Ríkey

miðvikudagur, desember 17, 2003

Fyrsta jólakortið kom inn um lúguna í dag. Það var frá frænku minni og frænda sem búa fyrir norðan. Þau eru svona aðeins í eldri kanntinum og minnið er kannski ekki alveg í lagi en í kortinu stóð : "Til Ríkey og ég man ekki hvað hann heitir........".
Mér fannst þetta soldið fyndið;)
En hvar eru svo öll hin kortin????
Loksins sér maður endann á ógöngunum, próflok. Þarf bara að pína mig á fætur tvo morgna í viðbót. Vona bara að það gangi betur á föstudaginn en það gekk í dag, gæti farið svo að enginn útskrifist úr véla- og iðnaðarverkfræði í vor þar sem að allir sem tóku prófið í dag komu gráti næst út. Það var mjög fyndið að sjá þegar fólk dró lappirnar út úr prófstofunni og hárið á fólki var allt út í loftið því það voru allir búnir að vera að hárreita sig meðan á prófinu stóð, enda ástæða til.
Eins gott að það er stutt í að maður fái jólameikoverið......... en núna er það bara hönnun burðareininga í sólarhring í viðbót;)

mánudagur, desember 15, 2003

Jæja síðasta prófvikan er hafin. Bara 4 sólarhringar eftir af þessari geðveiki. Get ekki beðið eftir föstudeginum og svo sunnudeginum, því þá fer ég í klippingu. Þá get ég loksins farið að sýna mig meðal fólks án þess að líta út eins og versti sveitaómagi. Þyrfti reyndar að missa slatta af kílóum því maður gerir ekkert annað en að éta í þessum prófum og þá er hollustan ekkert sérlega mikið í fyrirrúmi.
Svo koma jólin og þá er maður nú ekki að borða hollt heldur blæs maður út vegna hættulega mikils saltmagns í öllum jólamat. Og svo er konfektið svo gott;)
Vonandi eruð þið öll búin að ákveða hvernig jólakort þið ætlið að senda mér, því ég bíð eftir að þeim fari að rigna inn um lúguna núna hvað á hverju. Eða kannski bara inn um emil-lúguna:)
En hafið það gott næstu daga sérstaklega þið sem eruð annaðhvort búin í prófum eða eruð ekkert í prófum og ég heyri í ykkur þegar þessi prófgleði er búin.........

laugardagur, desember 13, 2003

Var að skoða mbl.is og sá þá að Keikó er dauður. Hvað ætli að það sé búið að eyða mörgum milljörðum í þennan hval og svo deyr hann bara úr bráða lungnabólgu. Finnst að fólk hefði frekar átt að gefa mér allan keikó peninginn því þá gæti ég gefið öllum sem ég þekki svo fínar jólagjafir, en í staðinn þá verð ég bara að byrja að föndra um leið og prófin klárast:)

föstudagur, desember 12, 2003

Vei var að koma úr Smáralindinni þar sem ég beið með Sigga Bleika í röð í 1 og 1/2 tíma til að kaupa miða á Lord of the rings. Frábær upplifun:) Við erum sem sagt á leiðinni á myndina 28. des klukkan miðnætti til hálffjögur um nóttina. Það var nebbla ekki auðvelt að fá miða fyrir 34 manneskjur á sömu sýninguna. En meðan við biðum í röðinni þá hlustuðum við á æfingu fyrir Idolið sem verður í kvöld. Það er diskóþema þannig að maður gat dillað sér við tónlistina sem var sungin.
En þá er best að fara að læra eins og brjálæðingur fyrst að maður var svona lengi í þessari miðavitleysu. Verð samt að borða fyrst og hvað ætli verði fyrir valinu í kvöld... hummm ..... kannski 1944 eða jógúrt eða maður veit aldrei:)

fimmtudagur, desember 11, 2003

Próf, hver elskar ekki próf. Sérstaklega þegar maður er tvo daga í röð og gengur alveg svona líka vel á þeim báðum. Núna er ég náttúrulega bara að plata ykkur, en bara 3 próf eftir og það styttist óðum í jólafrí;)
Annars þá vil ég óska Ásdísi til hamingju með afmælið;)

laugardagur, desember 06, 2003

Hverjum finnst ekki gaman að fá tölvupóst? Mér finnst það allavegana, þó svo að maður fái nú stundum skrítinn póst þá held ég að póstur sem ég fékk áðan hafi slegið ansi mörg met. Hér kemur það sem ég fékk:

