Ríkey

sunnudagur, júlí 31, 2005

Þá er Óli kominn og farinn aftur. Það var mjög gott að fá hann í svona smá heimsókn, en þetta var líklegast síðasta heimsóknin hans hingað þar sem ég kem heim eftir einungis 5 vikur:) Ég sendi slatta af dóti með honum heim og það var hálf skrítið að vera að pakka þessu niður og vera ekki að fara neitt sjálf, en gott að vera laus við þetta.
En á fimmtudag og föstudag voru þvílíkar þrumur og eldingar hérna og því fylgdi mikil rigning, sérstaklega á fimmtudagskvöldið. Þá fóru göturnar alveg á flot hérna. Síðan í gær þá sá ég á netinu að það væri búið að vera brjálað veður í Evrópu og þetta var víst bara hluti af því. Ég sem hélt að þetta var bara svona hérna á sumrin, hehe......
Annars er nú ekki mikið að frétta héðan nema bara lærdómur, það eru allir í próflestri þessa dagana. Enn ein verslunarmannahelgin sem fer í lærdóm og en vonandi sú síðasta.

Amælisbarn dagsins í dag er stóri bróðir:
Til hamingju með afmælið Sigurjón........

sunnudagur, júlí 24, 2005

Þjóðverjar eru stundum soldið skrítnir. Ég er búin að reyna að vera dugleg að hreyfa mig núna undanfarið og það er stundum soldið skrítið fólk í leikfiminni. Mjög margir mæta í inniskóm eða Flipflops (sandalar með bandi á milli stóru tánnar og næstu) en fólk er reyndar ekki að hlaupa í þeim en soldið fyndið samt. Svo í gær þá kemur einn labbandi inn í tækjasalinn og hvað haldiði....hann var í gallabuxum. Hvað er fólk að spá.......það er ekki hægt að hreyfa sig neitt sérlega mikið í gallabuxum. Ég myndi allavegana ekki leggja í það.

Ég fór í fyrsta prófið mitt síðasta fimmtudag og það gekk bara ágætlega. Þannig að núna er bara að reyna að læra fyrir næsta. Tók mér samt pásu í gærkvöldi og fór með Bjargeyju og Elu (bekkjarsystur Bjargeyjar) á Das Fest, sem þýðir Hátíðin á íslensku. Það er svona tónlistarhátíð sem er ókeypis inn á og fullt af hljómsveitum spila. Eins og það er mikið af fólki þarna þá var fyrsta fólkið sem við sáum Stefanía og Gísli. Við fórum í gær til að hlusta á uppáhalds þýsku hljómsveitina okkar en það er hljómsveitin Juli. Þetta var mjög skemmtilegt því við héldum að þau myndu bara spila nokkur lög en nei þetta voru bara alvöru tónleikar og þau spiluðu í rúman 1 og 1/2 tíma. Það var alveg þvílík stemming þarna og fólk á öllum aldri dansandi og syngjandi.

Hafrún og pabbi hennar voru að fara út en þau eru að fara á Formúluna núna. Mér finnst miklu skemmtilegra að sitja hérna heima og læra:( Nei nei ég segi nú bara svona, vona að það verði gaman hjá þeim, veit reyndar að það verður það. En best að læra núna svo ég geti kannski tekið mér pásu og horft á formúluna í imbanum á eftir.
En þar til síðar.... chiao;)

mánudagur, júlí 18, 2005

Róleg en góð helgi búin. Í gær kom Guðný Birna í heimsókn til okkar og var þá ákveðið að líta aðeins upp úr bókunum og kíkja í sund í góða veðrinu. Reyndar þá held ég að sólin sé ekki lengur vinkona mín því ég fékk ekki svo mikið sem eina freknu, skil þetta ekki. Held að ég geti sem sagt bara sætt mig við það að sitja inni og læra:)
En í morgun var Guðnýju bara rétt kort af borginni og húslykla og hún svo send út á meðan ég og Hafrún erum að læra. Ótrúlega góðir gestgjafar;) En held að hún komi til með að rekast á góða vini hér í borg, þar á meðal H&M mikinn stórvin okkar Hafrúnar:)
En annars er bara læra læra og eins gott að vera duglegur að læra svo ég geti séð af nokkrum mínútum í næstu viku þegar Óli kemur til mín. Vííííí hlakka til að fá hann hingað. En hann ætlar ekki að stoppa lengi í þetta skiptið, enda er ég alveg að fara að koma heim bara 7 vikur þangað til á morgun;) Well varmadælurnar bíða mín.............. heyrumst og sjáumst.......

