hérna þá held ég að ég verði að vera svoldið þjóðleg og vera í lopapeysu yfir kjólnum svo ég frjósi ekki:)

föstudagur, júní 09, 2006

The image “http://www.stritsidis.gr/images/downloads/wallpapers/shower%20umbrella/shower%20umbrella%201280x1024.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Sidustu tvo daga er buid ad rigna alveg villt og galid. Um leid og tad for ad rigna ta komumst vid ad tvi ad ALLIR New York buar eiga regnhlif og teir nota taer ospart. Tad versta vid allar tessar regnhlifar er ad tad eru svo margir naestum bunir ad stinga ur manni augun og einni tokst ad kraekja i eyrnalokkinn minn to svo ad eg vaeri med hettu a hausnum. Teir eru klarir tessir NY buar:) I Ameriku er flest allt stort eins og um daginn keypti eg mer halfsliter koka-kola plastflosku en tegar eg var halfnud med hana ta fannst mer eg vera buin ad drekka svo mikid midad vid hvad eg var buin med litid. Ta for eg ad lesa utan a floskuna og sa ad tetta var engin halfsliters flaska heldur 591 ml takk fyrir. En to svo ad her se flest allt stort og mikid ta a eg samt i vandraedum med ad fa sko a mig, skil tetta ekki alveg.

Vid Oli forum upp i Empire state bygginguna nuna i vikunni og tegar vid vorum komin upp a 86. haed tar sem utsynispallurinn er ta var audvitad fullt af folki tar. Ta kom ser vel ad vera havaxinn tvi madur horfdi yfir hina til ad sja yfir borgina og sa allt sem madur vildi og turfti ekkert ad troda ser fram fyrir einn ne neinn. Tad er ekki alltaf slaemt ad vera stor;)
Svo er subway kerfid herna alger snilld, madur sest upp i lest og er komin a afangastad eftir nokkrar minutur. Reyndar getur verid leidinlegt ad vera a ferd a haannatima tvi ta tarf madur ad troda ser eins og sardina i dos. Reyndar var eg svo heppin i gaer tegar eg var ad fara heim ta kom ein lest sem var jafn trodin og sardinudos og enginn for ut en nokkrir reyndu ad troda ser inn. Mer datt ekki til hugar ad reyna ad troda mer to ad eg vaeri ad verda of sein heim i mat. Eg akvad sem sagt ad bida adeins og athuga hvernig naesta lest yrdi. Viti menn um 1 minutu seinna kom onnur sem var halftom og eg fekk meira ad segja saeti og alles.

Reyndar er eitt sem er mjog ruglingslegt og tad eru fatastaerdirnar tar sem teir notast vid ameriskar staerdir. Af hverju er ekki haegt ad hafa bara eitt fatastaerdarkerfi i ollum heiminum ta tarf madur ekki alltaf ad taka med ser nokkrar staerdir af hverju inn i matunarklefann. Ja eg geri tad yfirleitt tvi mer finnst lika vera mismunandi staerdir milli buda, gersamlega otolandi. Ja madur er nu buinn ad kikja inn i nokkrar budir og er eg serstaklega anaegd med hvad tad eru margar H og M budir herna. Taer eru naestum tvi a hverju horni eins og starbucks;)

Eg er buin ad sja eina fraega manneskju en tar sem eg er frekar slow stundum ta turfti Oli ad benda mer a hann og segja mer hver tetta var. Fraegu folki lidur orugglega vel i kringum mig tvi eg tekki ekki mikid af folki svona an tess ad vera bent a tad, gaeti tad verid ljosaharid? En ja ta var tetta Chris Klein sem lek i American Pie myndunum. En annars hef eg ekki tekid eftir fleirum to svo ad einhver fraegur sem eg man ekki lengur hvad heitir gekk vist framhja mer og Beggu medan vid vorum i SATC turnum. Sem eg segi eg tek ekki eftir tessu folki en kannski er tad vegna tess hvad tad er mikid af folki herna til ad horfa a:)

The image “http://www.dyslexia.org.il/famouspeople.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

