Ríkey

þriðjudagur, september 28, 2004

Hae ho...... loksins er ibudin i hofn. Vid fengum lyklana i gaer og flytjum liklega a morgun, vei ;) En i dag byrjadi tyskunamskeid. Eg aetladi ekki ad fara a tad en sa svo ad mer og akvad ad fara sem betur fer. I gaer var reyndar prof fyrir namskeidid til tess ad haegt vaeri ad skipta okkur nidur i hopa eftir kunnattu. Kunnatta min og Hafrunar var ekki meiri en tad ad vid fundum ekki bygginguna tar sem profid var tannig ad vid misstum af tvi. Tad skipti nu svo sem ekki miklu mali tvi vid mattum bara maeta i morgun og vorum settar i finan hop. Tekkjum nebbla slatta af folkinu sem er med okkkur i hop. Eg aetla ad reyna ad setja inn myndir af ibudinni okkar vid fyrsta taekifaeri. Eda um leid og eitthvad er komid inn i hana, tad bergmalar soldid i henni eins og er;)

föstudagur, september 24, 2004

Fyrir ykkur sem voruð búin að fá meil frá mér með símanúmerinu hérna úti þá sagði ég ykkur vitlaust númer;) sorry en rétta númerið er +15202705862. Svona getur maður verið vitlaus stundum. En þangað til næst.....

Hæ hæ, allt gott að frétta frá Þýskalandi. Erum næstum komnar með íbúð, eigum bara eftir að skrifa undir leigusamninginn og það á að gerast á mánudaginn. Þannig að þið fáið að vita heimilisfangið þegar allt er klappað og klárt. Erum búnar að kynnast helling af erlendum nemum enda er núna búin að vera kynningarvika fyrir erlenda nema. Fórum í gær á pöpparölt og prófuðum allskonar nýja drykki. Það var mjög gaman að sjá hversu hressir allir voru í morgun þegar við mættum upp í skóla. Einn týndi til dæmis hjólinu sínu í gærkvöldi, en það var nú eiginlega bara gott því hann gat ekkert hjólað meir. En það var samt mjög fyndin sjón að sjá fólk reyna að hjóla heim eftir alla pöbbana;)
Í kvöld er svo partý í sporvagni sem keyrir um og það verður bara stoppað á 1,5 tíma fresti:) það verður eitthvað skrautlegt. Jæja ætla að fara að leggja mig svo ég verði hress í kvöld. Fyrir ykkur sem finnst þetta mikið djamm og vitleysa þá er þetta bara svona þessa viku, næstu viku verða engin fleiri skipulögð partý:( að minnsta kosti ekki sem skólinn skipuleggur fyrir okkur.... en þar til síðar. Bæjó spæjó.......

þriðjudagur, september 21, 2004

Hallo hallo meine liebe Familie und Freunde..... héðan er allt gott að frétta nema hvað íbúðaleitin gengur hægt og er ekki skemmtileg. En annars hefur allt gengið vel, veðrið er ágætt og bjórinn ódýr. Kynningarvikan fyrir erlenda nema byrjaði í gær og í dag var ratleikur um alla borgina. Við Hafrún vorum saman í hóp. Okkur fannst allt ganga frekar hægt þannig að við enduðum á því að taka stjórnina í okkar hóp. Gribburnar tvær frá Íslandi, hehe... en það kemur í ljós á fimmtudagskvöldið hvaða hópur vinnur.
En þarf að drífa mig,erum að fara að skoða herbergi á eftir. Förum svo á morgun að skoða íbúð, erum þó ekkert allt of bjartsýnar en ég skrifa meira seinna.

föstudagur, september 17, 2004

Síðasti dagurinn á Íslandi (í bili) runninn upp. Ég skil ekki það er ennþá jafn leiðinlegt að pakka og síðast þegar ég gerði það. Eins og það er gaman að fara til útlanda þá finnst mér alveg ótrúlega leiðinlegt að pakka. En er samt alveg viss um að ég sé að gleyma einhverju ótrúlega mikilvægu, er það ekki alltaf þannig;) Er orðin pínu stressuð að fara út þannig að ég hugsa að ég skrifi ekki meira í bili, finnst ég eigi að vera gera eitthvað annað:)
Læt heyra í mér við fyrsta tækifæri þegar ég kem út.
Until then......

