Ríkey

fimmtudagur, október 28, 2004

Ég er alltaf að komast að því betur hversu skrítnir þjóðverjar eru, ekki að það sé eitthvað slæmt þeir eru bara ekki jafn fullkomnir og við Íslendingarnir:) Hehehe ....... allavegana þá var ég í tíma í dag og kennarinn var með kennaraprik til þess að benda á myndirnar sem hann var að sýna okkur. Ekkert óeðlilegt við það, nema hvað kennaraprikið var 2 metra langt og hann þurfti næstum að nota báðar hendur til að geta notað það. Svo eru það strákarnir sem nota litapenna til að skrifa glósurnar sínar, öfugt miðað við heima. Svo ég minnist nú ekki á hárlitina sem fólki dettur í hug að setja í hausinn á sér. Alveg magnað hvað það er mikið af fólki með fjólublátt eða appelsínugult hár eða bara blátt eða bleikt. En maður ætti kannski ekki að setja út á þetta, hver veit nema maður verði búinn að lifa sig svo mikið inn í þýska menningu að maður fái sér einhverja skemmtilega liti í hárið. Kannski kem ég heim með jólatrésmynstur í hárinu um jólin:)

miðvikudagur, október 27, 2004

Þjóðverjar eru ótrúlega skrítnir. Held að þeir hafi aldrei heyrt talað um töflupúða. Var í dæmatíma áðan og það var alltaf þurrkað með blautum svampi og svo var skrifað með krít ofan í bleytuna og ekkert sást. Alveg óþolandi, nóg að maður eigi í erfiðleikum með að fylgjast með á þýsku þó að þeir fari ekki að skrifa óskiljanlega líka. En enginn kvartar og allir geta skrifað þannig að líklega eru íslendingar of góðu vanir. En hjólið mitt er algjör snilld. Maður hoppar upp á hjólið og er kominn strax í skólann. Svo þegar skólinn er búinn þá er maður kominn heim áður en maður veit af. Hafi maður einhvern tímann kvartað undan löngum tímum heima þá er það nú ekki neitt. Fór í 2,5 tíma fyrirlestur í gær, hélt ég yrði ekki eldri enda urðu augnlokin ansi þung undir lok tímans;)
Við Hafrún fórum í gær í fyrsta jógatímann okkar. Þetta var bara skemmtilegt en maður er nú soldið mikið stífur og stirður. En vonandi verður þetta til þess að maður liðkast aðeins.
Ég er núna með eitthvað bit á öðru handarbakinu og það er búið að stækka svo mikið í dag að ég held að ég sé fá þriðju hendina. Látið ykkur því ekki bregða ef að ég kem heim með 15 putta um jólin:)

mánudagur, október 25, 2004

Núna getið þið byrjað að telja niður dagana þangað til að ég kem heim. Já ég vissi að þið yrðuð spennt við að heyra þetta:) Ég kem heim 14.des, eftir einungis 7 vikur. Tíminn flýgur fram hjá manni. En annars þá fór Óli heim í dag. Skil ekki hvað þessir dagar voru fljótir að líða sem hann var hérna í heimsókn. Eftir að hann fór þá var hreingerningardagurinn mikli hérna í Werthmannstrasse enda veitti ekki af. Ekki það að Óli hafi druslað svona mikið til. Ótrúlegt hvað manni líður nú samt betur þegar allt er orðið hreint, ætti að prófa þetta oftar:)
Það er ótrúlegt hvað þjóðverjar gera furðulegar sjónvarpsauglýsingar. Við Hafrún erum ekki að skilja húmorinn í helmingnum af þeim sem við höfum séð. Ekki nema að við séum með svona geldann húmor.....nei það getur ekki verið;)
En best að fara að koma sér í háttinn svo maður geti vaknað í fyrramálið og tekið á móti viskunni sem prófessorarnir ætla að ausa yfir mann í fyrramálið. Svo erum við að fara í jóga annað kvöld, vonandi að það hafi góð áhrif á heilann;)
Gute nacht og schluss........

