Ríkey

föstudagur, nóvember 25, 2005

Jább þessi vika bara horfin enda búið að vera nóg að gera. Ég er nebbla að fara í próf á morgun, fyrsta lokaprófið þetta árið. Það markverðasta, fyrir utan skólann, þessa vikuna var að ég fór til augnlæknis því ég var farin að taka eftir því hvað sjónin hefur versnað. Stend alltaf og bíð eftir strætó og sé svo á síðustu stundu númer hvað hann er og þá annað hvort hoppa ég aftur inn í strætóskýlið eða hoppa út á gangstéttarbrúnina í von um að vagnstjórinn stoppi. Líka soldið pirrandi að sitja í tímum og sjá ekkert, sérstaklega þegar manneskjan við hliðina á mér spyr hvað standi á töflunni og ég pýri augun og sé samt ekki neitt, þá er alltaf sagt: " já en þú ert með gleraugu" eins og það sé eitthvað sjálfsagt að maður sjái allt þótt að maður sé með gleraugu;) En allavegana þá heldur sjónin alltaf áfram versna og ég vona nú samt að ég endi ekki svona:



















Góða helgi:)

mánudagur, nóvember 21, 2005

Mánudagur einu sinni enn og þar sem að mánudagar geta verið erfiðir þá ákvað ég að taka tröllapróf og finna út hvernig tröll ég er og hvað haldiði:


Partítröll

Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.

Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.

Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.

Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.

Hvaða tröll ert þú?

föstudagur, nóvember 18, 2005

Föstudagsgrín........
já ég ætla að setja inn eina mynd sem mér var send svona í tilefni þess að það er föstudagur.















Góða helgi..............................................

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Tíminn flýgur áfram eins og venjulega og ég tók eftir því í fyrrakvöld þegar ég var á leiðinni heim í strætó að verið var að hengja upp jólaskraut niðri í bæ. Það þýðir bara eitt, jólin eru á næsta leiti. Eftir að hafa áttað mig á þessu fór ég að líta í kringum mig meðan á strætóferðinni stóð og þá sá ég, mér til mikillar furðu, að fólk er byrjað að skreyta húsin sín. Í sumum húsum eru komnar seríur eða annað ljósaskraut í hvern glugga. Sem betur fer eru þetta samt ekki mörg hús. Því mér finnst að maður eigi ekki að skreyta húsin fyrr en aðventan byrjar, og hana nú:) En það er bara mín skoðun. Kannski finnst manni þetta allt of snemmt því undanfarin ár hefur maður ekki séð neitt jólalegt fyrr en 21. desember, eftir síðasta próf. Gæti verið að það hafi haft áhrif á mann að hafa alltaf verið lokaður inni í skóla og lært eins og brjálæðingur nokkur ár í röð og alltaf misst af mesta jólaundirbúningnum. Jólin hafa verið undirbúin á 2 dögum og engin jólakort verið send, sem er náttúrulega ekki nógu gott. Vonandi hefur þetta verkfræðinám ekki breytt manni í Hr. Skrögg!!! Nei ég held að jólabarnið lifi góðu lífi innra með manni. Held meira að segja að ég geti skrifað nokkur jólakort þetta árið þar sem að próftaflan hefur aldrei verið betri:)

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Það er alltaf gott veður í kjallaranum í Fjarðarselinu. Þar ríkir hitabeltisloftslag enda búa þar tvö hitabelitsdýr. Það skiptir ekki máli hvernig veður er úti því þegar maður kíkir út um eldhúsgluggann þá sér maður bara nokkur tré sem eru fyrir utan en ekkert hvernig veðrið er. Þannig að í morgun fór ég út með enga húfu og það var rok og snjófjúk þannig að það var ekki svo góð hugmynd að sleppa húfunni en þegar ég hafði litið út um gluggann rétt áður en ég fór út hélt ég að það væri bara ágætis veður úti. Svo beið ég eftir strætó í rokinu þar sem að búið var að skemma strætóskýlið þá blæs soldið inn í það en mér var samt ekki jafn kalt og grey stelpan sem var við hliðina á mér, maður sá hana skjálfa. En svo kom strætó og þar inni var held ég hitabeltisstormur, það var allt of heitt í strætó. Það er allt í lagi að hafa miðstöðina í gangi en ekki að hafa hana í botni allan tímann. Það mætti halda að það sé soldið erfitt að gera mér til geðs, hehe;)

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Hann á afmæli í dag..........
















