Ríkey

laugardagur, maí 29, 2004

Mesta snilld i heimi er fotanudd. For i rumlega klukkutima langt fotanudd og mer leid eins og eg vaeri komin med nyjar faetur. Tad var ekkert sma mikid dekrad vid mann, rett oll nyjustu sludurblodin, skornir nidur fyrir mann avextir og kveikt a sjonvarpinu. Tvilikt dekur.
En best ad halda afram med ferdasoguna. A midvikudaginn var sidasta fyrirtaekjaheimsoknin en ta forum vid i Asian Institut of Technology. Tetta er eins konar haskoli og tetta var mjog skemmtileg heimsokn. Tad for ad rigna, i fyrsta skipti sidan vid komum til Asiu og engin sma rigning. Helt ad tad aetladi aldrei ad haetta.
Eftir ferdina ta voru allir mjog treyttir tannig ad tad var farid i afsloppun upp a hotel og tar sem ad solin let ekki sja sig ta var akvedid ad hafa video-dag. Vid stelpurnar horfdum a stelpumynd og bordudum nammi. Eftir myndina vorum vid endurnaerdar og forum ta a mestu ferdamannagotuna herna i Bangkok. Tar er ekkert nema turistar en mjog skemmtileg stemming samt sem adur.

A fimmtudaginn var svo buid ad skipuleggja skodunarferd fyrir okkur. Byrjudum a ad keyra ut ur borginni og upp i sveit. Tar stoppudum vid hja einhverju folki og fengum ad sja inn i husid teirra og Thailendingar eru med nanast engin husgogn. Forum sidan i siglingu um syki sem var mjog gaman og endudum a flotmarkadi tar sem folkid var tilbuid ad selja ommu sina, tvilikt agengir solumenn. Hef sjaldan upplifad annad eins. Sidan var farid med okku a enn eitt hladbordid til ad borda hadegismat, held ad allir i ferdinni seu komnir med ofnaemi fyrir hladbordum. Forum sidan a einhverja syningu sem atti ad syna hid typiska lif i thailensku torpi, ekkert serlega skemmtileg syning en skarri en margt annad. Um kvoldid var svo farid ut ad borda i haesta turninum i Bangkok og tar var enn eitt hladbordid. Vid komumst ad tvi ad islendingar kunna ad fara i rod en ekki adrir utlendingar, vid vorum half hissa a donaskapnum i sumu folkinu tarna.

Fostudagurinn byrjadi agaetlega fyrir svona helminginn af hopnum. Vid forum nebbla ad skoda gomlu konungshollina og einhver hof og svoleidis. Tad var alveg extremly heitt og helmingurinn af hopnum var svo tunnur ad tau voru ad deyja. Okkur hinum var bara heitt og var tad alveg nog. Vegna hita og tynnku ta var akvedid ad stytta ferdina soldid tannig ad vid gatum farid upp a hotel i solbad. Helt ad eg myndi grillast en lifdi tad af. Seinni partinn for svo helmingur af hopnum i adra skodunarferd. Tetta var batsferd um a sem rennur i gegnum Bangkok. Saum husin sem rika folkid a og svo hreysin sem fataeka folkid byr i. Svo benti leidsogumadurinn okkur a godan barbique stad. Vid heldum ad vid vaerum ad fara ad fa grilladar steikur og fineri. NEI aldeilis ekki, vid fengum litid grill sem lika var haegt ad sjoda i og vid eldudum matinn okkar sjalf. Tetta var mjog gaman og soldid odruvisi en tad sem madur hefur profad. Eins og sonnum islendingum saemir ta forum vid og fengum okkur is i eftirrett a einhverjum tvilikum isbar, uhmm ekkert sma godur is. Svo af tvi ad tad var nu fostudagur ta var adeins kikt a lifid, tad var nu samt ekkert langt djamm tar sem ad tonlistin fell ekki vel i kramid hja okkur.

