Ríkey

laugardagur, júlí 31, 2004

Verlsunarmannahelgin byrjar vel. Dagurinn í gær fór í löngutímabær þrif á íbúðinni og svo í allskonar stúss sem hefur setið á hakanum. Settist svo í gærkvöldi fyrir framan imbann og svona í tilefni þess að það er verslunarmannahelgi þá fékk ég mér einn bjór. Var svo ótrúlega dugleg og fór snemma að sofa og vaknaði nokkuð hress í morgun og fór að læra. Er bara ánægð með að veðrið sé ekki betra því annars væri svo mikil freisting að fara út og gera eitthvað skemmtilegt. Ákvað núna aðeins að kíkja á netið og sjá hvort að einhver hefði svarað mér út af íbúðamálum í Karlsruhe. Haldiði að það hafi ekki beðið mín meil frá strák sem er úti og hann var að segja mér frá þessari þvílík vel staðsettu íbúð sem er laus. Akkúrat það sem mig langaði að heyra og vonandi að þetta gangi upp því það er búið að vera svo leiðinlegt að leita því við höfum ekki fundið neitt. Best að hringja í Hafrúnu og updeita hana á stöðunni og sökkva sér svo aftur ofan í straumfræðina.
Þar til næst,
lestrarhesturinn;)

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Það er ótrúlegt hvað vinnan sparar manni peninga. Já sparnaðarráð dagsins í dag varð til þess að mig langaði ekkert í kvöldmat. Þurfti nebbla að fara ofan í skurð og hreinsa frá skólpröri sem er í fullri notkun en einn gröfumaðurinn rakst í það með gröfunni sinni og braut það. Þetta var rétt áður en að við hættum að vinna og við það að sjá kúkinn fljótandi þarna og allann klósettpappírinn þá varð ég allt í einu ekkert svöng. Sérstaklega ekki eftir að lyktin gaus upp:(=  ógeð ógeð ......   en það er nú samt merkilegt hvað flýtur um þessar lagnir eins og þarna kom fljótandi cheerios, laufblöð af svona stofublómi og svona ýmislegt sem að fólk setur í klósettið greinilega. Þannig að ef að þið hafið ekki efni á kvöldmat nú eða viljið fara í megrun farið þá bara að fikta í skólpinu, mæli nú samt ekki með því.
Núna er það ákveðið að ég verð ein í heiminum um verslunarmannahelgina. Óli er nebbla að fara til Eyja. En ég fer bara á næsta ári, hver vill koma með mér þá????? En ætli það sé ekki bara best að vera einn heima svo maður fái frið til að læra. Já vei læra, núna er bara einn dagur eftir af vinnunni og svo bara læra veiveiveivei. Það verður svaka djamm þegar prófin eru búin en þangað til þá verður bara bros á vör og bókin föst við ennið. Hef ákveðið að verða ofurjákvæð og athuga hvort það hjálpi ekki til við lærdóminn. Ætli að það virki ef að maður byrjar daginn á því að horfa á sjálfan sig í speglinum og segja: "Þú ert frábær, þú getur allt"......... nei bara svona að pæla hvort að maður sé kannski orðinn bara ruglaður, en fyrir utan það þá get ég náttla allt bara ef að ég nenni því. Er nebbla með króníska leti....verst að það er ekki til neitt við þessu.

mánudagur, júlí 26, 2004

Jæja loksins tókst það. Ég var bara nokkuð dugleg að læra um helgina og framundan er mesta lærihelgi ársins já sjálf verslunarmannahelgin eða námsmannahelgin eins og ég kýs að kalla hana;) Þeir sem vilja koma í námsbókapartý eru velkomnir með bækurnar sínar heim til mín um helgina, þið hin góða skemmtun ef þið farið á einhverja ölhátíð. Ég er bara byrjuð að skipuleggja næstu verslunarmannahelgi, Óli heldur að núna sé ég endanlega farin yfirum.
Komst að því um helgina að það er ekki alveg eins auðvelt og ég hélt að finna íbúð í öðru landi. Ég og Hafrún gerðum heiðarlega tilraun til þess að finna íbúð úti í Karlsruhe en nei gekk ekki svo vel. En erum nú samt ekki búnar að gefast upp. Ég meina í versta falli gistum við nokkrar nætur á lestarstöðinni, hljóta vera mjúkir bekkir þar;)
Annars er voða lítið nýtt að gerast hjá mér nema þetta er síðasta vikan í vinnunni, í bili a.mk. veivievi bara læra í Ágúst. Þann 24. ágúst verður mikill gleðidagur í mínu lífi, því þá eru prófin búin. En bókin les sig víst ekki sjálf.
Adios amigos;)

