miðvikudagur, október 29, 2003
Það er alveg hrikalega kalt úti og ég held að ég þurfi að flytja til hlýrri landa. Ætli að maður geti farið og sagt ég ætla að fá miða til heitu landanna? Hvert ætli maður yrði þá sendur?? Nei bara svona að velta þessu fyrir mér.......
þriðjudagur, október 28, 2003
Núna veit ég af hverju karlmenn vilja ekki spyrja til vegar;)
Fyrsti morguninn sem ég þurfti að skafa var í dag. Er búin að vera voða dugleg að setja bílinn alltaf inn í bílskúr en nennti því ekki í gær og þá þarf maður að skafa. Manni hefnist fyrir letina.
Er bara farin að hlakka til næstu helgar. Á föstudaginn er náttla haustferðin alræmda og svo á laugardaginn er innflutningspartý hjá Silju og Kristjáni. Vei þetta verður svo skemmtileg helgi fyrir utan að það á að skila stóru verkefni á mánudaginn, en til hvers að hafa áhyggjur af því þegar svona skemmtileg helgi er framundan;)
Er bara farin að hlakka til næstu helgar. Á föstudaginn er náttla haustferðin alræmda og svo á laugardaginn er innflutningspartý hjá Silju og Kristjáni. Vei þetta verður svo skemmtileg helgi fyrir utan að það á að skila stóru verkefni á mánudaginn, en til hvers að hafa áhyggjur af því þegar svona skemmtileg helgi er framundan;)
fimmtudagur, október 23, 2003
Ég ætlaði loksins að reyna að hugsa aðeins um útlitið en allt kom fyrir ekki. Ég kom í skólann voða ánægð í pilsi (fékk meira að segja komment á að ég væri fín) þá tek ég eftir þessum fallega blett á pilsinu. Er hægt að vera meiri lúði??????
En ætli það sé þá ekki bara best að drífa sig heim áður en maður verður sér meira til skammar.........
En ætli það sé þá ekki bara best að drífa sig heim áður en maður verður sér meira til skammar.........
Ég er svo stolt af mér núna. Byrjaði daginn á því að fara í gymmið og hlaupa soldið. Er svo komin upp í skóla og sest fyrir framan tölvuna, kannski ekki alveg að læra en næstum því;)
miðvikudagur, október 22, 2003
Vá það er ótrúlegt hvað góður matur gerir mikið til að hressa upp á skapið. Var að koma af Mekong með fleirum verkfræðinördum sem eru líka búin að flytja lögheimili sitt hingað í VR2. En núna langar mig eiginlega bara í ís en hversu mikið getur ein manneskja troðið í sig á einu kvöldi, það eru nú smá takmörk. Sérstaklega þegar maður er nú í bikiníkúrnum;)
Ef einhver segir að Þjóðverjar séu soldið klikk þá skal ég samþykkja það sérstaklega eftir að hafa lesið þetta.
mánudagur, október 20, 2003
Ég fann verstu lykt ever í dag. Við fórum í heimsókn í þorskhausaþurrkun í Hafnarfirði í dag, út af verkefni sem við erum að vinna. Við stinkuðum svo mikið eftir það:( En við fórum í sund og böðuðum okkur upp úr klór í heitu pottunum. Núna langar mig helst af öllu að brenna fötin sem ég var í. Svo fór ég með stílabók til að skrifa niður ef við myndum heyra eitthvað gáfulegt og núna þá verð ég að henda stílabókinni því hún angar af ógeðislykt. Ef að þið sjáið brennu ofarlega í Breiðholtinu í kvöld þá er það bara ég að losa mig við fötin;)
laugardagur, október 18, 2003
Getiði hver ég er:
You are Jasmine from Aladdin!
What Disney Princess are you?
brought to you by Quizilla
You are Jasmine from Aladdin!
What Disney Princess are you?
brought to you by Quizilla
fimmtudagur, október 16, 2003
Hvað er málið með stráka og meting. Núna eru þeir í skólanum að tala um hver kúkar mest. Halló hvers vegna vilja þeir segja mér hversu oft þeir kúka í viku. Getur einhver sagt mér það..........
miðvikudagur, október 15, 2003
Vá hvað það er hressandi að taka tvö próf á einum degi. En þetta er einmitt lýsingin á deginum í dag. Byrjaði á mjög hressandi prófi í Sjálfvirkum stýrikerfum og svo klukkan 18:00 var þýskupróf sem byrjaði svona líka vel en þegar leið á tímann þá fór stóri vísirinn að snúast hraðar og allt í einu voru 80 mín búnar og ég held að ég sé líka búin en annars hlakka ég nú bara til að það komi helgi, því þá erum við Óli að fara í svaka partý á laugdkvöldið;) vívívíví.......dansi dans
mánudagur, október 13, 2003
úff það er erfitt að djamma tvö kvöld í röð. Sérstaklega þegar maður er of hress annað kvöldið, það er víst ekkert gott fyrir lærdóminn:(
Myndirnar koma síðar en verð víst að fara að læra undir próf sem ég er að fara í veiveivievei
Myndirnar koma síðar en verð víst að fara að læra undir próf sem ég er að fara í veiveivievei
miðvikudagur, október 08, 2003
Það eru komnar myndir frá októberfestinu, samt ekki svo margar enda var ekki mikið svigrúm til að taka myndir. Líka myndir úr vísó sem var farin í Hönnun og djamminu þar á eftir;) Gaman gaman
þriðjudagur, október 07, 2003
Þvílík snilld sem októberfestið var. Aldrei séð jafn mikinn troðning eins og á föstudagskvöldið. Næstum alveg eins og í þýskalandi. Þá er það bara að fara næst á alvöru októberfest og jafnvel að maður geti það næst;) Vill einhver koma með?
föstudagur, október 03, 2003
Föstudagur er besti dagur vikunnar ekki bara af því að þá eru vísindaferðir heldur líka af því að þá eru engin heimadæmi fyrir morgundaginn og Idolið er í kvöld. Idolið er náttúrulega bara til þess að fá mann til að hlæja:) Hefur verið það hingað til. En svo er spurning hvort að maður fái sjá einhverja íslendinga gráta á sviði þegar keppnin byrjar af alvöru. Þá verður þetta kannski eins og þegar ameríkanarnir eru að gráta í sjónvarpinu.
Eins og til dæmis í Bachelor sem ég horfði nú á í gær og hvað er málið að fara að grenja út af öllu. Þessar gellur eru flestar á aldrinum 21-24 og halda allar að þær séu komnar á síðasta söludag og verði því að ná í þennan gaur. Hjá þeim sem tapa þá er þetta náttútulega allt búið.
Er ekki samt málið að fara á OktóberFest í kvöld og reyna að fá smá þýska stemningu beint í æð. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er þetta snilldar festival á túninu fyrir framan aðalbyggingu háskólans.
Sjáumst vonandi hress og kát þar í kvöld.
Prost = skál ;)
Eins og til dæmis í Bachelor sem ég horfði nú á í gær og hvað er málið að fara að grenja út af öllu. Þessar gellur eru flestar á aldrinum 21-24 og halda allar að þær séu komnar á síðasta söludag og verði því að ná í þennan gaur. Hjá þeim sem tapa þá er þetta náttútulega allt búið.
Er ekki samt málið að fara á OktóberFest í kvöld og reyna að fá smá þýska stemningu beint í æð. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er þetta snilldar festival á túninu fyrir framan aðalbyggingu háskólans.
Sjáumst vonandi hress og kát þar í kvöld.
Prost = skál ;)