Ríkey

sunnudagur, desember 21, 2008

Jólin eru handan við hornið og af því tilefni ákvað ég að gefa sjálfri mér jólagjöf þetta árið. Ákvað að hafa þetta gjöf sem maður gefur sjálfum sér á svona krepputímum, því þetta er ákveðið sparnaðarráð ...... ég sem sagt ákvað að splæsa á mig laseraðgerð á augunum og losa mig þar með við gleraugun. Jább nú er ég ekki lengur gleraugnaglámur ótrúlegt en satt. Búin að ganga með gleraugu í rúm 11 ár og svo núna ekki neitt framan í mér að þvælast fyrir. Verð reyndar að viðurkenna að þetta er soldið skrítið ennþá að þurfa ekki að passa gleraugun og þurfa ekki að ýta þeim upp á nefið, sem er nú samt ósjálfráð hreyfing hjá mér sem ég stóð mig að vera gera í gær. Hummm ætlaði að ýta gleraugunum upp á nefið eins og venjulega en nei það voru bara engin gleraugu til að ýta á. Finnst líka ennþá frekar skrítið að ganga fram hjá spegli en er samt mjög sátt með þessa breytingu, allavegana ennþá :) Ætli það eigi nokkur maður eftir að þekkja mig í vinnunni, ætti kannski að lita hárið á mér dökkt og þá myndi pottþétt enginn þekkja mig, hehe..... nei ég segi nú bara svona, þetta er ekki svo mikil breyting þó svo að gleraugun hverfi.... það vantar bara eitthvað smá framan í mig. En já jólin alveg að koma enda sit ég heima, hlusta á jólatónlist og pakka inn jólagjöfum, gerist varla betra en það.

Set inn eina mynd af mér gleraugnalausri þannig að þið getið farið að venja ykkur við að sjá mig svoleiðis. Þið komið hins vegar ekki til með að sjá mig í svona gulljakka alla daga, bara núna í tilefni jólanna svo njótið vel, hehe ;)

miðvikudagur, desember 17, 2008

Kíkið á þetta ....... hehehe :)

sunnudagur, desember 14, 2008

Tók jólagjafainnkaupa-madness í gær, fór eins og stormsveipur um búðirnar. Tókst samt bara að klára helminginn af gjöfunum en var alveg komin með nóg af þessu búðarstússi. Alveg ótrúlegt hvað þetta getur verið skemmtilegur fylgifiskur jólanna þessar blessuðu jólagjafakaup.

Í dag var svo piparkökumálun hjá mömmu og pabba

Þar sem bæði litlu og stóru börnin sýndu sína listrænu hæfileika og ég held að stóru börnin hafi haft mun meira gaman af þessu en þau litlu:)


föstudagur, desember 12, 2008

Ákvað mér til ánægju og yndiauka að kíkja á stjörnuspána mína í dag og þá sá ég þetta:

"Nú reynir á samskiptahæfileika þína. Haltu þig við áætlanir þínar og fáðu alla þá í lið með þér sem þú mögulega getur. "

Ok hver vill vera með mér í liði???

Var að vinna aðeins frameftir í gærkvöldi og þegar ég lagði af stað heim var vonda veðrið byrjað. Ég sat ein í risasmáa Yarisnum mínum á ljósum þegar þessi þvílíka vindhviða kom, ég hélt að bílinn myndi fjúka.....gat varla beðið eftir grænu ljósi svo ég gæti haldið áfram. Úff þvílíkt veður, var mjög fegin að þurfa ekki að vera úti í gær. Hins vegar veit ég samt um nokkra víkinga sem fóru í powerrade hlaupið í gærkvöldi meðan veðrið var sem verst, þeir hljóta samt að vera haldnir sjálfspyntingarkvöt á háu stigi ;)

Best að halda áfram að vinna og hlusta aðeins meira á jólalög Baggalúts, kemur manni í ótrúlegt jólavinnustuð :)

fimmtudagur, desember 04, 2008

Rakst á þetta áðan ..... sumir eru snillingar frá upphafi :)

þriðjudagur, desember 02, 2008

Jæja þá er desember byrjaður og enn einu sinni er orðið allt of stutt í jólin. Ég sem ætlaði að vera svo tímanlega þetta árið, hummm skil ekki hvernig mér datt í hug að ég gæti verið tímanlega með eitthvað. Mér tókst ekki einu sinni að setja aðventuljósið út í glugga á réttum degi....... getur nú varla skipt miklu máli þótt aðventan byrji nokkrum dögum seinna hjá mér en öðrum;)
Þessa vikuna er jóla-leynivinaleikur í vinnunni og það er mjög skemmtilegt að sjá fullorðið fólk missa sig í þessum leik. Allir eru mjög spenntir yfir þessu en þykjast samt ekki vera það. Strákarnir (mennirnir, veit ekki alveg hvað ég á að kalla þá) sem sitja á næstu borðum við mig í vinnunni reyna mjög mikið að lesa allt út úr sínum gjöfum. Til dæmis ef gjöfin er vel innpökkuð þá getur leynivinurinn ekki verið karlkyns, ef gefinn er bjór óinnpakkaður þá er það pottþétt karlmaður..... og alls kyns svona pælingar sem reyndar fær mann oft til að hlæja, sérstaklega þegar maður er búinn að fatta hver er vinur hvers. Svo kemur allt í ljós á föstudaginn í jólaglögginu hver er vinur hvers. En þetta hressir mann alveg við að fá smá óvæntan glaðning svona í vinnunni. Í dag fékk ég pakka af jólasmákökum og dós af jólaöli, mjög viðeigandi svona í byrjun desember. Þetta voru reyndar loftkökur sem voru uppáhaldið mitt þegar ég var lítil en eftir að hafa smakkað tvær þá mundi ég af hverju ég hef ekki borðað svoleiðis kökur í mörg ár, þetta er ekkert nema sykur og þvílíka sykursjokkið sem maður fékk. En samt góðar;)
Heyrði síðan jólalagið hans Skráms í dag í útvarpinu og held að ég hafi bara komist í jólaskap við að heyra það. Það tilheyrir einhvern veginn jólunum að hlusta á þetta lag, Kæri jóli........ þinn vinur Skrámur......