Held að heilinn sé í sumarfríi svona rétt eins og Ísland. En alveg magnað hvað maður afrekar miklu meira með því að fara 50 mín fyrr á fætur á morgnanna. Held að ég þurfi að koma þessu upp í vana að vakna fyrr, það gæti þó orðið þó nokkuð erfitt fyrir svefnpurrku eins og mig. Annars þá gengur lífið sinn vanagang en þó held ég að það búi ljósaperuálfur í kjallaranum hjá okkur Óla sem eyðileggur perurnar. Ég steig nebbla framúr í gærmorgun og var að teygja mig og rak mig þá í loftljósið í svefnherberginu (það er frekar lágt til lofts hjá okkur) og þá fékk ég bara peruna í hausinn áður en hún datt í gólfið og smallaðist. Ekki sérlega gaman að þurfa byrja morguninn á því að draga fram ryksuguna. Sem betur fer er bjart úti meirihluta sólarhringsins ennþá þannig að það skiptir ekki svo miklu máli þó að nánast helmingurinn af ljósunum hjá okkur sé með sprungna peru. Vona að ljósperuálfurinn verði ekki svona skæður þegar það fer að dimma meira. Ekki nema maður taki það upp að lýsa íbúðina upp með kertaljósi í vetur, það gæti orðið mjög kósí en kannski leiðinlegt til lengdar;)
Eins og flestir vita þá er ég búin að vera að hlaupa/skokka í allt sumar og núna er ég búin að skrá mig í 10 km hlaupið í maraþoninu í ágúst þannig að það verður ekki aftur snúið. Jább ég lét loksins verða af því, er búin að vera að geyma það að skrá mig en núna hef ég tekið áskorun minni á sjálfa mig. Eins gott að standa sig:)
En er þá ekki best að drífa sig út og skokka smá, maður verður allavegana að reyna;)
Eins og flestir vita þá er ég búin að vera að hlaupa/skokka í allt sumar og núna er ég búin að skrá mig í 10 km hlaupið í maraþoninu í ágúst þannig að það verður ekki aftur snúið. Jább ég lét loksins verða af því, er búin að vera að geyma það að skrá mig en núna hef ég tekið áskorun minni á sjálfa mig. Eins gott að standa sig:)
En er þá ekki best að drífa sig út og skokka smá, maður verður allavegana að reyna;)