Þessi ofurtöffari á afmæli í dag:)

Til hamingju með afmælið elsku Óli og vonandi var kakan góð;)

föstudagur, nóvember 04, 2005

Ég er ekki horfin af yfirborði jarðar þó svo að það hafi ekki heyrst í mér lengi. En ég hef verið very busy undanfarið og aðallega þó við að skemmta mér;) Það byrjaði á þriðjudaginn í síðustu viku að þá fór ég í flugi til Egilstaða ásamt nokkrum öðrum úr skólanum en við fórum með einu námskeiðinu sem við erum í. Þar beið okkar rúta sem flutti okkur svo upp á Kárahnjúka til að skoða allar framkvæmdirnar þar. Þetta eru engar smá framkvæmdir og þvílíkt magnað að sjá þetta allt saman. Eftir að hafa skoðað nánast hvern krók og kima þarna í snjónum þá var haldið niður á Reyðarfjörð þar sem að Alcoa tók á móti okkur og sagði okkur frá álverinu sínu sem þeir eru að byggja. Eftir þann fyrirlestur þá vildi rútubílstjórinn endilega sýna okkur nýju göngin þeirra Austfirðinga og við keyrðum í gegnum þau og aftur til baka svo (í gegnum þau aftur sem sagt). Tókum svo kvöldvélina aftur til Reykjavíkur.
Á fimmtudeginum var svo komið að því að fara aftur í fluvél en þá var ferðinni heitið aðeins lengra eða alla leið til Barcelona. Þetta var árshátíðarferð með vinnunni hans Óla. Við vorum þar frá fimmtudegi til mánudags. Veðrið var mjög gott allan tímann, um 20-25°C hiti sem var mjög notalegt. Við skoðuðum borgina og kíktum örstutt í búðir en verslunaræðið greip fólk af mismiklum krafti:) Á laugardeginum hittum við svo Sóley en ég hef ekki séð hana í nokkur ár held ég. Hún sagði okkur allt um spánverjana og hvað þeir eru slow sem sannaðist á sunnudeginum þegar ég reyndi að senda henni sms en hún fékk það ekki fyrr en í gær, 4 dögum síðar;)
Á sunnudeginum fórum við svo á fótboltaleik á stærsta leikvangi í Evrópu, Camp Nou. Þó svo að ég sé nú ekki mesta fótboltafan sem til er þá fannst mér mjög gaman á leiknum. Þetta er svo risastór völlur og það voru 81050 manns á leiknum og það var ekki uppselt enda tekur þessi leikvangur um 100þús. manns. Alveg magnað mannvirki því það er svo mikið niðurgrafið að það virðist ekki vera nærri því svona stórt utan frá séð.
En svo tók bara alvara lífsins við á mánudeginum og Ísland tók á móti okkur hvítt og fallegt og alveg skít kalt:) En það er nú alltaf gott að koma heim og hitta alla kurteisu Íslendingana sem búa hérna því mér fannst spánverjar vera frekir eða svona flestir allavegana.

Í tilefni þess að það er föstudagur þá ætla ég að setja þetta inn:

Hversu marga í þínu stjörnumerki þarf til að skipta um ljósaperu?

HRÚTUR : Bara einn. Viltu gera mál úr því eða ?

NAUT: Einn, en reyndu að koma nautinu í skilning um að sprungna peran sé ónýt og að það sé best að skipta um hana og að það eigi síðan að henda henni.

TVÍBURI: Tveir, en þeir skipta aldrei um peruna– þeir ræða í sífellu um hver á að skipta um hana, hvernig er best að skipta um hana og af hverju þarf að skipta um peruna !

KRABBI: Bara einn. En það tekur geðlækni þrjú ár að hjálpa krabbanum að komast yfir áfallið og í gegnum sorgarferlið.

LJÓN: Ljón skipta ekki um ljósaperur, en fá stundum umboðsmennina þeirra, Meyjur, til þess að gera það fyrir þau á meðan þau eru úti.

MEYJA: Um það bil 1.000.000 með skekkjumörkunum +/- ein milljón.

VOG: Humm, tvær. Eða kannski eina. Nei, annars höfum það tvær. Ef þér er sama ?

SPORÐDREKI: Þessar upplýsingar eru algert leyndarmál og einungis deilt með þeim Upplýstu í Stjörnusal hinnar Eldgömlu Reglu.

BOGAMAÐUR: Sólin skín, dagurinn er ungur, allt lífið er framundan og þú ert inni, með áhyggjur af einhverri eldgamalli sprunginni peru ?

STEINGEIT: Ég eyði ekki tíma mínum í þessa barnalegu brandara.

VATNSBERI: Sko, þú þarft að minnast þess að allt í umhverfi okkar er hrein orka svo að…..

FISKAR: Ljósaperu? Hvaða ljósaperu?


Góða helgi, gangið hægt um gleðinnar dyr og gerið ekkert sem ég myndi ekki gera.........muahahahahaaaaaa;)