Ríkey

sunnudagur, mars 30, 2008

Annar dagurinn í röð þar sem að veðrið er frábært. Maður lítur út um gluggann og finnst eins og það sé komið sumar. Næst á dagskrá er að klæða sig og þar sem að veðrið er sumarlegt verður pils fyrir valinu. Síðan stekkur maður út berfættur í opnum skóm og hvað gerist...... jú kuldinn nístir inn að beini og tærnar detta næstum af eftir 5 skref. Enn einu sinni gleymir maður því að á Íslandi kemur alltaf fyrst gluggaveður áður en það fer að hlýna í alvörunni. En ég er samt mjög ánægð með þetta gluggaveður, maður fer þá að hlakka til sumarsins og þunglyndi skammdegisins hverfur smá saman. Einhvern veginn þá er orðið auðveldara að vakna á morgnanna, eða réttara sagt að koma sér fram úr. Ok núna gæti einhver haldið að ég sé illa haldin eftir myrkur vetrarins og bíði þess ekki bætur. Nei þvert á móti, var að fatta að bráðum fer kertavertíðinni að ljúka. Já það er eitt af því góða sem fylgir myrkri vetrarins það er kósíheitin við það að hafa kveikt á kerti á kvöldin í myrkrinu. Reyndar skil ég ekki af hverju við eigum að vera eitthvað meira þunglynd en aðrar þjóðir bara út af myrkrinu sem er yfir veturinn, eiginlega ættum við að vera minna þunglynd - allavegana ef eitthvað er að marka þessa frétt. Höldum við ekki bara að við eigum að vera eitthvað leiðari yfir myrkasta tímann vegna þess að það er alltaf verið að tala um það ár eftir ár.
Jæja ég er allavegana farin að gera eitthvað skemmtilegt í góða veðrinu, eins og hamingjusömum víkingaerfinga sæmir:)

mánudagur, mars 17, 2008

Vá hvað ég hló mikið þegar ég horfið á þetta:

http://www.youtube.com/watch?v=ZJD1V6GapSg

Er ennþá með krampa í maganum eftir allan hláturinn:)

föstudagur, mars 07, 2008

Jæja nú er kominn tími til að dusta rykið af þessu bloggi - búið að liggja undir feld nógu lengi. Þó held ég að maður ætti að liggja undir feld aðeins lengur eða þangað til það hættir að snjóa. Já ég er alveg komin með nóg af þessum snjó og þá sérstaklega komin með nóg af því að þurfa að skafa af bílnum á hverjum morgni og svo aftur á kvöldin eftir vinnu. En talandi um bíla ....... það er alveg magnað að koma á bílastæði fyrir utan líkamsræktarstöð og sjá bílum lagt upp á allar gangstéttar sem næst hurðinni að líkamsræktarstöðinni. En hvað ætlar fólk sér að gera þarna annað en að rækta líkamann eða verður þessi ræktun líkams að fara eingöngu fram innan veggja líkamsræktarstöðvarinnar??? því fólk virðist þurfa að leggja eins nálægt inngangnum og hægt er. Fólk leggur svo kolólöglega stað þess að leggja í stæði og þurfa þá að ganga kannski 30 metrum lengra, en hverju munar það ef fólk er hvort eð er að fara jafnvel að hlaupa marga kílómetra á hlaupabretti,........ hummm hef bara soldið verið að velta þessu fyrir mér.