I dag laugardag svafum vid svo ut i fyrsta skiptid i ferdinni, ekkert sma gott. Kiktum sidan a einhvern helgarmarkad og tar svitnadi eg sem aldrei fyrr. Tad var ogedslega heitt tarna og madur klistradist vid allt sem madur snerti, ojjjj. Sidan var akvedid ad kikja orstutt i eina verslunarmidstod en tad tok nu adeins lengri tima en radgert hafdi verid svo ad vid komum bara upp a hotel rett fyrir kvoldmat. Hittum krakkana tar sem tau voru a leidinni a Pizza Hut, akvadum ad slast i for med teim. Vid turftum ad fara yfir eina mjog stora umferdargotu og eg helt ad tad vaeri mitt sidasta, en vid rett sluppum yfir an tess ad keyrt yrdi yfir okkur. Bordudum svo yfir okkur tannig ad vid akvadum ad taka Tuk Tuk heim. En tad er bill a 3 hjolum, mjog skemmtileg lifsreynsla en ekkert serlega oruggur ferdamati i tessari gedbildudu umferd sem er herna. Skil ekki af hverju madur hefur ekki lent i arekstri tvi tad keyra allir bara einhvern veginn. Eg er haett ad kvarta yfir umferdinni heima eftir ad hafa kynnst tessu herna.

En nuna tarf madur ad fara ad pakka enn einu sinni tvi a morgun (sunnudag) ta forum vid til Pukhet, vei a strondina. Get ekki bedid eftir ad komast i afsloppun og solbad.
En tangad til naest.
Baejo spaejo
Rikey

þriðjudagur, maí 25, 2004

Jaeja ta er eg komin aftur med aframhald af ferdasogunni sem eg gat ekki klarad i gaer.
Eftir hellaferdina ta var farid upp i storan sjonvarpsturn og utsynid skodad a frekar stuttum tima tvi rutan okkar atti ad vera komin eitthvert annad. Forum svo upp i hina fraegu Petronas tviburaturna. Komumst samt bara upp i bruna sem er milli bygginganna, en hun er bara i 170 metra haed sem var nu samt alveg nog. Tad virkadi samt ekkert svo hatt tvi tad eru svo margar haar byggingar tarna i kring. Strolludum svo upp a hotel ad skipta um fot tvi ferdinni var heitid a Malasisk kvold. A malasiska kvoldinu var hladbord med traditional malasiskum mat, sem og allskonar odrum mat t.d. franskar kartoflur med tomatsosu. Enn og aftur var okkur bodinn furdulegur eftirrettur graenar og gular baunir voru settar i skal asamt hlaupi og einhverju fleiru og svo var raspadur nidur klaki yfir og sukkuladisosa sett yfir allt, ja mjog furdulegt og ekkert serlega girnilegt.

