Ríkey

mánudagur, maí 29, 2006

Jæja jæja maður er nú ekki horfinn af yfirborði jarðar þó svo að skólafélagarnir hafi verið farnir að halda það þar sem ég hef ekki mætt í skólann í marga daga, ólíkt mér. En hressandi veikindi voru orsök fjarveru minnar en þau eru sem betur fer að taka enda, held ég allavegana. Það er eiginlega eins gott að maður fari að hressast eitthvað þar sem að það eru bara tveir dagar í The Big Apple, víííí - verð að viðurkenna að ég er farin að hlakka pínu til, er smávegis eins og lítið barn að bíða eftir jólunum:)

þriðjudagur, maí 23, 2006

Síðasta helgi var tekin með menningarlegu trompi. Á föstudagskvöldinu fórum við Óli í leikhús ásamt Adda og Áu (litli bróðir Óla og kærastan hans). Við sáum leikritið Fullkomið brúðkaup og það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið að einu leikriti, ég mæli alveg með því. Síðan á laugardeginum þá fór ég á leikritið Ronja Ræningjadóttir og ég skemmti mér ekkert síður á því. Mér finnst líka alltaf svo gaman að sjá litla krakka í leikhúsi, þau eru alltaf öll á iði og svara oft leikurunum þegar þeim finnst eins og það sé verið að spyrja sig. En nei ég fór ekki ein heldur fór ég sem staðgengill systur minnar með börnin hennar. Verð reyndar að segja að mér fannst þetta soldið langt miðað við að þetta var barnaleikrit en það var 2,5 tími. En svo var mjög fyndið líka að sjá alla krakkana eftir leikritið því þá komu Ronja Ræningjadóttir og Birkir Borkason (aðalpersónurnar) fram og voru að gefa eiginhandaáritanir og allir krakkanir voru voðu spennt yfir því.
En eftir alla þessa menningu þá tók við hálfgerð ómenning á laugardagskvöldinu, Eurovisionpartý. Ég er nú samt nokkuð ánægð með sigurvegarana, svona fyrst að Silvían okkar komst ekki áfram. Það eru nú skiptar skoðanir á þessari skrímslahljómsveit en mér fannst þeir bara fyndnir:)

þriðjudagur, maí 16, 2006

Ég er á lífi eftir hjólaferðina miklu síðasta föstudag. Verð þó að viðurkenna að sitjandinn kom ekki svo vel út úr þessari þrekraun, ég ætla allavegana ekki að hjóla aftur fyrr en ég er búin annað hvort að kaupa mér kvenhnakk eða kaupa gelpúða á hnakkinn sem er á hjólinu. En ég elska þetta veður og vona að allt sumarið verði svona, bjartsýn:)
En talandi um sumarið þá er langt síðan ég ákvað að vera bara að vinna að lokaverkefninu mínu í sumar en einhvern veginn aldrei pælt neitt í því hvernig það verður að vera hérna niðri í skóla heilt sumar. Svo í morgun þá benti Sigrún Lilja mér á það hversu sorglegt það væri að bílaplanið væri tómt því það væru allir búnir í prófum en við værum hérna ennþá, mastersnemarnir. Þá fór ég allt í einu að pæla í því hvað það verður örugglega einmannalegt hérna í sumar. Það verður þá kannski til þess að maður verði bara ennþá duglegri, hummm vonandi;)

Ég er nú ekki vön að tala mikið um pólitík en ég get ekki orða bundist yfir fréttum gærdagsins. En eins og líklegast allir vita þá snérust fréttir gærdagsins ekki um neitt annað en ölvunarakstur eins frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Eftir að hafa heyrt viðtal við formann flokksins þá fór ég að velta því fyrir mér hvort það væri lögð önnur merking í íslensku innan flokksins, þar sem formaðurinn talaði um að þessi ágæti sjálfstæðismaður hafi lent í ölvunarakstri, hummm...... Einnig var þetta orðalag notað þegar ágætur þingmaður sjálfstæðisflokksins lenti í því að svíkja út peninga og vörur og fleira........ ég skil ekki alveg hvernig geta menn bara lent í svona löguðu - er þetta ekki eitthvað sem þeir gera meðvitað en ekki óvart, nei ég bara spyr?

