Ríkey

laugardagur, ágúst 27, 2005

Er nùna à Italiu, nànar tiltekid i Trento ad heimsaekja Giovanna sem var skiptinemi hja okkur. Her er voda gott vedur, loksins sàst til solar eftir miklar rigningar og flod sem voru i thyskalandi og Austuriki, vid sluppum samt sem betur fer vid flodin. Budirnar hafa ekki heillad okkur neitt mikid upp ur skonum en vid erum samt adeins buin ad kikja inn i thaer:)
Annars er bara allt annad fint, tad er hvitvinid og pastad, verd samt ad vidurkenna ad Grappad er ekki neitt alltof gott;) En best ad fara ad koma ser aftur ut i goda vedrid. Sjaumst eftir rett ruma viku hress og kat a klakanum.
Ciao.......

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Í dag fluttum við Hafrún út úr íbúðinni okkar. Það er alveg magnað hvað það getur leynst mikið dót inni í einni íbúð. Skil ekki alveg hvaðan þetta kom allt, held að hluti hafi komið af himunum ofan bara sisvona;) En flutningarnir gengu mjög vel enda fengum við 3 vaska sveina til að aðstoða okkur, þá Jón Atla, Jón Geir og Tryggva. Takk fyrir strákar. Svo á morgun verður svaka stuð en þá ætlum við Hafrún að þrífa íbúðina, get varla beðið:)
Best að fara að koma sér í háttinn því við ætlum að byrja snemma.
Góða nótt.....

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Þá er ég komin heim úr sveitinni. Held að ég hafi aldrei spilað jafn mikið á jafn stuttum tíma. Auðvitað vildu krakkarnir læra eitthvað íslenskt spil þannig að ég kenndi þeim Þjóf. Spilið gengur út á að enda með sem flest spil í sínum bunka en maður getur stolið bunkanum af mótspilurunum. Þetta gekk allt vel og strákunum fannst þetta mjög skemmtilegt spil en Nele (sú yngsta af systkinunum) var ekki alveg sátt þegar stóri bróðir hennar rændi bunkanum hennar og hljóp grátandi í burtu. Henni fannst bróðir sinn náttúrulega vera vondur við hana og það tók svolítinn tíma að útskýra það fyrir henni að spilið gengi út á þetta. Svo fórum við í snú-snú og ég held að það séu komin nokkur ár síðan ég fór síðast í snú-snú. Mér tókst síðan að ná mér í nokkrar freknur því það var ágætis veður meðan ég var þarna. En það sem mér tókst líka að ná mér í var flensan sem yngri krakkarnir voru með. Jább ég kom veik heim:) Held að lestarferðin heim hafi verið ein sú skelfilegasta á ævi minni. Því mér var svo óglatt, ég náði mér sem sagt í ælupesti. Var mjög hrædd allan tímann að ég myndi æla í lestinni en ég hafði tekið með mér poka til öryggis. Ég hélt að ég væri orðin græn í framan á tímabili en ég náði mér í svo margar freknur í sveitinni þannig að ég var bara alveg voða sæt þó svo mér liði skelfilega. Ég stoppaði á lestarstöðinni og keypti mér nóg af kóki til öryggis og tókst svo að skríða heim. Þegar þangað var komið þá hálfpartinn rak ég greyið Hafrúnu út úr íbúðinni því ég hafði miklar áhyggjur af því að ég myndi smita hana og hún er að fara í síðasta prófið sitt á morgun, þannig að mig langaði ekki að hún myndi missa af því út af mér.
En núna er ég öll að hressast en held að ég haldi mig bara inni í dag og taki því rólega. Það er hvort eð er ekkert sérstakt veður, sem betur fer:) Held samt að bráðum verði ég búin að skoða allt sem er á netinu. Þá verð ég bara að fara að lesa eða gera eitthvað annað skemmtilegt.
Tschüss........

