Ríkey

miðvikudagur, mars 28, 2007

Ég veit ekki en kannski er ég að misskilja tilganginn með því að fara í líkamsrækt en allavegana þá fór ég í leikfimi í morgun, sem er náttla ekki í frásögur færandi nema hvað.........þegar ég kem út og er að labba í áttina að bílastæðunum þá sé ég stöðumælavörð að störfum og það var sko gósen tíð hjá honum í morgun því þarna var bílum lagt út um allt og mikið af þeim ólöglega þrátt fyrir að það væri næg bílastæði en þau voru kannski 100-150m lengra frá innganginum á líkamsræktarstöðinni. Hélt að tilgangurinn með því að fara í leikfimi væri að hreyfa sig en fólk virðist samt þurfa að leggja helst í innganginum. Skil þetta ekki alveg en allavegana hafi þessi stöðumælavörður verið á prósentum þá græddi hann mikið í morgun:)

Sá síðan áðan frétt um rannsókn sem gerð var í útlöndunum um það að menn ættu ekki að sofa í sama rúmi og konan, þeir fengju ekki jafn góðan svefn eins og ef þeir svæfu einir. Einhver doktor í svefnrannsóknum sagði að manninum hefði aldrei verið ætlað að deila rúmi með öðrum, af hverju hefur það þá tíðkast frá örófi alda? En ein af ástæðunum fyrir því að maður ætti ekki að deila rúmi með öðrum væri barningur um sængina - hefur fólk ekki heyrt talað um tvær sængur í einu rúmi - bara svona hugmynd;)

þriðjudagur, mars 27, 2007

Þá víst Lóan komin til landsins en verð að viðurkenna en ég held að hún hafi gleymt vorinu einhvers staðar á leiðinni. Að minnsta kosti brá mér þónokkuð í brún í morgun þegar ég leit út um gluggann í morgun og sá allan snjóinn sem hafði kyngt niður í nótt. Það var nú samt frekar vorlegt í dag þegar ég skrapp niður í bæ, já ég leyfði mér þann munað að kíkja aðeins út í ferska loftið. Reyndar fór ég nú bara því ég þurfti að sinna erindum ekki af því ég hafði svo mikinn tíma aflögu, þvert á móti..... hummmm en ef að ég er svona busy af hverju er ég þá að blogga núna.....well maður verður jú að halda geðheilsunni;)

Fór í morgun í mína árlegu heimsókn til tannsa, hann var hress að vanda. Hann mátti reyndar ekkert vera að því að skoða á mér tennurnar því hann fór að spyrja mig um verkefnið mitt og hann var svo áhugasamur að hann vildi vita meira og meira. Hann hefði ekki skilið neitt hefði hann verið byrjaður að skrúbba á mér skoltinn þannig að hann spurði og spurði þangað til hann áttaði sig á því að ég var komin til að láta yfirfara á mér tennurnar en ekki vera spurð spjörunum úr varðandi verkefnið mitt. Ekki misskilja mig hann mátti alveg spyrja en ég held að ég hafi hitt fáa sem hafa verið jafn áhugasamir um verkefnið og hann tannsi. Hann er samt fínn kall, sérstaklega þegar hann hrósar mér fyrir góða tannhirðu - það þarf lítið til að gleðja einfalda sál eins og mig;)

En talandi um að gleðja mig þá er best að ég snúi mér aftur að verkefninu og haldi áfram að skrifa.

þriðjudagur, mars 20, 2007

Hressleikinn er í fyrirrúmi um þessar mundir, sérstaklega núna í morgun þegar góður vinur minn ákvað að gleðja mig og benti mér á þetta og þetta - ég hló mikið. Gott að byrja daginn á að hlæja - kemur manni vonandi í gírinn. Veitir reyndar ekki af að komast í góðan gír núna þar sem að ég á að skila nokkuð góðu uppkasti af verkefninu mínu til yfirlestrar hjá leiðbeinandanum mínum eftir 6 vikur. Úff finnst þetta eitthvað svo stuttur tími en hlakka samt til þegar þetta verður allt saman búið. Vona að hláturinn áðan losi um ritstífluna sem var ríkjandi hér í gær, ekki góðir dagar þegar það gerist en verður maður ekki að vera bjartsýnn og always look on the bright side of life, dududurududuum;)
Farin að skrifa adios amigos............

miðvikudagur, mars 14, 2007

Allt í plati.......

Ég hélt að það væri byrjað að vora en greinilega þá var það bara allt í plati, veðurguðirnir aðeins að stríða okkur. Verð að viðurkenna að ég hélt að skafan væri allavegana komin í frí en þurfti aðeins að grípa í hana í morgun. Annars er ekkert annað í plati enda platdagurinn 1.apríl ekki ennþá kominn þrátt fyrir að vera bara handan við hornið. Úfff hvað þessir dagar þjóta fram hjá eins og elding og það verður komið að skilum á verkefninu áður en ég veit af. Er bara að rembast við að skrifa þessa dagana og það gengur svona misjafnlega, suma daga þá flæðir frá manni textinn en aðra daga þá á maður í vandræðum með að koma einni setningu niður á blað. Vonandi verður dagurinn í dag góður til skrifta - held að kaffibollinn sem ég var að klára geri gæfumuninn;)

miðvikudagur, mars 07, 2007

Fór síðustu helgi í geggjaða skíðaferð norður á Akureyri - það var alveg geggjað færi enda skíðuðum við út í eitt. Verð reyndar að viðurkenna að ég þarf líklega að fara í kennslu í að fara í T-lyftu. Jább tókst einhvern veginn að klúðra því hvernig maður fer í svoleiðis lyftu en notaði eina ferðina í massívar upphandleggsæfingar;) Set hérna inn tvær myndir úr brekkunum

Óli, Konni og ég nýkomin úr T-lyftunni sem endaði á því að verða besta vinkona mín:)


Svo sýndu Óli, Konni og Kristín að öll dýrin í skóginum eru vinir, grouphug:)

Kíktum síðan aðeins og bara aðeins út á lífið á laugardagskvöldinu en eftir ritskoðun þá var ákveðið að þær myndir væru ekki birtingarhæfar á veraldarvefnum, múhahahahhahaaaa;)