sunnudagur, október 24, 2004

Fór í gær í svaka fínt afmæli hjá Gísla. Þvílíkt mikið af veitingum og gleðin réði ríkjum allt kvöldið. Sumir ákváðu að skemmta löndum sínum með því að kenna þeim hvernig maður faðmar auglýsingaskilti. Mjög fróðlegt og skemmtilegt;) Vöknuðum svo frekar þreytt í dag en okkur til mikillar gleði þá var þetta líka fína veður. Röltum og fengum okkur staðgóðann morgunverð á Maccadóna. Fórum svo í hallagarðinn þar sem að við lögðumst í sólbað. Héldum að við værum að fara liggja í rólegheitunum en hef sjaldan þurft að nota magavöðvana jafn mikið á sunnudegi. Jón Geir fór nebbla á kostum og við lágum í hláturskasti í nokkra tíma þarna í grasinu. Reyndar tókst Óla að sofna, kannski að Jón Geir hafi svona róandi áhrif á hann. En best að fara að knúsa Óla aðeins þar sem að hann er nú að fara heim aftur á morgun:(

laugardagur, október 23, 2004

Vei netið er komið í samband hérna heima hjá okkur:) Í gær virkaði nebbla ekki neitt, ekki netið ekki nýja sjónvarpið okkar:( En svo kom Kjartan hetja og bjargaði okkur, þ.e. kom netinu í gang. Svo reddaði Konni okkur með sjónvarpið, Takk strákar. Þannig að núna erum við komnar í samband við umheiminn, vei mér líður núna free as a bird. Ótrúlega er maður háður þessu neti. En annars var svaka gaman í gærkvöldi, byrjuðum á að fara bara tvö út að borða, ég og Óli. Hittum svo flest alla íslensku strákana hérna, stelpurnar voru í stelpupartýi í Stuttgart. Kíktum síðan í eitthvað brasilískt partý sem var nú bara eins og sána, svitinn lak alveg af manni. Eftir að hafa klárað allan bjórinn af barnum þar þá héldum við áfram. Ekki það að við höfum verið eina fólkið sem var að drekka þarna:) En svo fórum við á Krokokeller sem er diskótek og þar var byrjað að dansa. Þvílíkir danstaktar hafa sko ekki sést langa lengi og langar mig að þakka Jónunum tveimur fyrir skemmtileg tilþrif;)
Svo heldur djammið áfram í kvöld. Erum að fara í 25 ára afmæli hjá Gísla. Býst við góðri skemmtun enda verður þarna fullt af klikkuðum íslendingum. En best að fara koma sér út í góða verðrið. Until later......

fimmtudagur, október 21, 2004

Lífid heldur áfram sinn vanagang hérna í Týskalandi. Núna er skólinn loksins ad byrja. Fór í fyrsta tímann minn í morgun og leist bara mjög vel á. Tetta var meira ad segja taegilegra en heima tví tad var ekki byrjad ad kenna í fyrsta tímanum. En soldid erfitt ad ná ad fylgjast med og reyna ad glósa eitthvad. Ég aetladi nebbla ad byrja rosa vel og glósa allt en tá var tetta bara kynning á tví sem verdur gert í vetur í námskeidinu og madur turfti ekki ad glósa neitt. En ég og hinir útlendingarnir sátum sveitt og glósudum allt sem vid gátum.
Sídustu helgi héldum vid Skandinavískt partý, tad er erasmus-krakkarnir frá nordurlöndunum. Tetta var hid fínasta partý og myndirnar koma tegar netid verdur komid í lag heima hjá okkur. Netid er nú önnur saga. Hversu flókid getur tad verid ad fá internetid til ad virka. Vid fórum og gerdum samning vid símafyrirtaeki um heimasíma og nettengingu og tad gekk nú ótrúlega vel midad vid margt annad. Svo turftum vid ad bída eftir einhverjum taeknimanni sem átti ad koma og tengja eitthvad. Tegar hann loksins kom tá tók tad hann bara 2 mín. ad koma símanum í gang. Tá tók vid bid eftir splitter, eitthvad naudsynlegt dót svo haegt sé ad tala í símann og vera á netinu á sama tíma. Vid bidum og bidum eftir póstinum en aldrei kom splitterinn. Loksins rann upp sá dýrdardagur ad póstmadurinn vakti okkur med gladning, splitterinn var kominn:) Vid drifum okkur ad kveikja á tölvunum og reyna ad koma öllu í gang. Mér tókst ad komast inn á netid í nokkrar mínútur en svo fór ég eitthvad ad fikta til ad reyna ad koma Hafrúnu líka inn á netid en Nei tá datt ég út og sídan tá hefur ekkert gerst. En vid eigum góda vini hérna sem aetla ad reyna ad redda okkur á morgun. Tá vonandi fara myndirnar mínar ad streyma inn á veraldarvefinn ykkur til mikillar ánaegju (eda kannski ekki).
En best ad ég fari ad drífa mig svo ég komi ekki of seint til ad ná í Óla á lestarstödina. Já hann er ad koma í heimsókn, vei.... Vona bara ad hann taki rétta lest:)

