Ríkey

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Er búin að komast að því að ég er félagsvera. Í síðustu viku þá var ég búin að vera ein hérna niðri í skóla (í húsinu sem mastersnemar hafa) allan daginn og hafði þar af leiðandi ekki talað við neinn síðan kvöldið áður og ég var að tryllast. Fór síðan um hálfþrjú að sækja skóna mína hjá skósmiðnum og fékk þá loksins að tala við einhvern, sem í þessu tilviki var afgreiðslukonan og þó svo að samskipti okkar hafi ekki verið mikil þá bjargaði hún mér alveg frá því að verða geggjuð á einverunni. Reyndar þá er stundum alveg gott að geta verið einn og einbeitt sér að því sem maður er að gera en stundum þarf maður bara að tala við einhvern um eitthvað annað en verkefnið. Sem by the way fer að klárast bráðum, jább í næsta mánuði þá klárast það og vörnin verður í lok maí vííííííííííiíií hlakka ólýsanlega mikið til:) En best að missa sig ekki alveg úr spenningi og halda áfram til þess að þetta klárist nú örugglega.
Auf wiedersehen;)

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Það heitasta í heilsu umræðunni í dag er magn transfitusýra í matvælum. Sá viðtal við danskan prófessor sem hefur rannsakað þetta í mörgum löndum. Í danmörku er reglugerð sem segir til um magn transfitusýra í mat og þar má ekki vera meira en 2g af transfitusýrum á hver 100g af fitu. En svo eftir að þessi prófessor rannsakaði nokkrar vörur keyptar hér á landi þá komst hann að því að miðað við 100 grömm af fitu í matvælunum var mesta magn transfitusýra að finna í örbylgjupoppi eða 58,1 g. Í kexi og kökum fann hann 33,7 g og í djúpsteiktum skyndibita 25,9 g. Þetta er ógeð - held að ég hugsi mig tvisvar um áður en ég gúffa aftur í mig heilan poka af örbylgjupoppi, hef alveg gert það oftar en einu sinni:) Hann, þessi danski prófessor, sagði að mikið magn af transfitusýrum í mat, meira að segja bara 5g á dag auki líkurnar á hjartaáfalli um 25%........... ojjojojojojjjjj

En ætli maður setji svo sem ekki alveg helling af einhverju svona ógeði á hverjum degi án þess að fatta það. Sumt er bara svo gott að maður getur ekki alveg hætt að borða það, ég er samt reyndar hætt að borða franskar á KEN en borða samt allt annað þar;)

Hef fengið mjög misjöfn viðbrögð frá fólki varðandi nýja litinn á hárinu mínu en líklega fyndnustu setninguna á bróðursonur minn sem er 5 ára. Hann horfi á mig og spurði svo: "Ertu með hárkollu?" eins og ekkert væri eðlilegra en öll familían sem var stödd heima hreinlega missti sig úr hlátri því hann meinti þetta svo innilega. Eftir að hafa jafnað mig á hláturskastinu þá útskýrði ég fyrir honum að ég hefði farið í klippingu og þar hefði hárið á mér verið litað. Um leið og ég er búin að segja honum það þá spyr hann: "Hvernig er hárið á Óla þá á litinn núna?" og gerði þar af leiðandi ráð fyrir að fyrst ég væri búin að lita á mér hárið þá hlyti Óli bara líka að hafa gert það:) Síðan var það systursonur minn sem er að verða 3 ára sem þekkti mig ekki þegar ég var að reyna að heilsa honum í fermingarveislu sem við fórum í síðustu helgi. Það tók hann smá stund að sætta sig við það að þessi ókunnuga kona sem var að reyna að tala við hann væri í raun Ríkey frænka hans. Börn eru ótrúlega fyndin stundum:)

