Helgin að verða búin enn einu sinni. Þessar helgar líða alltaf of fljótt. En fór í gær á plötusmíðanámskeið og það var nú bara gaman á þessu námskeiði. Vonandi verður jafn gaman á þriðjudaginn þegar ég fer aftur. Fékk reyndar smá höfuðhögg þar sem að Stebbi var að reyna að sýna mér hvernig einhver klippivél virkaði en í staðinn þá sleppti hann handfanginu sem skall á hausinn á mér og ég fékk ílanga kúlu á hausinn. En held að ég hafi ekki misst neinar heilasellur við það, eða vona allavegana ekki því ég má eiginlega ekki við því;)
Svo var í dag verið að reikna heimadæmi í greiningu 4 allan daginn. Alveg magnað hvað tíminn getur liðið hratt. Held að ég nenni ekki að hanga lengur í tölvunni, en þangað til næst hafið það gott.......
Svo var í dag verið að reikna heimadæmi í greiningu 4 allan daginn. Alveg magnað hvað tíminn getur liðið hratt. Held að ég nenni ekki að hanga lengur í tölvunni, en þangað til næst hafið það gott.......