Ríkey

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Það eru allir sammála um það að áfengisverð sé of hátt hér á Íslandi, kannski að við ættum að fara að herma eftir sænsku elgjunum. Ætli að þetta virki :)

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Ég vil óska Eyrúnu ammælisbarni dagsins til hamingju með ammælið;)
Þú færð bara pakka seinna kemst ekki til þín í dag en hafðu það nú samt gott í dag.

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Þvílík keppni í gær í fótboltanum. Þetta var síðasta skiptið fyrir próf og það var skipt í lið fyrirfram og allir í búningum og verðlaun fyrir fyrsta sætið. Þannig að allir voru tilbúnir að keyra næsta mann niður. Og auðvitað fékk maður að kenna á því að vera fyrir fólki því þegar ég kom heim fann ég að ég var eitthvað aum í öðrum fætinum, kíkti þangað niður og hvað haldiði. Það var bara kúla sem stóð út í loftið, hafði víst verið sparkað í mig:)
En því miður þá vann mitt lið ekki en við vinnum bara næst, við vorum samt í öðru sæti.

Það er núna greinilegt að það eru að koma jól því það er sama hvert maður lítur þá eru jólaauglýsingar út um allt. Það er nú samt allt í lagi að komast í smá jólaskap sérstaklega þar sem að það er kominn svona smá snjór. Mæli samt ekki með því að vera á sumardekkjum í snjónum, eins og ég. Í gær ætlaði ég að stoppa því það kom rautt ljós á mig en nei nei ég fór bara að renna og ekkert að gerast þegar ég bremsaði. Tókst þó loksins að stoppa bílinn en þá var ég komin út á mið gatnamótin og ekkert annað að gera en að gefa í og drulla sér yfir áður en að einhver jeppalingurinn kæmi og myndi keyra yfir mig;)

laugardagur, nóvember 22, 2003

Þvílík vísó í gær, ég held að ég hafi sjaldan séð jafn mikið af áfengi í einni ferð og það kláraðist ekki. En það þykir frekar léleg frammistaða þó svo að mikið hafi verið reynt. Þetta hefur þó ákveðna skýringu, en það er að ég var ekki að drekka. Það munar náttla um svona svamp eins og mig. Ég bjargaði bara myndavél vélarinnar og tók mynd af öllu fulla fólkinu. Ég er samt farin að halda að ég sé leiðinleg edrú því það voru allir að reyna að hella í mig áfengi.
Fór svo bara heim í rólegheitin eftir ferðina. Bjó mér til mat, fékk mér bjór og hlammaði mér fyrir framan imbann og glápti á Idol. Núna er það spurningin ætli að íslenski Clay Aiken sé fundinn, hann er allavegana ansi líkur honum strákurinn sem vann í gær.

Ég komst nú í smá jólaskap í morgun þegar ég fór með mömmu í kringluna og verslaði jólagjafir til að senda út til útlandanna. Það var sama í hvaða búð maður fór allstaðar var verið að spila jólalög og auðvitað var komið jólaskraut út um allt. Þetta var nú samt ágætis tilbreyting frá VR2 fyrir utan það að ég sá eitthvað annað fólk en ég sé alltaf. En hvar haldiði að maður hafi endað, nei ekki í ríkinu þó svo að það væri mjög líklegt, heldur er ég komin aftur í VR2 hitt heimilið mitt. Ég kom hingað í þessu pínulitla jólaskapi sem ég var komin í og minntist aðeins á það og sýndi fínu jólasokkana sem ég er í og ég hélt að ég yrði skotin á færi. Greinilegt að það eru fleiri en ég sem þurfa að komast út úr húsi;)

En fyrir ykkur sem viljið komast í jólaskap þá vil ég benda á síðu sem að ég fann á netinu. Þetta er jólasíða og svo er alltaf verið að spila jólalög á létt. En núna haldiði að ég sé orðin klikkuð en það er nú ekkert nýtt eða hvað:)

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Loksins er fyrirlesturinn búinn og gekk vel, en bara eftir að klára skýrsluna. En hver hefur áhyggjur af því þegar að lokaþátturinn af Bachelor er í kvöld. Hvor ætli vinni?? Þetta er alveg magnað hvað allir eru spenntir yfir þessu og allir eru að tala um þetta og allir hafa sína skoðun. Sérstaklega hérna í bekknum mínum, en ætli að maður verði ekki að fylgjast með þessu svo að maður verði viðræðuhæfur á morgun......

