miðvikudagur, febrúar 28, 2007
þriðjudagur, febrúar 27, 2007
Hér er róbótinn að gera allt ready.
Og hér er verið að mjólka beljuna sem stóð róleg allan tímann því hún fékk fóðurbæti á meðan á þessu stóð. Vonandi finnst ykkur þetta jafn spennandi og mér fannst þetta, eða kannski er ég bara svona mikið nörd:)
Hér erum við borgarbörnin í hesthúsinu
Svo eftir stórglæsilegan kvöldverð eldaðan af stórgóðum kokkum;) var farið í heitapottinn þar sem Kristín sýndi okkur hvernig maður forðast það að fá eyrnabólgu þegar það sé skítakuldi úti eins og var á laugardagskvöldið:
Það var greinilega svona gaman í heita pottinum, við erum allavegana svona líka kát:)
Vorum síðan svo heppin að vera boðin í stórsteik á sunnudagskvöldinu þar sem við hittum þessa snúllu:
Birta þurfti aðeins að skoða hvernig klipping hans frænda síns var eiginlega, henni fannst þetta stutta hár eitthvað skrítið viðkomu.
Síðan las hún blaðið fyrir afa sinn sem fylgdist spenntur með:)
fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Sigrún fótboltakona, Margrét indjánahöfðingi, Ríkey pocahontas, Fjóla Langsokkur og Sylvía sudoku. Þokkalega flottar:)
Gerði í gær það sem ég hef verið að reyna lengi - ég fór í leikfimitíma kl.7:15 (en það þykir mjög snemmt á mínu heimili). Var mjög ánægð með að hafa komið mér framúr nógu snemma til að mæta í tímann, það hjálpaði nú helling til að ég var búin að mæla mér mót við Bjargeyju. Afrakstur tímans er svo sá að ég get varla gengið í dag fyrir harðsperrum:) en er samt eiginlega mjög ánægð með það því það hlýtur að þýða að maður hafi verið að gera eitthvað af viti. Svo er bara að vona að manni takist þetta aftur, þ.e. að fara svona snemma á fætur og drífa sig af stað. Það fer reyndar að verða auðveldara þar sem að það er farið að birta fyrr, ok kannski ekki orðið bjart kl hálfsjö ennþá en svona næstum því:)
þriðjudagur, febrúar 13, 2007
laugardagur, febrúar 10, 2007
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Annars er allt gott að frétta af manni og loksins get ég sagt að verkefnið mitt sé að komast á gott skrið, 7 9 13, allavegana það sem af er þessari viku þá hefur allt gengið vel og áfallalaust. Ætli að það fari þá ekki allt í klessu eftir hádegi fyrst ég er að gefa út þessa yfirlýsingu, hehe:)
Á leiðinni í skólann í morgun þá var ég að hlusta á útvarpið og umræðan snérist um það hvað ríkir íslendingar gera við peningana sína. Það var kona sem hringdi inn og var að hneykslast á manninum sem keypti hús upp á einhverjar 100 milljónir og lét svo rífa það um daginn svo hann geti byggt nýtt hús. Henni fannst þetta vera algjör sóun á peningum og að hann ætti nú að nota peningana í eitthvað betra. Þá spurði þáttastjórnandinn hana ef að maðurinn ætti svona mikla peninga hvort hann mætti ekki bara eyða þeim í það sem hann vildi. Hún viðurkenndi það nú að þetta væru hans peningar og hann mætti jú eyða þeim í það sem hann vildi og þá var hún spurð hvað væri þá svona slæmt við þetta og konugreyið muldraði bara eitthvað og þar með var það samtal búið. Skil ekki af hverju fólk er að skipta sér af því hvað annað fólk gerir við sína eigin peninga, ætli það sé ekki bara öfundin sem fær fólk til að hneykslast. En ég hugsaði nú bara aðra hlið á þessu máli, þ.e. með manninn sem lét rífa húsið til að byggja nýtt, er hann ekki bara að skapa atvinnu og þannig að koma peningunum sínum út í þjóðfélagið - eru þá ekki allir að græða? Bara pæling:)