föstudagur, júlí 23, 2004

Var að kaupa mér flugmiða út til Þýskalands. Þar með er það ákveðið að ég fer út 18.sept.  Mér finnst þetta samt eitthvað svo fjarlægt að ég skuli vera að fara að flytja til útlanda og það bara eftir tæpa tvo mánuði. Ég og Hafrún ætlum að hittast á morgun og leita okkur að íbúð í gegnum netið. Vona að það gangi vel annars verðum við bara á götunni fyrstu dagana. Það vill til að það er yfirleitt gott veður þarna á haustin. Týpískt að það breytist bara af því að ég er að koma;) Nei best að hugsa ekki svona.
Fór áðan að leita mér að nýjum gleraugum og það er ekkert grín. Maður sér kannski eina umgjörð sem lítur vel út í hillunni, setur hana svo á sig og lítur í spegilinn en hvað þá.... þá sé ég bara ekki neitt nema halla mér alveg upp að speglinum og gretta mig pínu. Þá sé ég samt bara eitthvað greppitrýni horfandi á mig í gegnum einhver skítug og skrítin gleraugu. Endaði nú samt á því að finna nokkrar umgjarðir og fékk þær lánaðar heim yfir helgina. Þannig að ykkur er velkomið að koma í heimsókn til mín um helgina og segja ykkar álit. Veit nebbla ekki alveg hvað ég vil.
En núna ætla ég að fara og hvíla mig eftir erfiðan dag. Hélt á tímabili að ég myndi rigna niður því það var eins og það hefði verið hleypt úr sundlaug rétt fyrir ofan hausinn á manni. En á bara eftir að vinna eina viku í viðbót og er svo komin í hið stórskemmtilega upplestrarfrí fyrir haustprófin, veivivievie......

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Vá júlí æðir alveg áfram og er bráðum búinn. En mér hefur þó tekist að afreka hluta af því sem að ég ætlaði mér. Ég er byrjuð að læra og ég fór Fimmvörðuhálsinn. Já síðusta laugardag hittist vaskur hópur á umferðarmiðstöðinni í glampandi sól og steig upp í áætlunarbíl. Við stigum síðan út úr honum á Skógum og við vorum varla búin að hreyfa okkur eitt hænufet þá byrjaði að rigna smá. Þannig að allir drifu sig að borða og klæddu sig í regnfötin. Svo var haldið af stað og strax eftir fyrstu brekkuna þá var farið að afklæðast aftur. Þetta var þó skammgóður vermir því fljótlega þurftum við að fara í regngallann aftur. Eftir því sem nær dró hálsinn þá varð þokan þykkari og þykkari. Við sáum síðan orðið mjög takmarkað. Við gengum framhjá fallegum gljúfrum (okkur var sagt frá þeim) og loks komum við að þeim stað þar sem við héldum að mesta erfiðið væri búið, þ.e. að eftir það væri allt niður í móti. En nei það var ekki alveg þannig og er ég eiginlega fegin að það var þoka þannig að ég sá ekki allar brekkurnar sem ég átti eftir að ganga. En þegar við fórum nú að fara niður í móti þá var það ekkert smá bratt. Eftir því sem að við nálguðumst Þórsmörk meira þeim mun meira fór að rigna og þegar við komum þangað loksins vorum við svo blaut að það hefði mátt halda að við hefðum hent okkur í Krossá. Allir voru nú orðnir þreyttir, svangir og blautir. Þetta lagaðist þó fljótt því niðri í mörk biðu mamma og pabbi eftir okkur með allt dótið okkar og það var allt þurrt. Þannig að við drifum tjöldin upp og viti menn að um leið og síðasta hælnum var stungið í jörðina þá hætti að rigna:) veiveivie
Fórum svo í sturtu hvert á fætur öðru og þó svo að þetta hafi ekki verið kröftugasta sturta í heimi þá var hún með þeim betri því manni leið svo vel á eftir. Svo grilluðum við og borðuðum þvílíkt góðan mat. Við ætluðum nú svo að djamma þvílíkt en þreytan var farin að segja til sín sérstaklega eftir 2 hvítvínsglös og svo 2 bjóra. Ég þurfti ekki meira þetta kvöldið. Þó voru  sumir aðeins duglegri en ég og djömmuðu eitthvað áfram. Vöknuðum frekar hress daginn eftir og fórum út í sólbað og fengum okkur Brunch. Þegar fór að líða að heimferðatíma þá áttuðum við okkur á því að við værum að fara með allt of mikið af áfengi heim aftur þannig að allir fengu sér a.m.k. einn bjór enda gekk mjög vel að taka saman;)
Rútuferðin heim tók fulllangan tíma fyrir minn smekk, en áætlunarbílar stoppa víst á ansi mörgum stöðum. Maður er nú sem betur fer ekki oft að ferðast með svona áætlunardóti.
Það er alltaf jafn gott að koma heim til sín og sérstaklega þegar maður er svona þreyttur. Ég átti von á því að ég gæti ekki hreyft mig eftir allt þetta erfiði, sérstaklega þar sem að lítið fór fyrir teygjum. Þegar maður er allur blautur og þreyttur þá er það það síðasta sem manni langar til að gera, þ.e. teygja. Núna er kominn þriðjudagur og engir strengir komnir þannig að ég held að ég hafi sloppið alveg. Ætli maður verði þá ekki að drepast á morgun úr einhverjum síðbúnum strengjum. Væri nú týpískt.
Jæja best að fara koma sér í háttinn. Þessi kvöld líða svo ótrúlega hratt. Kann einhver leið til að stoppa tímann bara í svona 15-20 mín, bið ekki um meira.......

