Ríkey

föstudagur, október 27, 2006

Þessi vika búin, hún var nú búin áður en hún byrjaði - get svo svarið það. Verð eiginlega að viðurkenna að mér líkaði betur við frostið sem búið er að vera en alla þessa rigningu.
Fór síðasta laugardag í bæinn með mömmu og við vorum ótrúlega duglegar, við röltum upp og niður laugaveginn og upp og niður skólavörðustíginn. Og af því það var svo gott veður þá tókum við mynd af okkur, ætluðum að hafa Hallgrímskirkju í baksýn en það tókst ekki betur en svo að það rétt svo sést í toppinn á henni.


Ég er farin að halda að ég hafi staðið á tám því ég held að ég sé ekki svona mikið stærri en mamma eða kannski voru það skórnir sem ég var í, maður má nú svindla aðeins:)

föstudagur, október 20, 2006

Las skemmtilega föstudagsfrétt á mbl áðan. Hún var um slagsmál sem komu upp á bílastæði við Smáratorg. Tvær konur urðu brjálaðar út af bílastæði, þ.e. hvor hefði verið á undan og hvor þeirra ætti því meiri rétt á að leggja í stæðið. Þetta endaði víst með handalögmálum og kalla þurfti til lögregluna. Hvað er að fólki.........ég bara spyr.......... ég meina allt í lagi að verða pirraður ef maður missir af stæðinu sem manni fannst maður eiga meiri rétt á en hinn sem svo tók það en ég held að ég myndi ekki rjúka út úr bílnum mínum til að slást upp á stæðið. Hef reyndar séð svona gerast einu sinni og það endaði með árekstri því báðir ætluðu í stæðið og keyrðu báðir af stað í það og enduðu náttla á því að keyra á hvorn annan. Held að mér þyki of vænt um bílinn minn til að fórna honum í svona vitleysu:)

En góða helgi og varið ykkur á bílastæðum borgarinnar...hehe;)

mánudagur, október 16, 2006

Veturinn er greinilega á næsta leiti - leit á Esjuna á leið minni niður í skóla í morgun og hún var hvít niður í miðjar hlíðar, leit þá næst á hitamælinn í bílnum mínum og hann sagði 4°C brrrrrrrr....... Svona veður gerir það reyndar að verkum að mann langar til að sitja inni og gera eitthvað af viti sem er auðvitað bara gott. Finnst líka frábært að það sé orðið svona dimmt á kvöldin því þá getur maður farið að kveikja aftur á kertum og hafa það kósí;)

miðvikudagur, október 11, 2006

Eins og þeir sem þekkja mig vita að þá er ég frekar vanaföst og ekki mikið fyrir alltof róttækar skyndiákvarðanir og oftast þegar ég fer í klippingu þá kem ég út mjög svipuð og þegar ég fór inn, fyrir utan að þá er rótin farin;). Já hingað til þá hef ég alltaf verið mikið fyrir að vera svona on the safe side og í gær þá var kominn tími til að fara í klippingu og svona leit ég út áður en ég fór í klippingu:


Þegar ég settist í stólinn og klipparinn minn fór að tala um hvað skyldi gera þá ákvað ég að breyta út af vananum og taka skyndiákvörðun um breytingu og þar af leiðandi þá lít ég svona út í dag:


Jább ég lét lokkana fjúka.......verð að viðurkenna að mér finnst þetta soldið skrítið en held að ég sé samt bara ánægð með þetta. Þegar Óli kom svo heim þá brá honum eiginlegast þar sem hann átti nú bara von á að ég liti út eins og venjulega eftir klippingu, sem sagt ekki mikið breytt:)

miðvikudagur, október 04, 2006

Alveg magnað hvað fólk getur verið tregt í hringtorgum. Það mætti stundum halda að það hafi gleymst að senda fólk í ökutíma í hvernig á að keyra í hringtorgi. Það er alltaf jafn hressandi að vera í umferðinni á morgnanna þegar allir eru úrillir og varla vaknaðir. Þetta á auðvitað ekki um mig þar sem ég tek mér góðan tíma á morgnanna til að vakna áður en ég fer út, hehe:)

Var minnt á það í gærdag hvað maður er ótrúlega háður rafmagni. Rafmagnið var sem sagt tekið af götunni minni í gær í nokkra klukkutíma því það var verið að laga eitthvað í götunni. Við vissum sem sagt fyrir fram að það yrði tekið af. En þar sem mér tókst að slökkva á vekjaraklukkunni og svaf því lengur en ég ætlaði mér þá var búið að taka rafmagnið af þegar ég vaknaði. Ég hafði nebbla ætlað mér að fara í sturtu áður en rafmagnið yrði tekið af en þar sem að rafmagnsleysi hefur ekki áhrif á heita vatnið þá brá ég á það ráð að kveikja á kertum inni á baði og fór í sturtu með kertaljós til að lýsa mér, afar rómantísk sturtuferð sem gekk stórslysalaust fyrir sig;)
En svo var greyið Óli veikur heima og hann gat ekkert gert nema látið sér leiðast þar til rafmagnið kom á aftur því hann var löngu búinn að lesa blöðin og ekki gat hann horft á sjónvarp og ekki hlustað á útvarp og því síður að hann gæti farið í tölvuna. Jább allt sem manni finnst sjálfsagt að hafa er tengt rafmagni. Soldið magnað:)

mánudagur, október 02, 2006

Núna er haustfríinu hérna á blogginu lokið:) Er búin að vera með ritstíflu síðustu vikurnar, bæði hér á blogginu og í verkefninu mínu sem er nú öllu verra. En vona að allar flóðgáttir opnist núna og ég komi til með að skrifa sem óð væri og þá sérstaklega í verkefninu mínu......

En ég tók allt í einu eftir því í síðustu viku að það er virkilega komið haust. Mér fannst eins og laufin á trjánum hefðu allt í einu breytt um lit, ja bara svona eins og það hefði gerst á einni nóttu. Greinilegt að maður er ekkert alltaf að horfa mikið í kringum sig.

Óli stakk af einu sinni enn síðustu helgi, reyndar ekki langt í þetta skiptið. Hann fór norður með pabba sínum að hjálpa honum í bústaðnum. En til þess að mér leiddist ekki þá komu Daníel Arnar og Friðrik Ingi (bróðursynir mínir) og fengu að gista hjá mér á laugardagskvöldið. Það var þvílíkt partý hjá okkur með pizzu, poppi, bíómynd og alles. Svo var auðvitað horft á barnaefnið á sunnudagsmorgninum. Þá tók ég eftir einu sem mér fannst soldið skrítið. Eftir því sem leið á morguninn þá fór að koma meira og meira efni fyrir eldri krakka og þá var líka hætt að talsetja teiknimyndirnar og bara hafður texti. Finnst þetta kannski rökrétt að því leyti að yngri börn vakna oftar fyrr á morgnanna en þau sem eldri eru en hvað er málið með það að hafa síðan bara allar teiknimyndirnar á ensku með íslenskum texta þegar líður á morguninn. Hætta þá yngri börnin að horfa þegar þau eldri koma að skjánum eða hvað er málið? Af hverju ekki að íslenska allt barnaefnið......líklega of dýrt. En kannski skiptir það börnin engu máli þótt þau skilji ekki - kannski er nóg fyrir þau að horfa bara á hvað er að gerast.

En best að drífa sig aftur í lærdóminn þar sem að það er kominn mánudagur enn einu sinni og þar að auki þá er október byrjaður. Tíminn líður allt of hratt á gervihnattaöld.............