A laugardeginum var akvedid ad sofa adeins ut svona til tilbreytingar. Gatum loksins bordad morgunmat i rolegheitunum. Sidan forum vid i tennis og var tetta i fyrsta skiptid sem eg profa tad. Haefileikarnir leyndu ser ekki eda ju eg er vist ekki naesta Anna Kornikowa. En tetta var mjog gaman og madur svitnadi tvilikt to ad madur hafi ekki turft ad hlaupa nein oskop. Eftir alla tessa areynslu var farid i laugina og slappad af i solinni. Tad var alveg kominn timi a tad. Klukkan 3 var svo farid i naestu ferd. Vid forum upp i rutu og keyrdum burt fra borginni. Endudum i einhverju pinulitlu fiskitorpi vid adalana. Tar gengum vid i gegnum einhvern ogedslegasta fiskimarkad sem eg hef sed. Fer ekkert rosalega vel med fiskinn ad vera geymdur i miklum hita. Fengum sidan kvoldmat a sjavarrettaveitingastad, ja vei bara fiskur...... eitthvad fyrir mig.... eda ekki. En tad var buid ad panta fyrir okkur 8 retta matsedil. Akvad ad panta mer storan bjor og eg fekk STORAN bjor, 660 ml flosku, adeins staerri bjor en eg bjost vid. Sidan foru rettirnir ad koma hver a faetur odrum. Eg og Eyja akvadum undir lokin, eftir ad hafa smakkad 6 retti, ad smakka alla rettina. Tad eina sem vid attum eftir voru tvaer supur. Tokum bara litid i skal og fyrri supan var allt i lagi en ekkert meira en tad. Sidan var lagt i eina skeid af seinni supunni og su skeid for ekki langt tvi eftir ad hafa reynt ad tyggja fiskbitann sem kom med og kyngja ta bara lokadist kokid og eg byrjadi ad kugast. Tannig ad supan for aftur i skalina mina og eg helt afram ad kugast en tokst ad aela ekki. En eg er mjog stollt ad hafa ad minnsta kosti gert heidarlega tilraun. Eftir matinn forum vid i batsferd a tessari a sem vid vorum vid. Tad voru 4 i bat sem var litill trebatur sem rett svo flaut a anni og svo var kall sem stod i enda batsins og reri med storum arum. Tad var komid svartamyrkur og tegar vid vorum rett byrjud ad sigla ta saum vid eldflugur i trjanum og taer lysa i myrkrinu. Blikka mjog hratt og tetta var ekkert sma flott og eiginlega alveg olysanlegt. Eftir tessa fluguskodunarferd var farid upp a hotel ad pakka.

Turftum ad vakna a mjog okristilegum tima a sunnudagsmorguninn tvi vid vorum ad fara i flug til Thailands. Flugid gekk vel og vid vorum komin til Bangkok adur en vid vissum af. Forum upp a hotelid okkar, komum okkur fyrir og audvitad var farid beint i naestu verslunarmidstod og byrjad ad versla, to ekkert mikid tvi tad voru allir svo treyttir.
Hotelid sem vid erum a herna er ekkert sma flott og vid algjorlega out of place. Tvi tarna er mikid af folki i finum fotum og vid bara i okkar stuttbuxum og hlyrabolum.