föstudagur, apríl 13, 2007

Til þess að hressa mig aðeins við þá fór ég í klippingu í gær, reyndar var þetta mjög langþráð klipping því eins og þeir sem hafa séð mig nýlega þá var hárið á mér orðið hræðilegt. Nema hvað að ég fór í mesta sakleysi mínu í klippingu og eins og venjulega þá veit ég aldrei hvernig útkoman verður því ég leyfi klipparanum mínum yfirleitt að ráða hvað hann gerir við hárið á mér. Oftast þegar ég fer þá verður ekkert nein rosaleg breyting nema í haust þegar ég lét lokkana fjúka en núna þá varð mikil breyting. Ég er ennþá að velta því fyrir mér hver þetta er sem horfir á mig þegar ég geng fram hjá spegli:) Alltaf gott að breyta aðeins til, en ég lít einhvern veginn svona út - eða gerði það í gærkvöldi:)

Svona eftir á að hyggja þá er ég með smá crazy look á þessari mynd en gleðilegan föstudaginn 13. njótið dagsins og góða helgi;)

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Góðan daginn............

Páskarnir búnir og það styttist óðum í hinn langþráða maí mánuð, en þá ætla ég að klára verkefnið mitt. Hummm en það er mikið eftir að gera og lítill tími en það er eins og alltaf þegar verkefni eru annars vegar. Leit á mbl-vefinn í morgun og sá þar stjörnuspána mína sem hljómar svona:

Hrútur: Liðið treysir á þig að koma verkefninu í höfn, og þú treystir líka á þig. Þú getur heimtað af sjálfum þér að hrista þetta fram úr erminni, en lausnarorðið er húmor. Taktu þessu létt og þá gengur það upp.

Sem sagt bara vera létt á því og þá gengur allt upp - ætti ég kannski að lauma inn brandara hér og þar í rigerðina mína;)

Fór í gærmorgun í leikfimi sem auðvitað ekki í frásögur færandi nema af því að ég reyndi að stórslasa mig........ var að koma inn í world class og var á leiðinni í tíma. Er að ganga niður tröppurnar í átt að búningsklefanum þegar ég festi tána á pæjuskónum mínum í buxnaskálminni og er þar með næstum því flogin niður þessar hörðu steintröppur. En ég náði að bjarga mér með því að grípa í handriðið og hélt eins fast og ég gat í það á meðan fæturnir á mér náðu jafnvægi aftur og ég náði að losa pæjuskóinn úr buxnaskálminni. Hvað kennir þetta manni....jú ekki reyna að vera pæja kl.7 á morgnanna það endar bara illa:)

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Vorið er svo sannarlega að nálgast - í morgun þegar ég var að berjast við að komast fram úr, langaði mjög mikið að halda áfram að sofa. Skrítið hvað maður er alltaf til í að sofa lengur á morgnanna;) en allavegana það sem hjálpaði mér fram úr í morgun var að ég heyrði í fuglum tísta úti í garði og mér fannst það vera eitthvað svo sumarleg hljóð. Gerði eiginlega ráð fyrir að þegar ég myndi líta út um gluggann þá væri sól og sumarylur úti, en ekki alveg samt næstum því. Fór svo í mjög hressandi leikfimitíma, kennarinn ákvað að hafa extra erfiðann tíma þar sem að tíminn á næsta mánudag fellur niður. Mætti síðan í skólann og hitti leiðbeinandann minn og hann var bara jákvæður og uppörvandi, veitti ekki af þar sem að síðustu helgi fannst mér allt ómögulegt í verkefninu. Hitti síðan mömmu, Ingu og Lilju Rut í hádegismat þar sem þær voru að viðra sig í bænum í góða veðrinu. Þannig að þetta er búið að vera mjög fínn dagur, gott að hlaða batteríin svona smá enda er góð törn framundan sem verður samt alveg ótrúlega skemmtileg - ehemmm ein að reyna vera eins jákvæð og hægt er. Ætla að reyna að halda mig við það að allt gangi betur ef maður er í góðu skapi og jákvæður, pollýanna mætt á svæðið;)


Óska öllum gleðilegra páska:)