Came across your page on a random search. Nice pictures. Best wishes
from Atlanta

Þetta var frá einhverjum James O'Brien. Hvað fær fólk til þess að skrifa ókunnugum svona póst. Ég myndi að minnsta kosti ekki gera það. En síðasta sumar fékk ég líka póst frá Ameríku frá fólki sem ég þekkti ekki neitt. Þau voru að spurja hvort að ég væri listamanneskjan sem væri að koma og skemmta í bænum þeirra tveim vikum seinna. Að hverju er fólk eiginlega að leita þegar það finnur mig á netinu???

Ákvað að kíkja á google.com og skrifaði Ríkey í leitarstrenginn og hvað haldiði að ég hafi fundið (fyrir utan linkinn á síðuna mína)!!!!!

Scotch Rikey

1 lump of ice

Juice of half a lime

Juice of a quarter of a lemon

1 glass of Scotch Whisky

Soda


Ekki alveg ég en mjög nálægt því;)

Til hamingju með afmælið Katrín;)
Horfði á Idol seint í gærkvöldi og vá hvað þetta tók langan tíma. Hélt að ég gæti alveg kíkt svona aðeins á þáttinn þegar ég kom heim úr skólanum. En nei ég horfði náttúrulega á allan þáttinn og fór ekki að sofa fyrr en alltof seint og þar af leiðandi var mjög erfitt að vakna í morgun. En frábær dagur framundan því að í hádeginu er afmælisboð hjá Katy, alltaf gaman að fara í afmæli;)

föstudagur, desember 05, 2003

Vá hvað það getur verið gott að borða. Fórum á Mekong í hádeginu svona aðeins til að breyta til. En magnað hvað það er hægt að borða mikið af svona góðum mat.
Það mætti halda að eina gleðin í mínu lífi sé matur miðað við hvað ég tala mikið um mat. En í augnablikinu eru það einu pásurnar það er þegar maður borðar:)
En í dag eru nákvæmlega 2 vikur í að ég klári prófin og get farið í jólastressið. Vei. En maður verður nú aðeins að halda sér í smá jólaskapi svo það er hlustað á eitt jólalag á dag, ég veit nú haldiði að ég sé klikk;)

miðvikudagur, desember 03, 2003

Í morgun vaknaði ég við að rigningin buldi á þakinu í rokinu, ekki veður sem hvetur mann til að hoppa fram úr og fara á fætur. En svo þegar ég kom í skólann þá tóku við stórskemmtilegir tímar. Þegar hádegið kom dró ég fram heimsins stærsta nestisbox fullt af ljúffengu pasta sem hinn elskulegi Óli minn eldaði handa mér í gærkvöldi. Núna get ég verið í skólanum í marga daga og á nóg af mat. UUHHMMM matur:)
En hvað um það nóg að gera að hlakka til prófanna......vei vei vei........

þriðjudagur, desember 02, 2003

Vei ég er að fara í útskriftarferð:):):) var að borga staðfestingargjaldið áðan þannig að þar með er það ákveðið að næsta vor fer ég hinu megin á hnöttinn, en ekki nema bara 2 próftarnir og ein önn eftir þangað til. En hugurinn ber mann hálfa leið... og ætli að peningarnir beri mann ekki hinn helminginn... vei ég er búin að vera svo spennt í allan dag. En best að fara að einbeita sér að próflestri, svona í bili að minnsta kosti.
Þangað til næst
;)

mánudagur, desember 01, 2003

Ef þið eruð pirruð út í einhvern þá er hér nýtt ráð hvað maður á að gera:) En spurning um hver viðbrögðin verða......
Hingað til hef ég ekki verið mjög æst í að læra skák, en núna gæti orðið breyting á því ég fann þetta. Vill einhver kenna mér mannganginn??