Manudagurinn byrjadi vel med mjog finum morgunmat, helt ad morgunverdarhladbordid i Kuala Lumpur hefdi verid stort en tetta slaer ollu vid. Forum svo i Volvo-verksmidjuna rett fyrir utan Bangkok. I tessari verksmidju eru engin robot heldur var allt unnid af folki. Soldid meira gamaldags verksmidja en su sem vid forum i i Kuala Lumpur. En tvilikt flottir bilar sem eru framleiddir tarna. Eftir tessa heimsokn ta forum vid til klaedskera og va tad voru allir alveg ad missa sig tarna. Eg endadi a ad lata sauma a mig buxnadragt ur kasmirull. Hljomar mjog vel ekki satt. Og tar sem ad vid vorum svo morg og ad lata sauma svo mikid a okkur ta var okkur gefinn bjor eda kok eda vatn bara tad sem vid vildum. Letum stjana vid okkur eins og vid hofum sed i biomyndunum, ekkert sma gaman. Forum svo a utimarkad sem var mjog svipadur markadnum sem vid forum a i Kuala Lumpur. Allir tvilikt aestir i ad selja manni eitthvad. En tad sem var odruvisi vid tennan markad var ad tarna var lika verid ad bjoda manni kynlif eda verid ad reyna ad lokka mann inn a einhverskonar strippshow. Ekki mjog gedslegt ad sja allar tessar litlu skolastelpur tarna halfnaktar, eg for sko ekki inn a svona stad en madur sa inn a ta tegar madur gekk framhja. Eftir mikid prutt vorum vid alveg uppgefin og forum bara upp a hotel ad sofa enda turftum vid ad vakna snemma i morgun.
Forum i morgun (tridjudag) i heimsokn i vefnadarverksmidju. Okkur leid eins og ad vid vaerum komin aftur i fornold tvi adbunadurinn var hraedilegur. Loftid tarna inni var heitt og ogedslegt og erfitt ad anda en starfsfolkid virtist vera nokkud anaegt.
Forum svo i hadegismat a kinverskan veitingastad og tar var lika buid ad panta fyrir okkur nokkra retti sem voru ekki alveg nogu godir og alls ekki nogu mikill matur, thailendingar vita greinilega ekki hvad vid bordum mikid.
Forum svo i heimsokn i haskola og tad var svo leidinlegt ad tad voru allir ad deyja ur leidindum. En vid fengum ad sja verkfraedideildina og komumst ad tvi ad tad er bara rika lidid sem hefur efni a ad laera verkfraedi herna. En verkfraedingar fa samt ekkert serlega mikid i laun herna, ekki frekar en nokkur annar. Folk er ad fa svona fra 10 til 40 tusund i manadarlaun herna. og ta er eg ad tala um i islenskum kronum. Eftir ad vid sluppum loksins ut ur tessum haskola ta var ferdinni heitid til klaedskerans i fyrstu matun. Tad voru allir mjog spenntir ad sja hvort tetta vaeri algjort drasl eda ekki og tad bendir allt til tess ad tetta verdi bara mjog flott fot. Nuna ta var klaedskerinn buinn ad fylla isskapinn sinn af bjor adur en ad vid komum svo ad hann aetti nu orugglega nog handa kaupodu islendingunum. Hann var fljotur ad laera inn a okkur. Forum sidan a Pizza Hut ad borda, loksins almennilegur matur. Sit nuna a internetstad i verslunarmidstod sem er 7 haedir. Verslunarmidstodvar herna i Asiu er ekkert sma ruglingslegar tvi tad eru endalausir rangalar og madur getur villst svo audveldlega ad tad halfa vaeri nog.
En ta er ekkert meira buid ad gerast undanfarna daga en a morgun er sidasta fyrirtaekja heimsoknin okkar og tad eru allir mjog spenntir ad klara tetta, tvi programmid hefur verid soldid strangt og ekki mikid verid slappad af.
En folk hefur verid ad spyrja um myndir ur ferdinni en veit ekki alveg hvenaer taer koma inn, en vonandi hef eg tima bradum.
Aetla ad fara ad koma mer upp a hotel nuna tvi vid turfum ad vakna svo hrikalega snemma i fyrramalid.
Bid ad heilsa ollum og tangad til naest
Rikey

mánudagur, maí 24, 2004

Ta heyrist loksins i mer aftur. Best ad halda afram tar sem fra var horfid.
Sem sagt kvoldid sem ad eg skrifadi sidast ta forum vid a markad i Chinatown i Kuala Lumpur og tar voru seld oll merki sem madur gat hugsad ser og tau voru oll genuine fake eins og guide-inn okkar sagdi. Keypti nu ekki mjog mikid en to eina Dior buddu.
A midvikudeginum forum vid svo i heimsokn i MSC (Multimedia Super Corridor) og ekki spurja mig hvad tetta fyrirtaeki gerir tvi eg nadi tvi aldrei almennilega, ekki frekar en helmingurinn af hopnum. Tar var bodid upp a hressingu ad lokinni kynningu og fengum vid disaett te (sem vid heldum samt ad vaeri kaffi), vorrullur og fjolublaar gelkokur. Tad var akvedid ad smakka tessar skritnu fjolublau kokur sem voru med einskonar hrisgrjonabragdi i byrjun sem sidar vard bara vont. Enda for minn biti i serviettu og svo beint i ruslid. Rett adur en ad vid logdum af stad ta aetludum vid ad fara a klosettid. Eg byrjadi og Eyja beid fyrir utan og tetta eru ekki klosett sem nokkurn langar til ad setjast a tannig ad laervodvarnir eru komnir i agaetis tjalfun. Tegar eg var buin ad koma mer i stellingar ta segir Eyja mer ad tad se kakkalakki inni a klosettinu vid hlidina og eg stifnadi oll upp. Ekki alveg tad sem madur oskar ser, en tessari klosettferd lauk sem sagt i miklum flyti tvi tetta var risakakkalakki, ojjj...
Naest var ferdinni heitid til Texas Instrument sem framleida vasareikna ofl. Tar var mjog gaman og tar fengum vid finar veitingar, nudlur, vorrullur og hid sivinsaela disaeta te.
Um kvoldid var farid a kinverskan veitingastad og bodid upp a allskonar retti, m.a. ljotasta fisk sem eg hef a aevinni sed. Hann var tvilikt djupsteiktur en samt alveg agaetur. Roltum svo ad Petronas tviburatrununum og tvilikar byggingar. Ekkert sma flott ad sja taer svona upplystar ad kvoldi til.

