Ríkey

sunnudagur, maí 29, 2005

Í sól og sumaryl...................

Það er búið að vera geggjað veður hérna síðustu daga og þá er ég að tala um sól og 30-35°C hita. Ekki sérlega einfalt að sitja inni og lesa í þessu góða veðri. En ég er komin með nýtt hobbý. Þeir sem hafa þekkt mig lengi vita að ég hef oft fengið söfnunaráráttur og safnað ýmsu skrítnu í gegnum tíðina en núna er það nýjasta: Ég er farin að safna freknum;) Jább það er nebbla svo auðvelt að safna þeim í allri þessari sól. Ég er svo ánægð með þetta veður og vona að það sé komið til að vera. Reyndar þá þoli ég ekki flugurnar sem fylgja þessu góða veðri en þær eru voða hrifnar af mér og láta það óspart í ljós með því að bíta mig eins oft og þær geta, argg....

föstudagur, maí 27, 2005

Enn ein vikan að fljúga frá manni, alveg magnað hvað þessir dagar virðast vera að drífa sig áfram. En ég er mjög ánægð með sólina sem hefur skinið skært hér síðustu daga. Reyndar er ég ekki jafn ánægð með flugurnar og skordýrin sem fylgja þessu góða veðri. Nokkur af þessum skemmtilegu dýrum ákváðu að gæða sér aðeins á mér og er ég að rembast við að klóra mér ekki í bitin, ekki það einfaldasta sem ég veit um.
Í gær fórum við í hjólatúr út að Rín þar sem að það er svona baðgarður, þ.e. kaldar sundlaugar og gras fletir til að liggja í sólbaði. Lágum þar eins og skötur og bökuðum okkur í sólinni því það var frí í skólanum vegna einhvers Kaþólks frídags. Get nú samt ekki sagt að árangurinn hafi verið mikill, einungis örfáar freknur. Sit svo inni núna í góða veðrinu og rembist við að klára fyrirlestur sem ég á að halda. Er reyndar að fara í ísgöngutúr á eftir þannig að maður hefur eitthvað til að hlakka til;)

En verð nú að segja aðeins frá íþróttaviðburði vikunnar, er reyndar ekki neitt fyrir viðkvæma;) Á miðvikudaginn þá var haldið árlegt bjórkassahlaup og auðvitað tókum við þátt. En hlaupið fer þannig fram að einungis 2 mega vera saman í liði nema ef liðsmenn eru eingöngu stelpur þá máttu 3 vera saman í liði. Hlaupa/ganga þurfti 5 km leið með bjórkassa (24 flöskur, 33 cl) og drekka allan bjórinn áður en komið var í mark. Hvert lið þurfti að hafa nafn og vera í búning. Tvö Íslensk lið tóku þátt, en það voru Gærunar (Bjargey, Hafrún og ég) og Team Jón (Jón Atli og Jón Geir). Reyndar tókst strákunum að sigra okkur en við vorum samt fyrsta stelpuliðið til að koma í mark. Fannst okkur það alveg glæstur árangur, því þetta er ekki jafn auðvelt og maður heldur belive me:) En þetta var nú samt hin besta skemmtun og dagurinn eftir var mjög góður þar sem að við fórum beint heim eftir hlaupið og sofnuðum snemma. Já maður þurfti nú að prófa að taka þátt í svona vitleysu þar sem maður býr nú einu sinni í bjórlandinu mikla.