miðvikudagur, september 15, 2004

Núna er orðið ótrúlega stutt í brottför og ekkert gengur með að pakka. Skil ekki hvað mér finnst það leiðinlegt. Annars er ég bara búin að vera að stússast þessa vikuna. Fór til tannlæknis á mánudaginn og það var svo vont. Hann ætlaði bara að skipta um tvær fyllingar sem voru orðnar gamlar og deyfði mig því bara lítið. En svo kom í ljós að það voru skemmdir undir fyllingunum og hann þurfti að bora. Það var alveg hrikalega vont þar sem að ég var svo lítið deyfð þá fann ég fyrir gnístandi sársauka. Ég reyndi að hugsa um eitthvað fallegt en það gekk bara ekki. En sem betur fer tók þetta ekki langan tíma, þó svo að mér hafi fundist þetta vera heil eilífð. Fór svo í gær í saumaklúbb og borðaði fullt af góðgæti en tennurnar mínar mótmæltu eitthvað aðeins. Skil ekki alveg hélt að maður ætti ekki að finna neitt til þegar búið að er gera við tennurnar. Ekki nema þetta sé svona plott hjá tannlækninum þannig að ég þurfi að koma aftur og borga meira. Eins gott að halda tönnunum í góðu standi meðan að maður er fátækur námsmaður því þetta er algjört rán.
En best að hætta að þvælast á netinu og fara að henda í þvottavél svo að ég þurfi ekki að taka öll fötin skítug með mér út:)

miðvikudagur, september 08, 2004

Ég varð ekki sérlega glöð í gær þegar ég las tölvupóstinn minn. Þar beið mín meil sem sagði mér það að við Hafrún fengjum ekki íbúðina sem við vorum samt næstum komnar með. Frekar fúlt. Þannig að núna er ég búin að sitja fyrir framan tölvuna og hefja íbúðaleitina upp á nýtt. Ekki það skemmtilegasta sem ég veit um. Þannig að ef að þú átt eða veist um íbúð í Karlsruhe þá endilega láttu mig vita.
Annars er ekkert að frétta nema rigning og rok í vinnunni. En bara 3 dagar eftir og þá getur undirbúningurinn fyrir ferðina hafist. Verður líklega soldið stress í næstu viku en það verður bara gaman. Ohhh var að svara símanum og það var uppáhaldssímtalið mitt eða þannig, símasölumaður. Þoli ekki þegar verið er að hringja í mann og reyna að troða upp á mann einhverju sem mann langar ekkert í. Er samt alltaf svo kurteis að ég leyfi fólki að röfla út í eitt og svo loks kem ég að einu saklausu nei takk hef ekki áhuga. Þá verður fólk yfirleitt fúlt út í mann fyrir að vilja ekki styrkja sig og sín samtök. Maður getur ekki styrkt alla, einfalt mál. Í augnablikinu þá er ég bara í því að styrkja sjálfa mig til utanlandsfarar og það er meira en nóg í bili. Mér finnst það nú líka vera alveg nokkuð góður málstaður:)

sunnudagur, september 05, 2004

Sunnudagskvöld og helgin næstum alveg búin. Fór á þvílíkt djamm á föstudagskvöldið og gerði síðan ekki neitt á laugardaginn og það var ekkert smá notalegt að geta bara slappað af og horft á bíómyndir í tonnatali. Held að við Óli höfum slegið persónulegt met í bíómyndaglápi á einum sólarhring. En eins og venjulega þá er alveg að koma mánudagur, ótrúlegt hvað það er alltaf kominn mánudagur áður en maður veit af. Annars þá er síðasta vinnuvikan mín að hefjast á morgun, já það er orðið ótrúlega stutt í að ég fari út. Trúi því varla sjálf. En ætli að tíminn líði ekki líka svona fljótt úti og maður verður kominn heim áður en maður veit af:)