Fimmtudagurinn lofadi godu, vid byrjudum a ad fara i Proton, malasisk bilaverksmidja. Tad var mjog gaman og fengum vid ad ganga i gegnum verksmidjuna og skoda allt. Eftir ad hafa sed alla robotana ad storfum fengum vid tvilikt hadegisverdarhladbord. Mer tokst reyndar ad hella ur 8 glosum i einu (geri adrir betur) tegar eg settist til bords.
Naest forum vid i heimsokn i Carlsberg bjorverksmidjuna. Vid gengum i gegnum alla verksmidjuna og eg hef aldrei svitnad jafn mikid adur. Madur flaut ut ur verksmidjunni tvi hitinn var svo tvilikur og engin loftkaeling i verksmidjunni. Tad matti vinda bolina sem allir voru i, ogedslegt. En svo var bara opinn bar sem var ekki slaemt. Held samt ad teir hafi ekki vitad hversu mikid islendingar geta drukkid. En tetta var mjog gaman.
Um kvoldid var svo Malavision. Vid forum a karaokestad og ta atti ad hrista adeins upp i lidinu. Tetta var fyndnasti stadur sem eg hef sed. Tad voru 58 herbergi, misstor, tar sem folk gat komid og sungid i karaoke. Madur borgadi eitthvad sma og fekk mat og 2 drykki med asamt tvi ad hafa herbergid tangad til kl. 3 um nottina. I sumum herbergjunum voru kannski bara 3 vinkonur ad syngja og naestum oll herbergin full, mjog fyndinn stadur. Flest lidin i Malavision voru herbergisfelagarnir og eg og Sigrun Lilja sungum saman. Sidan var leynileg kosning sem endadi tannig ad tvo lid voru jofn og viti menn haldidi ad vid hofum ekki verid annad lidid. Tannig ad vid Sigrun turftum ad syngja aftur sem og Danni og Stebbi (sem voru hitt lidid). Baedi lidin svipad laglaus og taktlaus tannig ad ymindid ykkur hversu slaemt tetta var. En strakarnir unnu med einu stigi, held ad tad hafi bara verid tvi teir foru ur ad ofan. Neita ad trua tvi ad eg syngi ver en teir.... eda ju annars ta syng eg hraedilega og ekki var svidsframkoman betri. En tetta var mjog gaman, to svo ad folk hafi ordid misdrukkid undir lokin. En i tetta skiptid var eg i taega hopnum hvort sem tid truid tvi eda ekki. Eg flaug allavegana ekki a hausinn a leidinni heim eins og einn gerdi svo snyrtilega og hann var allur krambuleradur i framan daginn eftir.

En a fostudag var farid i hellaferd tar sem ad svokalladir Batu-hellar voru skodadir. Tad var mjog gaman en to ad vid turftum ad ganga upp 272 brattar troppur i 38 stiga hita. Tad voru reyndar litlir saetir apar sem toku athygli manns fra erfidinu tannig ad vid komumst upp troppurnar a no time. Tegar vid aetludum svo nidur aftur ta lentum vid inni a fjolskyldumynd hja einhverri indverskri fjolskyldu sem vildi endilega hafa okkur med. Hafa kannksi aldrei adur sed hvitt folk, hehehe...