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Jæja þá er fyrsti áfanginn búinn. Var að klára að flytja lokafyrirlesturinn í einum kúrsinum sem ég var í og þar með er hann búinn, þ.e. ekkert próf bara þessi fyrirlestur. Þetta gekk bara alveg ágætlega, fékk meira að segja hrós frá einum samnemenda því að þetta var svo erfitt efni. Þetta er reyndar verkefnið sem ég er búin að vera að vinna í hópvinnunni en niðurstaðan var þessi fyrirlestur. Jább hópur af útlendingum gat gert svona þvílíkt gott verkefni;) En þá eru bara 3 dagar eftir af kennslunni og svo byrjar hinn ótrúlega skemmtilegi tími sem kallast próftími....... en ágætt svosem því þá getur maður setið allan daginn og lært og þarf ekkert að mæta í tíma, maður verður að vera jákvæður ekki satt;)

mánudagur, júlí 11, 2005

Sit inni og er að læra meðan úti eru þrumur og eldingar og rigning af og til. Mér var boðið í brúðkaup síðustu helgi, reyndar bæði heim á Íslandi og hérna í KA. Því miður komst ég ekki í brúðkaupið sem var heima en mig langar að óska Maríönnu og Jens til hamingju en þau giftu sig síðasta laugardag. En hérna var mér boðið í brúðkaup hjá kínverskri stelpu sem er með mér í hóp í einu verkefni sem við erum búin að vera að vinna að. Hún ákvað að bjóða öllum hópnum þrátt fyrir að hún þekki okkur næstum ekki neitt. En þetta var mjög venjuleg athöfn nema hún var öll á kínversku. Maður sá bara þegar fólk spennti greipar og laut höfði að þá var verið að fara með bæn og maður hermdi bara eftir. Svo var sungið á kínversku, 2 kórar sem skiptust á að syngja. Eftir athöfnina var svo boðið upp á veitingar sem voru mjög þýskar, brauð með allskonar áleggi, kökur og gos. En skemmtileg tilbreyting og ég læt fylgja eina mynd með af mér, brúðhjónunum og Elodie (frá Frakklandi), en hún var líka í hópnum okkar í verkefninu.Ég, Jingting og maðurinn hennar og Elodie Posted by Picasa

Á laugardaginn fór svo stór hópur af Íslendingum út að borða og svo í "menningarlega" ferð gegnum Karlsruhe, hehe:) Það voru sem sagt svo margir hér í heimsókn þessa helgina, þ.e. hjá hinum Íslendingunum, að við urðum nú að sýna hvað er gert sér til dundurs hérna í KA. Fórum meðal annars og sýndum hvernig maður drekkur stígvél og hér sjáið þið það;)
Sjáiði hvað ég er dugleg;)

En best að fara að gera eitthvað af viti og halda áfram að læra.
Bæjó spæjó.......

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Jább það er kominn nýr mánuður enn einu sinni. Inga systir og familía eru komin í heimsókn til mín og það er búið að vera nóg að gera, en bara gaman að því. Erum búin að fara í dýragarðinn, að versla og reyndum að fara í sund í góða veðrinu. En góða veðrið breyttist í óveður því það komu þrumur og eldingar og þvílík rigning (held að himingáttirnar hafi opnast) ásamt hagléli. Jább haglél, það stærsta sem ég hef nokkurn tímann séð. En við náðum að koma okkur í skjól sem betur fer. En best að fara að koma sér í háttinn því ég þarf að vakna snemma í fyrramálið því við erum að fara í Europapark, vei:)