En best að drífa sig að halda áfram að læra svo ég geti farið út og keypt mér ís á eftir með góðri samvisku;)
Bæjó spæjó
Ísætan

sunnudagur, maí 22, 2005

Kannski kominn tími til að maður láti heyra í sér. Síðasta vika fór í ferðalag með skólanum. Var mætt út í skóla rétt fyrir klukkan 7 á þriðjudagsmorguninn, ekki kannski alveg minn tími enda sofnaði ég um leið og rútan lagði af stað. Við byrjuðum á að fara til Nürnberg í heimsókn til Siemens Power Generation. Skoðuðum þar framleiðslu á gufutúrbínum, já ég veit ykkur finnst þetta mjög spennandi;) Eftir þessa heimsókn keyrðum við til München þar sem við gistum. Tókum smá rölt í borginni um kvöldið. Daginn eftir byrjuðum við á að fara og heimsækja Stadtwerke München þar sem við fengum að skoða orkuver hjá þeim sem er mjög nýlegt. Hefði getað verið fróðlegra ef sá sem var leiðsögumaðurinn hefði gert sig skiljanlegan. Það var mikill hávaði þarna inni og það heyrði enginn neitt í honum, en engu að síður gaman að sjá þetta. Eftir hádegi fórum við svo til E.on Energy München þar sem þeir fræddu okkur um sölu á raforku og orkunetinu þeirra og fleiru því tengt. Fórum svo beint á farfuglahemilið þar sem við gistum, skiptum um föt og fórum svo út að borða með kennaranum okkar. Hann meira að segja bauð upp á fyrsta hring af drykkjum, við vorum sko 23 en það vill til að bjór er ódýr í þýskalandi;)
Á fimmtudagsmorgninum var farið snemma á fætur til að vera komin á réttum tíma í næstu heimsókn sem var hjá MTU Aero Engines. En eins og nafnið gefur til kynna þá framleiða þeir flugvéla - og þotuhreyfla. Við vorum þar allan daginn og sáum alla framleiðsluna, alveg magnað að sjá hvernig þeir prufa nýja hreyfla. Alla vegana mjög skemmtilegt og fróðlegt. Um kvöldið bauð MTU okkur út að borða og voru Þjóðverjarnir alveg í essinu sínu þarna. Þegar Þjóðverji þarf ekki að borga fyrir mat né drykk þá fær hann sér eins mikið og hann getur í sig látið þó svo að hann sé fyrir löngu orðinn saddur. Þess á milli borðar hann ekki mikið því þá þarf nískupúkinn að borga sjálfur, alveg magnað. Segi það ekki að eyðsluóðu Íslendingarnir mættu nú alveg læra eitthvað af hinum sparsömu Þjóðverjum en maður þarf nú líka að borða af og til.
En hvað um þá þurftum við að vera komin út úr herbergjunum okkar fyrir klukkan 7 á föstudagsmorgninum, ótrúlega hressandi:) Fórum svo upp í rútu þar sem allir sofnuðu á leiðinni til Augsburg, en þar heimsóttum við MAN B&W Diesel. En þar var einmitt fyrsta Diesel vélin búin til af honum Rudolf Diesel. En þetta var mögnuð heimsókn þar sem að við sáum risavélar settar saman. Svona vélar eins og eru í stóru millilandaskipunum. Þessar vélar eru næstum jafn stórar og heilt hús og ein vélin sem við sáum samsetta og tilbúna til afhendingar vó aðeins ein 270 tonn, takk fyrir. Alveg magnað fyrir svona lítinn vélaverkfræðing að fá að sjá þetta. Lögðum svo af stað aftur heim og það var mjög gott að geta slappað af eftir þessa frekar ströngu en skemmtilegu ferð.
Samt alveg magnað hvað maður fann strax fyri því að vera komin í stórborg, Karlsruhe er sem sagt bara lítil með einungis 300.000 íbúa;) En á gangstéttunum í München var hundaskítur út um allt og undergroundið þar er ekki sérlega glæsilegt. Held sem sagt að ég sé meira fyrir svona smábæjarlíf eins og hér í KA;)
Auðvitað eins og svo oft áður þá fannst öllum voða merkilegt að ég kæmi frá Íslandi, þ.e. krökkunum sem voru í ferðinni og einn spurði hvort að það þekktust ekki allir á Íslandi fyrst að það búa svona fáir þar..........hummm það er nú ekki eins og allir þekkist sem búa í KA sem er með svipaðan íbúafjölda og allt Ísland. Svo spurði sami strákur hvort að það væru til skemmtistaðir á Íslandi, ég játti því náttúrulega og þá spurði hann hvort að ég hefði ekki komið á þá alla. Ég sagði nei en það þótti honum merkilegt hvernig það gæti nú bara verið. Ótrúlegt hvað þessir Þjóðverjar halda stundum um Ísland. En það besta samt sem ég hef heyrt var að Bjargey (vinkona mín hérna) var spurð af einni sem er með henni í bekk hvort að það væri til einhver svona venjuleg hús á Íslandi. Bjargey spurði hvað hún meinti með "venjuleg hús", þá hélt þessi stelpa að það væru bara torfbæir á Íslandi. Hélt ég yrði ekki eldri þegar ég heyrði þetta, finnst þetta eiginlega betri brandari en þegar fólk heldur að við búum í snjóhúsum;)
En nóg af heimskum Þjóðverjum. Hér var haldið Eurovisionpartý í gær og ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei verið í jafn rólegu Eurovisionpartýi enda ekkert fjör að horfa á stigagjöfina þegar við erum ekki með. En mér fannst lagið frá Moldavíu hefði átt að komast lengra, amman var nebbla svo frábær. En greinilegt hvað var inn þetta árið í Eurovision = nánast nakin söngkona með nokkra stæðilega karlmenn sem dansara. Fannst samt Noregur soldið flottir en ég held að þeir hafi komið beint úr smiðju Eiríks Haukssonar;)
Jæja held að ég hætti núna í bili og fari að gera eitthvað af viti.
Bis später........