Heyridi mig timinn er buinn a netinu, held afram a morgun
bae i bili
Rikey

þriðjudagur, maí 18, 2004

Hellu everybody,
Ta er madur kominn til Malasiu. Ferdin byrjadi a keflavikurflugvelli tar sem ad folk var misvel undirbuid. Einn akvad ad stessa sig ekki a neinu og pakkadi kl. 5 um nottina og kom beint ut a voll med eina litla itrottatosku sem var einungis 4 kg a medan allir adrir voru med nanast 20 kg. Flugid til London gekk vel og tegar vid komum til London ta byrjudu allir a ad rifa sig ur tvi tad var svo heitt. Tokum straeto til Windsor tar sem ad fyrsta fyrirtaekjaheimsoknin var. Tad var i simafyrirtaekid O2. Sidan roltum vid bara um og bordudum is i hitanum. Sidan drifum vid okkur aftur upp a flugvoll. Flugid til Kuala Lumpur var mjog anaegjulegt tvi eg svaf i 7 tima af 12:) Svaf nebbla ekkert svo mikid nottina adur. A flugvellinum i kuala lumpur tok a moti okkur guide med vel loftkaeldri rutu. I rutunni fengum vid vatn sem var naudsynlegt tvi hitinn var mjog mikill to svo ad tad vaeri komid kvold.
Tegar vid komum upp a hotelid ta misstu allir hokuna nidur i golf tvi lobbiid var svo flott. Vid turftum ekki einu sinni ad tekka okkur inn sjalf heldur bara ad setjast nidur og slappa af og vid fengum drykki i bodi hotelsins. Um kvoldid aetladi hopurinn ad fara saman ad borda og tvilikt vesen ad akveda stad. En a endanum forum vid a Planet Hollywood, otrulegt en satt;) Svo byrjadi vesenid hvad atti madur ad panta tvi tad er svo margt sem ekki ma borda, tannig ad eg endadi a ad fa mer pizzu og bjor. Bara eitthvad oruggt svona fyrsta kvoldid.
Dagurinn i dag byrjadi med mikilli treytu. Vid vorum rett ad klaeda okkur ta kom housekeeping og hun bara od inn a okku medan ad vid vorum tarna halfnaktar og henni fannst tetta greinilega bara voda edilegt ad horfa a okunnugt folk klaeda sig. Ekki alveg eins og madur a ad venjast en hey alltaf laerir madur eitthvad nytt.
Morgunverdarhladbordid a hotelinu er ekkert sma stort og mikid, madur villtist eiginlega bara. Sidan var sundlaugin profud og adeins setid i solinni. Eftir hadegi forum vid svo i heimsokn i Motorola tar sem ad loftraestingin var svo mikil ad allir voru ad frjosa, aumingja islendingarnir, ekki vanir svona kulda, hehehehe:)
Eftir fyrirlesturinn fengum vid veitingar og ta aetladi eg ad fara a klosettid en villtist eitthvad og lenti naestum inni i verksmidjunni. Gekk eftir einhverjum vitlausum gangi og var eina hvita manneskjan tar og mer leid eins og ljosastaur tarna.
Erum nuna i sex haeda verslunarmidstod tar sem ad onnur hver bud er sko bud, en eg er samt ekki buin ad kaupa neina. Sem er nu samt otrulegt midad vid mig. Sitjum herna helmingurinn af hopnum og erum ad lata vita ad tad se allt i lagi med okkur svona fyrir utan hitann og rakann. Ekki ad eg se ad kvarta, langt tvi fra.
En best ad haetta i bili, adur en tid faid leid a ad lesa tetta.
Med kvedju fra Kuala Lumpur
Rikey