föstudagur, maí 12, 2006

Ég fékk þá flugu í höfuðið í gærkvöldi að ef það yrði gott veður í dag þá myndi ég hjóla í skólann - í morgun spratt ég á fætur og sá að sólin skein og það var næstum heiðskýrt þannig að þar með var það ákveðið að ég myndi spara bensínið í dag og hjóla. Ég hefði kannski átt að hugsa málið aðeins betur og átta mig á því að ég hef ekki hjólað neitt síðan fyrir ári síðan. En nema hvað ég fer af stað og ég og hjólið þurftum aðeins að venjast hvort öðru þar sem þetta er hjólið hans Óla, enda hafði hjólinu ekki verið hjólað í rúm tvö ár. Svo þegar ég er komin niður í mjódd þá fer fólk að byrja að taka fram úr mér, sem mér fannst allt í lagi meðan það voru einhverjir hjólagaurar með massa vöðva á lærunum og í hjóla-outfittinu. EN þegar kona á "besta aldri" (jafngömul mömmu:)) tók framúr mér þá fór ég nú að hjóla hraðar. Svo gekk mér nú ágætlega að hjóla en þegar ég var að koma að Nauthólsvíkinni þá var ég nú alveg farin að finna vel fyrir rassinum á mér, eiginlega það mikið að ég gat ekki fundið neina þægilega stellingu til að hjóla í. Var búin að gleyma að það er vont fyrir rassinn að vera með karlmannshnakk og hugsaði með hrillingi til heimferðarinnar. En þegar þarna var komið þá vissi ég að ég ætti stutt eftir þannig að ég gat nú ekki farið að gefast upp og reiða hjólið þannig að ég hjólaði bara aðeins hægar enda var svo gott veður að mér fannst bara upplagt að njóta þess og fallega útsýnisins sem ég hafði yfir Skerjafjörðinn. Hins vegar þegar eldri menn sem voru að hjóla þarna fóru að taka fram úr mér þá var mér nú eiginlegast nóg boðið og reyndi eins og ég mögulega gat að gefa aðeins í og mér tókst að koma mér niður í skóla óskaddaðri.
Fór síðan niður í leikfimishús til að baða mig og konan sem vinnur þar fór að spyrja mig hvaðan ég hefði verið að hjóla og ég sagði henni það sigri hrósandi. En nei þá sagði hún bara: "Já úr Breiðholti, það er ekkert mál. Ég hef oft komið hjólandi eða skokkandi úr Hafnarfirðinum". Þar með gekk ég niðurlút inn í sturtuklefa og fannst hjólaafrekið mitt ekki lengur svo mikið afrek:(
Svo er það nú spurning dagsins hvernig fer ég heim - ætli mér takist að hjóla heim? Allavegana upp í Mjódd og reiði svo kannski hjólið upp bröttustu brekkuna heim, ætti kannski að taka strætó úr Mjóddinni og heim;)

Ég fór í gær og keypti mér hjálm svo ég yrði nú örugg á hjólinu. Í hjólabúðinni sem ég fór í var kona líka á "besta aldri" að kaupa sér hjálm. En hún sagðist ómögulega geta verið með svona hjálm, hann færi henni svo illa. Ég hélt að fullorðið fólk hugsaði ekki svona, allavegana fannst mér þetta hálf skrítin hugsun. En þá sagði búðarmaðurinn við hana að þetta snérist ekki um að líta vel út heldur um öryggi og sagði svo: "Bílbeltið í bílnum mínum fer nú ekki vel við jakkann minn en ég nota það samt". Nokkuð mikið til í þessu.

Góða helgi krúttin mín;)

mánudagur, maí 08, 2006

Sumarið er komið víííííi loksins er ég ánægð með að hafa sól og hlýtt í byrjun maí. Loksins er ég búin snemma í prófum og vonandi er ég búin í prófum for good. En átti mjög góða helgi í góða veðrinu og naut þess að gera skemmtilega hluti án þess að vera með samviskubit yfir því að ég ætti nú eiginlega að vera að læra, góð tilbreyting:)
Ég hef alltaf vitað að vísindamenn gerðu góða hluti en þessi uppgötvun er mjög sniðug;)