Ríkey

mánudagur, desember 24, 2007

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár :)

mánudagur, desember 03, 2007

Desember ....... er kominn enn einu sinni, sem betur fer:) En það er alveg magnað að desember er erfiður mánuður sama hversu gamall maður er. Þegar maður er lítill þá ætlar desember aldrei að líða því maður er svo mikið að bíða eftir jólunum. Þegar maður eldist og fer í menntaskóla og háskóla þá er desember mikill stress mánuður vegna prófa og þá líður hann svona bæði hægt og hratt, eftir því hversu vel lesinn maður er. Svo þegar maður fer að vinna þá líður mánuðurinn allt of hratt (ásamt öllum hinum mánuðum ársins) og jólin eru komin áður en maður nær að gera allt sem átti að gerast fyrir jól. En sem betur fer þá koma jólin hvort sem maður nær að gera allt eða ekki:) Verð nú að viðurkenna að jólastemmingin er alveg að ná tökum á mér, sem betur fer. Er meira að segja byrjuð að kaupa jólagjafir, held að ég hafi aldrei byrjað svona snemma áður.

Reyndar er eitt í viðbót sem er erfitt við þennan mánuð og það er hversu mikið maður borðar, enn eitt sjálfskaparvítið;) Síðasta helgi var notuð í át eingöngu. Fórum í jólahlaðborð á fösd.kvöldið, í aðventuboð á laugardag þar sem við borðuðum á okkur gat og á sunnud. fórum við í brönch þar sem ekkert var gefið eftir og auðvitað var maður saddur langt fram á kvöld. Svo tekur næsta helgi við með jólahlaðborði númer 2, uhmm maturrrr........ svo finnst manni skrítið að maður losni ekki við aukakílóin, múahahhaaaaaa:)