sunnudagur, maí 15, 2005

Má bjóða einhverjum kvef og hálsbólgu á frábæru verði. Vill endilega losna við þetta sem fyrst....... Er að drífa mig að losna við þetta svo ég verði orðin hress fyrir næstu viku, áður en ég fer í ferðalagið mikla með skólanum. Annars er nú bara ekkert merkilegt að frétta nema núna er löng helgi rétt eins og á Íslandi. Jább hérna er líka hvítasunnuhelgi og hér er allt lokað sunnudag og mánudag en ekki eins og á íslandi þar sem að allt er opið (svona miðað við nýjustu fréttir). Held að þjóðverjar myndi loka mann inn á hæli ef maður væri búðareigandi og færi að væla um að vilja hafa opið alla rauða daga ársins eins og gerst hefur á klakanum. Hvað er að þessari kaupóðu þjóð, getur fólk ekki þessa örfáu daga á ári sem eru rauðir hugsað svona eins og einn dag fram í tímann og verslað fyrir 2-3 daga í einu. Nei íslendingar þurfa að komast í búðina á hverjum einasta degi, annars gætu þeir misst af einhverju. OMG er ég kannski að breytast í þjóðverja.................ætli ég verði orðin Jóakim aðalönd þegar ég kem heim???? Þá kannski ætti maður einhvern tímann pening, já kannski að maður hætti að vera fátækur námsmaður og verði ríki námsmaðurinn. Það væri nú ekki svo slæmt.................en held að það sé bara fjarlægur draumur. Alltaf gott að eiga góða drauma;)

föstudagur, maí 13, 2005

Hvað er að kennurum að kenna samfleitt í 2 klst og 15 mín......þetta er ekki mannlegt. Já ég var í svona ótrúlega næs tíma í morgun, kennarinn sem sagt ákvað að sleppa pásunni. Verð að viðurkenna að einbeitingin var komin út um víðan völl undir lok tímans. En næsta vika verður betri held ég þar sem ég er að fara í ferðalag með einu námskeiðinu sem ég er í. Þannig að enginn skóli bara skoðunarferðir í fyrirtæki, sem verður vonandi gaman;)
En Bjargey og Elín eru komnar að ná í mig, erum að fara á eitthvað Fest (=hátíð) hjá bruggverksmiðju sem er í þarnæstu götu:) já hérna eru bjórhátíðir á hverju strái. Þannig að þar til næst.......