mánudagur, júní 05, 2006

Skemmtileg helgi ad baki........a laugardaginn rigndi allan daginn tannig ad vid notudum hann i ad rolta um i SOHO hverfinu og kikja i nokkrar budir tar. Regnhlifarnar sem vid keyptum okkur komu ser ad godum notum tennan daginn. Um kvoldid forum vid a itrottabar, ESPN-Zone, til ad strakarnir gaetu horft a korfuboltaleik i beinni. Ja eg gleymi ad segja ad vid vorum med Samma og Beggu, en hann er med Ola i korfuboltalidi. Eftir ad leikurinn var buinn forum vid ad rolta um a Broadway i leit ad einhverjum skemmtistodum. Fundum einn ad lokum og settumst tar inn og fengum okkur bjor. Akvadum sidan ad kikja a efri haedina tvi vid heldum ad tar vaeri dansgolf og vid gaetum adeins hrisst a okkur rassinn i takt vid tonlistina. En ta var einkasamkvaemi a efri haedinni tannig ad vid mattum ekki fara upp. Vid stodum bara vid stigann og vorum ad raeda hvad vid aettum ta ad gera tegar einhver gaur kom og sagdi ad vid maettum fara upp ef vid myndum kaupa bjor tar, tannig ad vid akvadum ad kikja upp og fa okkur einn bjor tar. En tegar upp var komid saum vid ad vid vorum komin i Indverskt party og vid vorum eina hvita folkid tarna inni. Tad var bara spilud indversk tonlist og allir i tvilikri sveiflu a medan vid reyndum ad dilla okkur i takt vid tonlistina en eg held ad vid hofum litid ut eins og frostpinnar vid hlidina a tessum svaka donsum hja indverjunum. En mer leid eins og eg vaeri i einhverri Bollywood mynd tvi dansarnir voru tvilikir, en tetta var mjog fyndid ad vera tarna og horfa a menn med turban a hofdinu ad dansa:)

I gaer forum vid Begga sidan i Sex and the City ferd um borgina sem var mjog skemmtileg. Nuna hef eg setid a troppunum tar sem Carry atti heima;) en konurnar sem voru i tessari ferd voru mjog fyndnar og taer kunnu taettina alveg utan ad og mundu alls konar smaatridi ur tattunum. En tetta var mjog skemmtilegt og madur fekk ad smakka Cosmo eins og gellurnar ur SATC voru alltaf ad drekka. Eftir tetta hittum vid strakana og kiktum sidan a frelsisstyttuna og hun er miklu minni en eg helt en samt voda fin. Sa sidan gydinga-utibrudkaup tar verid var ad kyrja fyrir brudhjonin, soldid odruvisi en madur er vanur ad sja.
Um kvoldid forum vid sidan a stad sem heitir Hooters en tad var mjog fyndinn stadur, serstaklega buningarnir sem tjonustustulkurnar turfa ad vera i, mjog unflattering buningur. Kitkum sidan a pobb til ad fa okkur sma bjor fyrir svefninn en ta kom tar amerikani sem baud okkur upp a staup og bjor og sagdi okkur fra glatada blinda stefnumotinu sem hann hafdi verid a. Tessi date menning herna i ameriku er mjog fyndin.

föstudagur, júní 02, 2006

Hallo hallo,
Ta erum vid komin til New York. Madur turfti ad gefa fingrafor vid komuna til landsins og tad var tekin mynd af manni og alles. Vid settumst sidan upp i gulan leigubil og hann brunadi af stad inn i borgina. I gaer forum vid sidan a roltid i baeinn en tad var rumlega 20 gradu heitt og alveg svakalega rakt. Vid forum nidur ad Ground Zero og skodudum svaedid tar sem Tviburaturnarnir voru og tetta er ekkert sma stort svaedi. Sidan gengum vid adeins um China Town og Little Italy og kitkum inn i eina bud sem var risa stor og endalaust af folki inni i en audvitad fann madur eitthvad nitsamlegt til ad kaupa;)
Um kvoldid forum vid svo med fraenda hans Ola og fjolskyldu ut ad borda a mjog kosy stad. Vid fengum bord a nedri haed veitingastadarins, sem var nidri i kjallaranum og allt leit mjog vel ut. Vid pontudum okkur mat og fengum forrettinn innan skamms. En tegar vid vorum ad klara forrettinn ta for allt i einu ad flaeda vatn yfir allt golfid og a orskommum tima ta var golfid a floti, svona um 2-3 cm hatt vatn yfir ollu golfinu. Ta for allt i einu ad rigna svona mikid uti ad vatnid flaeddi bara ut um allt. Vid hlogum nu bara ad tessu og serstaklega hlogum vid ad konunni a naesta bordi tvi hun stokk upp a stol til tess ad blotna nu orugglega ekki og ennta fyndnara var tegar hun reyndi ad koma ser i burtu med tvi ad ganga a haelunum a sma hahaeludum skom:) Vid vorum bedin um ad faera okkur i sma stund medan teir reyndu ad moka vatninu upp i fotur. Til tess ad hafa okkur god ta gafu teir okkur auka raudvinsflosku og fullt bord af eftirrettum. OMG tetta voru engir sma eftirrettir enda vorum vid oll svo sodd tegar vid forum ad vid eiginlega ultum ut af stadnum. En nuna ta erum vid Oli a leidinni ut a leikvoll med heimasaetuna, erum adeins ad passa hana en tad verdur bara fint tar sem ad tad er sol og gott vedur uti:) See you later