föstudagur, júlí 09, 2004

Vá það er komin vika síðan síðast. En tíminn hann flýgur bara frá mér þessa dagana, maður er varla kominn heim úr vinnunni þá er maður mættur aftur. En fór í þessa fínu útilegu síðustu helgi í Þrastarlund. Það fór nú samt að rigna aðeins of mikið þegar við fórum að ganga frá en við lifðum það af. Á sunndeginum komum við Óli svo heim í sturtu og svo í tvær veislur og maður borðaði alveg á sig gat. Svo er vikan bara búin að líða allt of hratt. En á morgun byrjar átakið, nei ekki megrun er löngu búin að gefast upp á svoleiðis kjaftæði. Það er læriátakið mitt sem byrjar í fyrramálið. Já núna á að fara að sökkva sér niður í bækurnar, get varla beðið:)
En ætla að slappa af í kvöld og Óli er svo hugulsamur að hann er að elda alveg dýrindismat þannig að ég get slappað af, VEI......

föstudagur, júlí 02, 2004

Ég er ekkert smá ánægð, komin í helgarfrí í fyrsta skipti síðan ég kom heim úr útskriftarferðinni sem ég fæ 2 daga helgi;) Svo er það bara fyrsta útilega sumarsins á morgun, það verður þvílíkt gaman. Erum að fara með bekknum mínum í útilegu. Maður er eiginlega farinn að sakna þessarra vitleysinga þar sem að maður var nú með þeim öllum stundum í útlöndunum. En ég er farin að undirbúa mig, finna tjaldið og svoleiðis.
Later

fimmtudagur, júlí 01, 2004

VEI Óli fékk út úr sveinsprófunum í dag og hann náði, veivievie hann er orðinn rafvirki. Til hamingju elskan;)

En smá framhald af gleraugna veseninu mínu. Fór í morgun með gamla umgjörð og þessa brotnu og ætlaði að láta færa glerin yfir og var búin að hringja og það var sagt að þetta tæki bara 30 mín og yrði gert meðan ég biði. Það var nú aldeilis ekki. Lét reyndar mæla í mér sjónina í leiðinni og maðurinn sem gerði það talaði við mig eins og ég væri 5 ára og hann hreyfði sig líka svo hægt að ég var að geggjast. En svo sagði hann að ég gæti náð í gleraugun á morgun og lét mig bara hafa prufulinsur í staðinn og sagði svo bless. Reyndar ágætt að fá linsur en ég vildi bara fá gleraugun mín:( En það er ótrúlega fyndið hvað maður er með mikla kæki varðandi gleraugun sem ég tek aldrei eftir nema núna þegar ég er ekki með þau. Ég er alltaf að fara að laga þau og þegar ég ætla að klóra mér í augunum þá er ég að reyna að troða puttanum inn undir gleraugun sem eru náttla ekki þarna. Maður er svo klikk.

Fékk próftöfluna fyrir sumarprófin í dag og ég held að ég hafi aldrei fengið jafn góða próftöflu síðan ég byrjaði í háskólanum. Kannski kominn tími til.

En best að fara að hætta þessu röfli og fara að horfa á seinni hálfleikinn Tékkland - Grikkland.
Adios amigos