Ríkey

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Kominn tími á nýja færslu.......já ég held það barasta:)
Það helsta sem gerðist í júní var að ég byrjaði að vinna og svo kom að hinum langþráða útskriftardegi, veiiiiiiii......... loksins búin með skólann. Finnst fínt að vera farin að vinna og alveg ótrúlega fínt að fá allt í einu útborgað. Maður kann ekki lengur á svona útborgunardæmi, svo langt síðan ég vann síðast. Líka fínt að geta sest í rólegheitunum niður fyrir framan imbann á kvöldin án þess að fá samviskubit yfir því að maður ætti að vera að læra, nei þeir dagar eru liðnir:)
Held að ég hafi fengið sólsting í dag þar sem að ég er gjörsamlega tóm í kollinum núna, gæti reyndar líka verið þreyta. Byrjaði nebbla daginn á smá skokki áður en ég fór í vinnuna og var svo þrammandi út um allt uppi á heiði í allan dag, gat loksins notið veðurblíðunnar en ekki bara horft á hana út um gluggann:)
Hér koma tvær myndir sem ég tók upp á heiði í dag, geggjað veður og fallegu pípurnar;)