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Það bætist við nýr Íslendingur hér á hverjum degi. Á sunnudaginn eignuðust Stefanía og Gísli litla dóttur og á mánudaginn eignuðust Elín og Adrian líka litla stelpu. Til hamingju öll með skvísurnar. Við fórum í gærkvöldi og kíktum á skvísuna hjá Stefaníu og Gísla. Hún var voða sæt og sýndi á sér sínar bestu hliðar og svaf bara róleg meðan við vorum þarna. Kannski vorum við bara svona þreytandi félagsskapur, hehe;)

Annars er vikan fram að þessu búin að fara í allskonar stúss hingað og þangað og ég held að ég sé búin að hjóla borgina þvera og endilanga nokkru sinnum, en það er nú bara gott fyrir rass og læri:) Sólin er eitthvað búin að vera að reyna að sýna sig í dag en er nú samt hálffeimin við það, skil það ekki. Í dag komst það á hreint að við flytjum út úr íbúðinni okkar í næstu viku. Þá flyt ég í íbúðina hennar Bjargeyjar (sem er á Íslandi um þessar mundir, þ.e. Bjargey en ekki íbúðin) og Hafrún flytur til Jónanna þangað til hún fær herbergið sem hún verður í næsta vetur. Þetta þýðir víst bara eitt, að það er farið að styttast verulega í heimkomu. Já tæpar 4 vikur þangað til ég yfirgef KA eftir eins árs dvöl. En ég er nú ekki farin strax þannig að óþarfi að vera strax með einhverja væmni. Á morgun fer ég í sveitasæluna til skiptinemafjölskyldunnar minnar og verð hjá þeim í 2 daga, aðeins að slappa af og knúsa krakkana og borða örugglega yfir mig eins og alltaf þegar ég er hjá þeim. Læt svo heyra frá mér þegar ég kem aftur úr sveitinni (það mætti halda að ég væri að fara í margar vikur;) )
Tschüss
Hjólagarpurinn.......

mánudagur, ágúst 08, 2005

TAPAÐ - FUNDIÐ
Lýst er eftir sumrinu í Karlsruhe. Síðast sást til þess í júlí. Það var þá í gulleitum hlýlegum búningi. Þeir sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um ferðir þess eða þeir sem stálu því eru vinsamlegast beðnir um að skila því..........

Já ég er farin að halda að sumrið sé farið. Það var allavegana ansi haustlegt hérna í dag og eiginlega bara kalt. Held að ég komi heim algjör næpa þrátt fyrir að vera búin að búa í útlöndum í eitt ár. En annars er það að frétta að ég er búin í prófum, vei......mikil hamingja það. En núna fara dagarnir í stúss og sendiferðir. Er að afskrá mig úr öllu (skólanum, borginni), segja upp símanum og netinu og svona stúss. Eins og allir vita þá eru þjóðverjar mesta skriffinnsku þjóð í heimi og þess vegna er ekkert einfalt hérna og allt tekur langan tíma.

En mig langar til að óska Stefaníu og Gísla til hamingju með prinsessuna sem þau eignuðust á sunnudaginn. Þar með hefur Íslendingunum í KA fjölgað um einn eða réttara sagt eina:) Hlakka til að fara í heimsókn og sjá dömuna.

mánudagur, ágúst 01, 2005

Hversu erfitt getur það verið að pumpa lofti í dekk á reiðhjóli. Svona í fyrstu þá heldur maður að þetta sé nú ekki erfitt verk og því síður að það sé hættulegt. En viti menn mér tókst að meiða mig í kvöld við þessa iðju mína og ekki bara að ég hafi fengið sár á einn putta heldur tvo. Alveg magnað hvað maður getur verið sjálfum sér hættulegur. Eða var þetta kannski bara pumpan sem réðst á mig? Vonandi dreymir mig ekki um brjáluðu pumpuna í nótt.......æ best að fara að sofa áður en ég bulla meira......góða nótt:)