Ríkey

laugardagur, apríl 29, 2006

Í gær var gott vorveður en í dag er gott próflestrarveður. Verð að viðurkenna að ég er ánægð með þessa rigningu í dag því þá er mun auðveldara að halda sér við námsefnið:)

Það er alveg magnað þegar mann dreymir eitthvað raunverulegt og þegar maður vaknar þá er maður ekki alveg viss hvort það gerðist í alvörunni eða ekki. Bara svona smá pæling, því eftir að hafa hugsað málið aðeins í morgun þá var ég að fatta að símtal sem ég hélt að hefði átt sér stað í gær var bara hluti af draumi síðustu nætur. Magnað hvað maður getur verið klikkaður stundum, er samt ekki frá því að það tengist eitthvað próflestri, hehe:)

mánudagur, apríl 24, 2006

Hvað var málið með þennan snjó í morgun......ég sem hélt að það væri komið sumar, en það hefur greinilega ekki náð upp í fjöllin:) En þegar ég var að skafa af bílnum í morgun þá fór ég að tala við konuna sem var að skafa af bílnum við hliðina á. Sú býr í kjallaranum við hliðina á mér og er búin að leigja þar í nokkur ár en svo þegar við vorum búnar að tala saman í smá stund þá spyr hún: "Varstu að flytja hingað?" Humm fer ekkert fyrir mér eða er ég bara svona not memorable? Maður spyr sig þar sem að ég hef nú búið þarna alla mína ævi, ja fyrir utan þann tíma sem ég hef verið í þýskalandi. En mér fannst þetta reyndar alveg bráðfyndið sérstaklega þar sem að konugreyið vissi ekkert hvað hún átti að segja til að reyna að bjarga sér. En ætli hún heilsi mér ekki alltaf héðan í frá, hehe;)

En ég er búin að komast að því að heilinn í mér hann fer í shut down milli 13:30 - 15:30 og á þessum tíma þá ætti ég helst að vera upp í rúmi að leggja mig. En það er einmitt þessi tími núna og það er líka einmitt þess vegna sem að ég er að blogga en ekki að læra, ég bara get ekki lært núna. Ég dotta bara alltaf. Skil þetta ekki........ en svo í gærkvöldi gat ég lært eins og óð manneskja til 1:00 í nótt. Hummm er það kannski málið að ég svaf ekki nógu mikið og ég er að taka þreytuna út núna eftir hádegi. En þetta er bara búið að vera svona síðustu dagana og ég er nú ekki alltaf búin að fara seint að sofa. En best að fara að reyna að læra með hálfsofandi heila og augu sem lokast alltaf af og til;)

föstudagur, apríl 21, 2006

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn:)
Er nokkuð til betri leið að byrja sumarið á en að fá kvef og hálsbólgu, neibb hélt ekki. Fór í gær upp á hálendi með skólanum og skoðaði nokkrar virkjanir og nokkrar stíflur og nokkur lokumannvirki en þetta var mjög gaman(ég veit að ég er nörd). En svo er bara stífur lærdómur framundan, það er allavegana planið:)

mánudagur, apríl 10, 2006

Ég held að ég sé í alvarlegu sykursjokki..... Helgin var ekki notuð í hollustu heldur var þetta einhver mesta óhollustu helgi í langan tíma. Jább þar sem maður varð nú árinu eldri um helgina þá skellti ég í nokkrar kökur og bauð familíunni í kaffi. Ég og Óli erum síðan búin að lifa á afgöngum og í dag þá langar mig bara í gos og nammi og ekki í neitt sem er hollt. Þetta er alveg magnað hvað sykurinn getur haft mikil áhrif á mann.