miðvikudagur, október 13, 2004

Greinilegt ad midvikudagar eru bloggdagar, bloggadi sko sídast líka á midvikudegi;) Fórum sidasta laugardag til Stuttgart a Volksfestival. Ég og Hafrún fórum med Konna og svo saensku vinum okkar. Tetta byrjadi nu voda saklaust, settumst inn i eitthvad risatjald og aetludum adeins ad fa okkur ad borda. Svo kom tjonninn og vid badum bara um bjor ad drekka, reiknudum med ad fa i mesta lagi 1/2 liter eins og alls stadar annars stadar. En nei vid fengum literskönnu hvert okkar. En ta var nu bara ad hefjst handa og reyna ad vinna a öllu tessu magni. Alveg otrulegt hvad tetta rann ljuflega nidur. Vid pöntudum okkur lika ad borda en vissum ekki alveg hvad vid pöntudum tannig ad vid endudum a ad fa hvitar og hrikalega illa utlitandi pulsur. En akvadum ad profa og viti menn taer voru bara alveg agaetar:) Svo jokst stemmingin i tjaldinu og vid komumst ekki ut ur tvi fyrr en seint um kvöldid tegar vid forum heim. En ta var buid ad syngja og dansa upp a bekkjum og eg veit ekki hvad og hvad. Held ad eg hafi aldrei upplifad adra eins stemmingu a aefinni. Tetta er vist svona miniútgáfa af Oktoberfestinu i München.
Tad eina leidinlega vid kvöldid var ferdin heim. Ekki gaman ad fara i lest med ca. 500-600 manns. Enda hef eg aldrei vitad ogedslegri lestarferd. To a Jon Geir hros skilid. Hann kom ekki fyrr en seint um kvöldid, bardist vid brjalada dyraverdi til ad komast inn i tjaldid tar sem vid vorum. Sidan rétt nádi hann ad bjarga gleraugunum sinum tegar hann for i brjalad tivolitaeki, svo rédst a hann brjalud glerhurd og ad lokum tessi hraedilega lestarferd tar sem madur hreyfdist i takt vid naesta mann. Tetta var eins og a versta diskoteki, fyrir utan ad tar ser madur ekki svona marga sem eru aelandi. Eins og eg sagdi versta lestarferd allra tima, fyrir utan ad hun tvöfalt tann tima sem hun a ad taka vanalega. Tvi var mjög gott ad geta skridid upp i rum tegar heim var komid.
I morgun heldum vid Hafrun svo fyrirlestur um jardskjalfta. Tetta var a tyskunamskeidinu. Tad turftu allir ad halda fyrirlestur, einstaklega skemmtilegt. En otrulegt en satt ta slogum vid i gegn med leikraenum tilburdum. Kennarinn var mjög heillud;) Tetta geta tessir brjaludu islendingar. Svo er planid i kvöld ad horfa a leikinn Ísland-Svítjód med sviunum og audvitad munum vid vinna. Ef ekki fotboltaleikinn ta allavegana drykkjuleikinn:) nei eg segi nu bara svona, en sviunum finnst vid borda mikid og drekka mikid, skil ekki hvers vegna teir halda tad;)
En nuna er Hafrun ad syna mikid hugrekki, hun er nebbla i klippingu. Eg hef einu sinni farid i klippingu herna i tyskalandi og aetla held eg ad lata tad duga. Tannig ad eg bid spennt eftir ad hitta hana a eftir og sja arangurinn. Ef ad hun kemur heim med derhufu ta bodar tad ekki gott en eg skal ta samt reyna ad taka mynd af henni og setja a netid. Talandi um myndir ta fara taer ad flaeda um veraldarvefinn um leid og netid kemur heima hja okkur. Erum bara ad bida eftir einhverjum splitter eda eitthvad alika til ad geta tengt netid. En best ad drifa sig heim og kikja i postinn, kannski kom postmadurinn med splitterinn okkar i dag. En tar til naest........áfram Ísland......áfram Ísland;)