miðvikudagur, maí 11, 2005


Þessar sætu pæjur komu og heimsóttu mig síðustu helgi:) Posted by Hello


Já þetta fríða föruneyti kom og heimsótti mig um síðustu helgi. En þetta eru mamma, Díana vinkona mömmu, Inga systir og svo er ég þarna með á myndinni:)
En helgin byrjaði á því að Hafrún og ég leigðum sitthvorn bílinn til að sækja hina opinberu heimsókn frá Íslandi. En Hafrún fékk líka heimsókn frá mömmu sinni og systur og allar komu þær með sömu vélinni. Við brunuðum upp til Frankfurt og þar hitti ég Þórey Eddu á flugvellinum, ótrúlega skemmtileg tilviljun en þá var hún að koma með sömu vél frá Íslandi. En svo komu gellurnar út og við biðum þeirra með spjald með nöfnunum þeirra á eins og gert er þegar verið er að sækja fólk í útlöndum;)
Síðan var brunað heim enda var það nú ekki mikið mál þar sem ég hafði fengið Bens bíl og var alveg þvílík pæja. Notuðum síðan bílinn til að fara í þær búðir sem voru lengst frá. Fórum svo út að borða á mexíkanskann veitingastað sem var mjög góður. Mamma og Díana fóru svo heim að sofa en Inga og ég fórum og hittum nokkra íslendinga sem höfðu hist á bar rétt hjá. Þar var fólk mikið að velta því fyrir sér hvernig við værum líkar, einhver sagði að við værum með eins nef, annar sagði að við værum með eins efri vör. Við erum náttla svo ótrúlega líkar eða þannig, hehe;)
Laugardagurinn var tekinn nokkuð snemma en ég byrjaði á því að skila bílnum sem ég hafði leigt. Síðan var þrammað niður á göngugötuna og verlsunaræðið hófst. Við skiptum liði til að geta komist yfir sem mest. Ég og Inga tókum H&M með trompi og hefur fólk ekki séð þvílíkt magn af fötum tekið með í mátunarklefann. Við sem sagt stóðum okkur eins og hetjur:) Mamma og Díana voru hins vegar aðeins nettari í sínum innkaupum. Eftir langan og strangan búðardag fórum við svo heim hálf búnar í fótunum og hresstum okkur aðeins við áður en við fórum út að borða á indverskan veitingastað. Þurftum aðeins að leita að veitingastaðnum en fundum hann svo fyrir rest. En leitin var vel þess virði því við fengum mjög góðan mat.
Sunnudagurinn var tekin með meiri rólegheitum. Við Hafrún hjóluðum út í bakarí og keyptum morgunmat og mæðradagsköku (sjá mynd í myndaalbúminu mínu), því það var einmitt mæðradagurinn. Færðum svo öllum skvísunum morgunmat í rúmið. Mamma, Inga og Díana kusu þó frekar að borða frammi til að þurfa ekki að sofa ofan á brauðmylsnu næstu nótt.
Að loknum morgunmat tók við afslöppun og kjaftagangur. Við drifum okkur síðan seint og síðar meir á fætur og röltum út í hallargarð í piknik. Við fengum smá sól með við borðuðum en rétt áður og rétt eftir piknikið þá var rigning. Fórum síðan eina ferð með lestinni sem fer í gegnum hallargarðinn, svona lítil og sæt lest. Röltum svo niður á göngugötu og fengum okkur ís og kaffi. Um kvöldið var svo farið fínt út að borða í tilefni dagsins. Allir voru mjög ánægðir með matinn og staðinn. En kvöldið endaði síðan heima og mamma, Inga og Díana pökkuðu í töskurnar því daginn eftir var komið að heimferð.
Mánudagurinn rann upp og ákveðið var að kíkja örstutt í H&M til að kaupa það sem hafði gleymst. Komum svo í seinni skipunum út á lestarstöð og ég sá þvílíkt langa röð fyrir framan mig og fékk stóran hnút í magann því ég var viss um að þær myndu missa af lestinni út á flugvöll. Ég talaði við starfsmenn hjá lestarfélaginu og fékk að fara í röð sem átti að vera hraðröð en hún gekk ekki neitt. Ég sendi svo mömmu og co upp á réttan brautarpall svo að þær gætu verið í startholunum. Ég fékk síðan að troða mér framfyrir röðina þar sem að enginn annar var að fara út á flugvöll og ég brosti auðvitað sparibrosinu mínu:) En ég kom síðan hlaupandi upp á brautarpallinn með miðana einni mínútu áður en lestin átti að fara. Þá komst ég að því að það var 5 mín. seinkun á lestinni þannig að mér tókst að kveðja þær almennilega og þakka fyrir frábæra helgi. Það var þvílíkt gaman að fá þær og segi ég bara aftur takk fyrir æðislega helgi:)
Eftir að hafa komið þeim upp í lestina þá fór ég bara í skólann, vel vakandi eftir andrenalínsflæðið sem varð við þessi miðakaup. Mér til mikillar ánægju komst ég að því seinna um daginn að það er víst hægt að kaupa miða um borð í lestinni, hummm man þetta næst;)