föstudagur, maí 14, 2004

Vei VEivei .... ég er búin í prófum;) gæti ekki verið ánægðari... eða jú kannski ef mér hefði gengið aðeins betur en hei ég er búin er það ekki nóg. Og svo eru líka bara 2 dagar í útskriftarferðina miklu.
Ég var nú samt ekkert smá heppin í morgun. Í gærkvöldi þegar við Óli vorum að fara að sofa þá spyr hann mig hvort ég hafi ekki stillt klukkuna, ég hélt það nú. Fannst eiginlega hálf kjánalegt að hann væri að spurja mig að þessu, því ég stilli klukkuna á hverju kvöldi. Svo förum við bara að sofa. Haldiði að ég vakni ekki bara sjálf nákvæmlega á þeirri mínútu sem klukkan átti að hringja en nei auðvitað þá hringdi klukkan ekki, því mér hafði greinilega tekist að klúðra að stilla hana. Ég sem varla vakna við klukkuna á morgnanna hvað þá að ég vakni sjálf. Hefði ég ekki vaknað þá hefði ég bara misst af prófinu og þá væri ég í vondum málum trallalllalallaa......
En best að fara að bera út Vélabrögð (blað útskriftarnema) og fara svo heim og heilsa upp á fólkið sem er fjölskyldan mín og ég man varla hvernig lítur út því það er svo langt síðan ég hef séð þau.
En hlakka til í kvöld að fara í partý og þurfa ekki að hugsa um próf........

mánudagur, maí 10, 2004

Jæja loksins bara 1 próf eftir og aðeins 6 dagar í Asíu. Ótrúlegt hvað þetta styttist hratt. Maður trúir því varla hvað tíminn líður hratt. Er samt ekki búin að læra neitt í dag þannig að best að fara að snúa sér að bókunum aftur. Bækurnar eru það mest spennandi í mínu lífi í dag, vei:)

fimmtudagur, maí 06, 2004

Fór fram úr í morgun hálf sofandi, eins og svo oft áður, og fór í sturtu sem er nú svo sem ekki í frásögur færandi. Ég var greinilega ekki betur vakandi en það að þegar ég opnaði sturtuklefann (eftir að ég var búin að skrúfa fyrir vatnið) til að ná í handklæðið mitt þá sé ég bara hvar vatnið byrjar að flæða í stríðum straumum út úr sturtunni. Ég hafði yfirfyllt sturtubotninn og þegar ég opnaði þá fékk vatnið loks frelsi og ég mátti hafa mig alla við að ná í handklæði úr skápnum til þess að henda á gólfið og þurrka það svo allt sem var inni á baðinu myndi ekki blotna. Þannig að ég endaði bara á því að skúra allt gólfið liggur við, enda ekkert meira hressandi svona á morgnanna en að skella sér í skúringar. Núna skil ég hvernig Óla tókst þetta um daginn þó svo að honum hafi reyndar tekist að búa til stöðuvatn á baðherbergisgólfinu. Mæli sem sagt ekki með því að fara í sturtu sofandi;)

Afmælisbarn dagsins er Hlín..... Til hamingju með daginn Hlín:)

miðvikudagur, maí 05, 2004

Enn einn dýrðardagurinn runninn upp og greiningin er meira spennandi en nokkru sinni fyrr. Er allavegana komin í betra skap en ég var í í gær. Ótrúlegt hvað maður hefur gott af því að sofa, verst að ég sef oftast lengur en ég ætla. Það versta er samt þegar mann dreymir að maður sé kominn í skólann og svo vaknar maður bara liggjandi upp í rúmi og skólinn langt í burtu. Er samt í skólanum núna að reikna og reikna..........later....