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Ég fékk svo gott að borða í gærkvöldi. Pabbi hans Óla átti 60 ára afmæli og það var svaka veisla heima hjá þeim. Maður rétt slapp úr skólanum, dreif sig heim, hoppaði í fínu fötin, setti upp andlit og hljóp af stað í stuðið. Þegar þangað var komið þá var bara að brosa fallega til allra ættingjanna hans Óla. Svo kom að matnum og uhmmm það var svo góð sjávarréttasúpa og gott brauð og freyðivín. Mér fannst eins og það væri komið jólafrí en svo þurfti maður víst að vakna í morgun og fara aftur í skólann. En það er nú bara gaman að vera í skólanum;)

laugardagur, nóvember 15, 2003

Það var mjög gaman að hitta alla sem voru í fáránlegustu búningunum í gær því þeir voru að vona að engar myndir hefðu verið teknar af þeim. En þegar fólk er búið að fá sér aðeins of marga bjóra þá koma bara svona skrautlegar myndir.

Ég og Óli fórum á tónleikana með Todmobile og Sinfóníuhljómsveitinni í gær og þeir voru frábærir. Ekkert smá flott og skemmtilegt. Kíktum svo á fáránleikana þó þeir væru búnir en fólk var á rassgatinu þegar við komum. En besta hárgreiðsla sem ég hef séð í langan tíma á Danni, en því miður á ég ekki til mynd af því. En þá er best að drífa sig í að læra..... aldrei þessu vant;)

föstudagur, nóvember 14, 2003

Það er hræðilegt þega maður er vakinn vitlaust á morgnanna. Ég svaf aðeins yfir mig í morgun en þá ætlaði hann Óli sko ekki að láta mig sofa mínútunni lengur og fór að reyna að koma mér fram úr. Ég var ekki sérlega kát og bað hann að hætta en nei hann var hress og kátur í morgun (yfirleitt er þetta öfugt) og missionið var að koma mér á fætur. Síðan eftir mjög úrillar rökræður af hverju ég mætti kúra aðeins lengur þá fór hann í skólann. Nema á leiðinni út mætir hann mömmu og hvað haldiði jú auðvitað sigar hann henni á mig og ekki var það til að bæta skapið. Sem betur fer varð enginn á vegi mínum næstu mínúturnar eftir að ég dröslaðist fram úr því ég hefði getað ráðið við mannígt naut hefði það verið frammi á gangi þegar þangað kom.
En svo kom ég í skólann og þá batnaði nú skapið því þá var ég komin á minn vanalega stað. Þegar kennarinn byrjaði að kenna þá sá ég eftir því að hafa komið í þennan leiðinlega tíma. Ég held að dagurinn geti nú bara orðið betri úr þessu, vona það að minnsta kosti. Er allavegana að fara á tónleika í kvöld, VEI;)
Þið sem eruð að fara á fáránleikana góða skemmtun, þið hin..... látið ykkur ekki leiðast

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Það er frábært fólk með mér í bekk. Ég ætlaði að fara að fá mér kvöldmat sem var ekki sérlega spennandi þetta kvöldið. En hann átti að saman standa af jarðaberjasúrmjólk og cheerios (sama og kvöldmaturinn í gær) en þá stekkur Fjóla fram og bíður mér hluta af kvöldmatnum sínum, hakk með sveppum og papriku og fleiri grenmetistegundum. UUHHHMMMM gott í magann. En síðan var smá cheerios í eftirrétt, maður má nú ekki sleppa mikilvægustu máltíð dagsins eða hvað..........