sunnudagur, maí 08, 2005

Núna er hin opinbera heimsókn frá Íslandi hafin, hún hófst með pompi og prakt á föstudaginn. Veðrið hefur nú ekki verið að sýna sínar bestu hliðar hingað til, mikið búið að rigna en sem betur fer erum við nú vatnsheldar. Reyndar þá lítur allt út fyrir ágætis veður í dag. Dagurinn í dag byrjaði vel fyrir mæðurnar enda er mæðradagurinn í dag. Ég og Hafrún fórum út í bakarí og keyptum alls konar góðgæti. Fórum svo heim og færðum öllum í rúmið og vakti það mikla lukku:)
En best að drífa sig út því ferðinni er heitið út í hallargarð í piknik og nánari skoðun á bænum. Segi nánar frá helginni þegar tími gefst, ásamt því að setja inn myndir:)

mánudagur, maí 02, 2005

Sumarið kom svo sannarlega þessa helgina til KA. Í gær og í dag var 30°C hiti og sól og maður var nánast að kafna, en ég er mjög ánægð með þetta veður. Í gær skundaði her hvítra íslendinga út í hallargarð til að ná í smá lit á kroppinn. Það tókst svona ágætlega og það bættust nokkrar freknur við á nefið. Reyndar fannst einhverri flugunni ég vera með girnilegan ökkla og ákvað að bragða aðeins á honum þannig að í dag er mig búið að klæja alveg óþarflega mikið. En fór áðan út í búð og keypti flugnafælu til að verða ekki étin meir. En það var mjög mikið af fólki úti í hallargarði í gær og meðal annars var þar par sem var svona milli 50-60 ára. Hann var ber að ofan með brúnan kropp, svart sítt hár og ekkert sérlega aðlaðandi EN konan hans (eða hvað sem hún var) var bara þarna á nærfötunum, sem væri nú svo sem ekki í frásögur færandi þar sem að þjóðverjar eru nebbla ekkert spéhræddir, nema hvað að nærfötin hennar voru svartur brjóstahaldari og MJÖG litlar svartar g-strengs buxur. Svo til að toppa þetta allt þá var hún í svörtum lokuðum mjög hælaháum skóm. Okkur brá nú smá þegar við sáum þau sitja þarna á teppi saman, en þegar þau fóru að ganga þarna um þá var okkur nú öllum lokið. Hún bara með beran (eða svo gott sem) bossann þarna og dillaði sér á eftir gæjanum sínum. Úfff maður fékk næstum því martraðir af þessu síðustu nótt.
Eins gott að maður endi ekki svona sjálfur, hehe:)