miðvikudagur, október 06, 2004

Loksins komst eg a netid, en er samt bara i skolanum. Tessi sidasta vika er buin ad lida alveg alltof hratt. Vid erum ad rembast vid ad fa okkur net heima tannig ad tegar tad verdur komid ta verdur tessi sida vonandi adeins meira lifandi:)
En tad sem er helst ad fretta er ad eg er buin ad vera med kvef og halsbolgu, ekki svo gaman en er ad batna. Forum sidasta föstudag i Beach-party, to ekki i bikininum okkar eins og sumir gerdu (einhverjar utlenskar ofurskutlur). A laugardaginn tokum vid svo til hendinni og settum saman stofuskapana okkar. Tad gekk nu alveg otrulega vel tratt fyrir sma tynnku og engar leidbeiningar med skapunum. Held samt ad nagrönnum okkar a nedri haedinni hafi ekki verid jafn skemmt. En ibudin er öll ad koma til og alveg ad verda kosi. Forum svo a laugardagskvöldid til Wernersberg og gistum tar, tvi daginn eftir hjalpudum vid Fam. Burkard a markadi, selja bratwurst og annad godgaeti. Eftir markadinn tok svo vid kvöl og pina. 63 kiloin okkar sem vid sendum i posti voru komin og vid turftum ad koma teim til Karlsruhe. Ekki nog med tessi kilo heldur var baettist bara vid, vid fengum potta og ymislegt fleira til ad taka med okkur heim. Held ad vid höfum verid ad dröslast med rumlega 70 kilo og vid forum med lest. Ekki bara einni heldur 2 og tegar vid turftum ad skipta ta var tad nidur stiga og svo aftur upp til ad komast a rettan brautarpall. En god aefing fyrir upphandleggsvödvana;) Held samt ad ferdataskan min hafi nad limitinu med hversu mikid er haegt ad hafa i henni, baedi rummalslega og kilolega sed.
I gaer var svo geggjad vedur herna og vid forum i picknic ut i hallagardinn eftir tyskunamskeidid. Tad var mjög notalegt ad liggja tarna eins og skata i ca.27° hita:) En tetta var bara dagurinn i gaer, nuna er farid ad rigna enn aftur. Vid Hafrun akvadum tvi ad gerast adeins meiri Tjodverjar og keyptum okkur regnhlifar adan. Tannig ad nuna getum vid baest i hop teirra sem eru samborugurum sinum haettulegir og reyna ad pota augun ur öllum sem teir maeta. Fyndnast er samt ad sja folk a hjoli med regnhlif.
I kvöld er sidan buid ad bjoda okkur i mat og svo franska osta i eftirrett. Veit ekki alveg hvernig tessir ostar verda en gott medan madur tarf ekki ad elda sjalfur;)
En best ad fara og reyna ad redda tessu neti svo madur geti farid ad eiga i venjulegum samskiptum vid umheiminn. En tar til naest.......