Ríkey

sunnudagur, janúar 25, 2004

Helgin að verða búin enn einu sinni. Þessar helgar líða alltaf of fljótt. En fór í gær á plötusmíðanámskeið og það var nú bara gaman á þessu námskeiði. Vonandi verður jafn gaman á þriðjudaginn þegar ég fer aftur. Fékk reyndar smá höfuðhögg þar sem að Stebbi var að reyna að sýna mér hvernig einhver klippivél virkaði en í staðinn þá sleppti hann handfanginu sem skall á hausinn á mér og ég fékk ílanga kúlu á hausinn. En held að ég hafi ekki misst neinar heilasellur við það, eða vona allavegana ekki því ég má eiginlega ekki við því;)
Svo var í dag verið að reikna heimadæmi í greiningu 4 allan daginn. Alveg magnað hvað tíminn getur liðið hratt. Held að ég nenni ekki að hanga lengur í tölvunni, en þangað til næst hafið það gott.......

föstudagur, janúar 23, 2004

Ég var ekkert smá góð í morgun. Í tilefni bóndadagsins þá færði ég Óla morgunmat í rúmið. Ég meira að segja vaknaði löngu áður en að ég þurfti að vakna bara til að vera góð við hann.
En á morgun er ég að fara á plötusmíðanámskeið og smíða verkfærakassa. Vona að það verði gaman, allavegana ágætis tilbreyting frá bókunum:)

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Skoðið þetta og hafið hátt stillta hátalarana. Þetta er reyndar á útlensku og ekki textað en myndirnar tala sínu máli. Passið ykkur bara að pissa ekki í ykkur;)

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Fór í dag til læknis og komst að því að ég er með ofnæmi fyrir sjálfri mér. How pethetic is that!!! Ég er opinberlega gölluð;)
Á einhver varahluti í gallagrip eins og mig???

mánudagur, janúar 19, 2004

Jæja greinilega ekki nógu dugleg við að skrifa því það er akkúrat vika síðan ég skrifaði síðast. En ég vil bara óska öllum afmælisbörnum síðustu viku til hamingju með afmælið. Svo vil ég óska Önnu og Gretti til hamingju með litla strákinn sem þau voru að eignast:)
En síðasta helgi var snilld. Byrjaði á mjög góðri vísó í verkfræðingafélagið. Þaðan var svo haldið heim til mín í Idol áhorf, en það breyttist mjög fljótlega í partý og hafði "góða" veðrið þau áhrif á fólk að allir urðu dansóðir. Það sáust áður óþekktir danstaktar hjá fólki. Þegar leið að því að fólk ætlaði að halda heim á leið þá áttaði það sig á því að það var fast í fjöllunum og nánast engir leigubílar á ferðinni en að lokum tókst þó öllum að komast heim.
Laugadagurinn var svo tekinn með trompi, eða það var að minnsta kosti planið. Ég endaði þó á því að gera ekki neitt og leið reyndar alveg ágætlega, þó svo að heimadæmunum mínum hafi ekki vegnað jafn vel. Svo endaði dagurinn náttla á því að það var haldið smá partý.
Sunnudagurinn var þó öllu betri þar sem að TMC kom um hádegi og við gerðum heimadæmi. Svo hófst mikil skemmtun þegar við fórum að horfa á video sem ég tók á föstudagskvöldið. Það fengu allir krampa í magann af hlátri enda ekki á hverjum degi sem maður sér þvílík danstilþrif.
Endaði svo helgina á því að fara í bíó á The Last Samurai. Mynd sem kom mér bara skemmtilega á óvart. Hélt að mér myndi finnast hún leiðinleg en hún var bara þrusugóð.
Ég er eiginlega bara farin að halda að allt þetta útstáelsi um helgina hafi veitt mér aukna orku því ég mætti í skólann í dag klukkan 8 þó svo að ég eigi ekki að mæta í tíma fyrr en klukkan 9:30, já ég veit að ég er klikk;)

mánudagur, janúar 12, 2004

Jæja gleðileg jól og nýtt ár og allt það. Því miður er mjög gott jólafrí búið en það þýðir bara eitt: SKÓLI:) Auðvitað er allt komið á fullt og heimadæmi í öllu.
Vantar einhvern sófa??? Við vorum nebbla að fá gefins sófasett þannig að við þurfum að losa okkur við okkar. Mér fannst bara eins og ég væri komin heim til einhvers annars þegar nýi sófinn var kominn, það var svo mikil breyting. Sem er gott.
En heyrumst síðar;)