Ríkey

fimmtudagur, október 29, 2009

Eru til einhverjar reglur sem segja að frá og með ákveðnum degi í október megi auglýsa jólavörur og annað sem tengist jólunum. Finnst eins og í síðustu viku þá hafi þessi dagur verið. Heyri ekkert annað en jólatónleika og jólahlaðborðsauglýsingar í útvarpinu. En sem betur fer hef ég ekki heyrt nein jólalög ennþá - verð að viðurkenna að þó svo að maður sé kannski farinn að huga að jólagjafakaupum þá er ég samt ekki tilbúin til þess að heyra jólalög strax. Tíminn líður reyndar alveg ótrúlega hratt núna og það eru reyndar bara 8 vikur til jóla, ekki að ég sé að telja :o)

laugardagur, október 03, 2009

Já sæll bara kominn október og farið snjóa í fjöllin og mér finnst ég vera nýbúin í sumarfríi. Sit núna á laugardagskvöldi fyrir framan tölvuna og blogga í staðinn fyrir að vera hjálpa til við málningarvinnuna sem er í gangi á heimilinu. Ótrúlegt hvað það hljómar alltaf vel að fara út í það að mála og breyta og bæta heima hjá sér þangað til að því kemur. Var alveg búin að gleyma hvað það getur verið mikið stúss að fara í svona framkvæmdir, þó svo að þær séu litlar í þetta skptið. En bláu veggirnir í stofunni eru horfnir, þ.e. liturinn á þeim er orðinn hvítur aftur og þvílíkur munur. Skil ekki hverjum datt eiginlega í hug að mála veggina bláa......... en þá er bara að vona að maður fái ekki leið á þessum hvíta lit ;o)