Var í tíma í morgun og þegar u.þ.b. 10 mín voru liðnar af tímanum þá læddist inn strákur og settist aftast. Ég kannaðist ekki við strákinn og fannst hann líka vera soldið skrítinn í framan þegar hann fór að hlusta á kennarann. Hann var sem sagt í vitlausri stofu greyið, en hvað gerði hann......já hann þorði ekki öðru en að vera allan tímann og hlusta á fyrirlestur sem á hann ætlaði ekkert að hlusta á.

föstudagur, apríl 07, 2006

Enn einn föstudagurinn kominn, sem er nú samt bara alveg ágætt. Ég var að fletta í gegnum eitt af þeim ágætu slúðurblöðum sem gefin eru út á Íslandi og rakst á það hvernig maður fær rass eins og J.Lo og þar voru útlistaðar nokkrar æfingar en svo komu eftirfarandi heilræði:

1. Gerðu rassæfingar við skrifborðið í vinnunni.
2. Drekktu nóg af vatni, það kemur í veg fyrir appelsínuhúð.
3. Taktu stigann í stað lyftunnar, ókeypis rassæfing.
4. Notaðu stigvél eða hjól í ræktinni í stað hlaupabrettisins, þannig þjálfaru rassvöðvana frekar.
5. Gakktu í vinnuna ef það er mögulegt, þannig brenniru líka fitu af rassinum og maganum.

Ég fór bara að velta því fyrir mér ætli J.Lo noti frekar stigann en lyftuna eða að hún gangi í vinnuna, hummmmmm..........
En mér fannst þetta samt soldið fyndið því ég hélt að ráð 2, 3 og 5 væru nú bara svona almenn heilsuráð sem gefin eru öllum hvort sem fólk vill fá rass eins og einhver frægur eða ekki. En já það er gott að maður lesi svona merkilegar bókmenntir þegar skólabækurnar bíða:)

En í gær á leiðinni heim þá þurfti ég aðeins að koma við í einni búð í Kringlunni og ákvað fyrst ég var nú á annað borð komin að rölta einn hring í búðunum. Þegar ég kom inn í eina fatabúð þarna þá heyrði ég samtal búðarkonunnar og viðskiptavinarins(kona). Nema hvað að viðskiptavinurinn var að leyta sér að vesti í nokkuð ákveðnum lit og búðarkonan dregur aumingja konuna út um alla búð og sýnir henni allt sem í boði er í búðinni og ekkert er í réttum lit, að mati konunnar. Og þegar búðarkonan sér að hún að alveg að fara að missa konuna út úr búðinni án þess að kaupa neitt þá fer hún að segja henni hvernig þær í búðinni noti vestin sem þær selja og fór að setja alls konar boli undir vestið til að sýna hversu flott það væri nú en konan hafði tekið það fram að hún ætlaði að nota vestið yfir skyrtur. Á þessum tímapunkti var ég búin að skoða allt í búðinni og sá ekkert sem mér fannst flott þannig að ég dreif mig út áður en brjálaða sölukonan kæmi til mín. Ég skil ekki af hverju þarf manni að finnast allt flott sem búðarkonunni finnst flott, af hverju er búðarfólk að reyna að troða upp á mann einhverju sem maður vill ekki??? Ég veit ég veit að búðarfólkið er auðvitað bara að reyna að selja eins mikið og það getur. En hefur það enga samvisku!!! Það sendir fólk út úr búðunum með þvílíkt ljót föt í pokanum og fólkið er alveg sannfært um að það líti rosavel út í þessu. Kannski á maður ekki að vera að gagnrýna þetta þar sem maður er nú enginn tískugúru og kannski er maður bara einhver halló gella úr breiðholtinu, hehe;)

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Ég hélt að það væri farið að styttast í vorið en greinilega þá ætlar þetta margumtalaða páskahret að sýna sig aðeins. En það styttist nú samt í vorið þar sem að það er nú kominn Apríl og dagarnir farnir að flýta sér helst til mikið. Annars gengur lífið nú sinn vanagang og ekkert merkilegt gerist. Nema í gær var ég að gera einum meistaranema hérna greiða og kenndi fyrir hann einn tíma og ég er alltaf að verða meira og meira sannfærð um að ég sé hræðilegt kennaraefni. Væri kannski betri ef að ég myndi æfa mig pínu en ég held að ég haldi mig bara við að vera nemandi, fer mér betur;)