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Uhmmm ég fékk piparkökur áðan og bara að finna lyktina þá kom smá tilhlökkun til jólanna. Ég er ekki að verða klikkuð en það verður mjög gott 19.desember því þá klára ég prófin, VEI :) Þá getur maður borðað piparkökur daginn út og inn, drukkið jólaöl og verið í jólaskapi og pirrað alla þá sem eru ekki jafn mikil jólabörn og ég. Vííííí...........

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Vei ég er að fara í á tónleika á föstdaginn með Sinfoníuhljómsveitinni og Todmobile. Ég hlakka mikið til. Loksins er maður að fara að gera eitthvað menningarlegt, þó svo að vísindaferðir séu nú ansi menningarlegar.......

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Hefuru einhvern tímann verið pirruð á að fá ekki að keyra, þá mæli ég með þessu. Maður verður að prófa þetta:)

Hefur einhver einhvern tímann heyrt talað um manneskju sem er meira vaxin að ofan en neðan???? Einhver hélt að um górillu væri að ræða... en ég veit ekki.

laugardagur, nóvember 08, 2003

Afmælisbarn dagsins er ÓLI.
Til hamingju með afmælið Óli!!!!
Ég hlakka svo til að fara í partýið í kvöld og hitta alla vini mína sem ég hef ekki hitt í langan langan tíma. Svo fæ ég svo gott að borða og drekka.
En best að drífa sig að læra svo ég geti farið heim og gefið ammælisstráknum gjöfina sína;)

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Hvað er málið að maður vakni eins og boxari, með sokkið auga og getur varla séð. Ég fór á klósettið hér í VR2 sem er nú ekki í frásögur færandi nema hvað ég fékk mikið að svona sympathy augnagotum frá fólki sem að ég mætti og það heldur ábyggilega að ég hafi verið lamin. Þetta er alveg frábært. Ég gæti ábyggilega fengið hlutverk í næstu Rocky mynd;)

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Hvað er málið með snjóinn í dag. Ég lagði af stað að heiman og ég held að ég hafi bara runnið alla leið í skólann og sem betur fer þurfti ég aldrei að bremsa, það hefði ekki endað vel. En svo seinni partinn var okkur boðið í heimsókn til Samskipa. Byrjuðum á að fara í smá rúnt um svæðið og skrifstofurnar og svoleiðis. En svo endaði þetta í þvílíkri veislu með samlokum, snittum, bjór, hvítvíni og gosi. UHMMMM gott gott og til að toppa þetta allt þá fengum við gjafir þegar við fórum, þennan fína tölvubakpoka. Ef þetta er ekki góður þriðjudagur þá veit ég ekki hvað.

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Fór í mjög skemmtilegt innflutningspartý hjá Silju og Kristjáni og svo í bæinn. En það lá nú svona beint við því þau búa nú einu sinni í miðbænum. En ég held að ég hafi næstum hlotið alvarlegan skaða af völdum kulda. Ég er bara heppin að hafa alla puttana ennþá.....brrrrr....

laugardagur, nóvember 01, 2003

Þvílíkt skemmtileg haustferð í gær. Fórum fyrst í Svartsengi að skoða hitaveituna, svo í sund í Grindavík og loks út á völl að skoða flugvél Flugleiða. Hálfgert svindl að við fengum ekki að fara til útlanda. Því næst var haldið til Hafnarfjarðar og borðað. Þar komu í ljós hinir ýmsu hæfileikar fólks við matarborðið, eins og að borða hamborgara með franskar í nefinu og kokteilsósuát. Mæli ekki með þeirri keppni:)
Maður dansaði síðan út í eitt. Vil benda ykkur á það að gólfið á Hverfisbarnum er mjög hart. Hausinn minn fékk að prófa það, þökk sé Danna dancer.