þriðjudagur, maí 04, 2004

ARGGHH það fer ekkert inn í hausinn á mér lengur. Ætli það sé þá ekki merki um að ég ætti að fara að koma mér heim að sofa. Heilinn minn er frosinn, ég þreytt og pirruð. Af hverju þarf þá maðurinn sem situr fyrir framan mig að sötra kaffið sitt og segja AAHHH þegar hann er búinn að kyngja og með hverjum sopanum verður ánægjustunan hærri og hærri. Getur fólk ekki drukkið án þess að sötra......
Best að anda inn, anda út og telja upp á 10 til að róa sig........1.....2....nei nenni ekki meir, besta að reyna að reikna eitt dæmi enn og fara svo heim að sofa.

Haldiði að maður hafi ekki bara verið duglegur í dag. Fór í leikfimi áðan með Katrínu og við klifruðum og hlupum eins og brjálæðingar. En ekkert smá gott að hreyfa sig aðeins áður en maður heldur áfram að sitja á rassinum að læra. Fórum í Þrekhúsið, ég hafði aldrei komið þangað áður. Það var aðeins minna en ég hélt en samt alveg ágætt. Mér fannst samt vera mikið af allskonar skrítnu fólki þar, kannski fannst þeim ég vera skrítin. Maður veit ekki;)
Það er alveg magnað hvað ég get bullað þegar ég er orðin þreytt. Í gær þegar við Óli ætluðum að fara að sofa þá byrjaði ég og mér fannst ég náttúrulega vera alveg óstjórnlega fyndin, þó að Óli hafi ekki alltaf verið alveg sammála mér í því. Svefngalsi og próftími fer ekki alltaf neitt of vel saman.

mánudagur, maí 03, 2004

Af hverju þarf að vera gott veður þegar maður er í prófum???? En þetta er nú svo sem ekkert nýtt, er á hverju vori. Ótrúlegt hvað það gengur hægt að læra, skil bara ekki af hverju. Kannski vegna þess að mér finnst þetta ekki það skemmtilegasta í heimi, gæti verið:)

sunnudagur, maí 02, 2004

Hafði bara rólegt kvöld í gærkvöldi. Ég og Óli horfðum á tvo nýja Friends þætti og leigðum okkur svo video. Fórum á videoleigu sem er með ódýrustu verðin í hverfinu en reyndar með mestu hækkunina á stuttum tíma. Óli leigði fyrst spólu þar fyrir kannski 2 mánuðum síðan og þá kostaði spólan 300kr og maður fékk gamla með. Svo fyrir svona 2 vikum kostaði þetta sama 350kr og svo í gær þá var verðið orðið 400kr. Alveg magnað hvað þetta hækkar hratt.
En allavegana þá leigðum við myndina In Amerika. Mæli með þessari mynd því hún er mjög góð. Það eina sem pirraði mig við myndina var textinn. Það var ekki íslenskur texti (sem skiptir nú kannski ekki öllu máli) þannig að við höfðum bara enskan texta á. En textinn var soldið skrítinn, alltaf þegar heyrðist í tónlist þá kom svona texti: [róleg tónlist] eða [maður öskrar] og líka þegar manneskjurnar töluðu þá kom nafnið þeirra alltaf á undan því sem að þær sögðu eins og: [Jhonny]: bla bla bla bla. Svona eins og maður nái ekki að fylgjast með hver er að tala í hvert skipti. Kannski er þetta gert svo að tregt fólk skilji líka textann;) Maður veit ekki.......

laugardagur, maí 01, 2004

Frábært að vera hálfnuð í prófunum, verst hvað það er búið að vera erfitt að læra í dag. Einbeitingin er einhversstaðar úti á þekju. Sérstaklega þegar maður mætir í skólann og lítur á töfluna í 3.ársstofunni og þar stendur 15 dagar í útskriftarferðina. Þá fer hugurinn á flakk og endar oftast einhversstaðar í Asíu:)
Óli var ekkert smá góður í gær. Þegar ég kom heim úr skólanum þá beið mín dýrindiskvöldmatur sem hann var búinn að elda. Gott að fá alvöru mat til tilbreytingar.
En hey stærðfræðigreiningin bíður óþreyjufull eftir mér.......