Ríkey

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Ég veit að það er vetur en hvað er málið með -9°C (frost) á morgnanna - ég hljóp næstum því aftur inn og undir sæng þegar ég sá á mælinn í bílnum í morgun. Held að það hafi bara verið þrjóskan ein sem kom í veg fyrir það:) Kannski líka það að þegar maður stendur úti í svona frosti að skafa bílinn þá hægist held ég aðeins á heilanum, hehe:) Þvílíkt fallegt gluggaveður búið að vera síðustu daga, er samt fegin að þetta er bara gluggaveður því þá langar mann ekkert út meðan maður á að vera inni og læra, alltaf er maður að græða.

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Fór síðustu helgi út fyrir borgarmörkin og kíkti í sveitaferð, borgarbarnið sjálft fór í hesthúsið, fjósið og fjárhúsið. Alltaf gott að rifja upp hver býr í hvaða húsi;) En fékk að sjá hvernig tæknin hefur rutt sér til rúms í sveitinni þegar ég sá róbóta vera að mjólka beljurnar í fjósinu, alveg magnað. Ég reyndi að taka myndir og hér koma þær, vonandi sést eitthvað á þeim:Hér er róbótinn að gera allt ready.

Og hér er verið að mjólka beljuna sem stóð róleg allan tímann því hún fékk fóðurbæti á meðan á þessu stóð. Vonandi finnst ykkur þetta jafn spennandi og mér fannst þetta, eða kannski er ég bara svona mikið nörd:)


Hér erum við borgarbörnin í hesthúsinu


Svo eftir stórglæsilegan kvöldverð eldaðan af stórgóðum kokkum;) var farið í heitapottinn þar sem Kristín sýndi okkur hvernig maður forðast það að fá eyrnabólgu þegar það sé skítakuldi úti eins og var á laugardagskvöldið:

Kristín með eyrnaskjólin í pottinum

Það var greinilega svona gaman í heita pottinum, við erum allavegana svona líka kát:)


Vorum síðan svo heppin að vera boðin í stórsteik á sunnudagskvöldinu þar sem við hittum þessa snúllu:


Birta þurfti aðeins að skoða hvernig klipping hans frænda síns var eiginlega, henni fannst þetta stutta hár eitthvað skrítið viðkomu.

Síðan las hún blaðið fyrir afa sinn sem fylgdist spenntur með:)

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Jæja jæja búið að vera brjálað að gera undanfarið í skólanum en þó var tími til að fara í saumó í gær og þar sem að það var öskudagurinn þá var að sjálfsögðu skylda að mæta í búningum og hér sjáið þið afraksturinn:


Sigrún fótboltakona, Margrét indjánahöfðingi, Ríkey pocahontas, Fjóla Langsokkur og Sylvía sudoku. Þokkalega flottar:)

Gerði í gær það sem ég hef verið að reyna lengi - ég fór í leikfimitíma kl.7:15 (en það þykir mjög snemmt á mínu heimili). Var mjög ánægð með að hafa komið mér framúr nógu snemma til að mæta í tímann, það hjálpaði nú helling til að ég var búin að mæla mér mót við Bjargeyju. Afrakstur tímans er svo sá að ég get varla gengið í dag fyrir harðsperrum:) en er samt eiginlega mjög ánægð með það því það hlýtur að þýða að maður hafi verið að gera eitthvað af viti. Svo er bara að vona að manni takist þetta aftur, þ.e. að fara svona snemma á fætur og drífa sig af stað. Það fer reyndar að verða auðveldara þar sem að það er farið að birta fyrr, ok kannski ekki orðið bjart kl hálfsjö ennþá en svona næstum því:)

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Hversu ákafur getur maður orðið í að leysa verkefnið sitt án þess að það teljist óeðlilegt???? er það til dæmis eðliegt að maður velji það frekar að eyða nóttinni með vélinni frekar en með Óla.......hummm neibb hlýtur að teljast geggjun:) En ég neyddist samt til þess síðustu nótt þar sem að það var bara spáð frosti fram að hádegi í dag þá varð ég að nýta nóttina í að gera mælingar. En var samt alveg komin heim rúmlega 3 en síðan þá varð söknuðurinn frá vélinni svo mikill að ég dreif mig aftur á fætur rétt fyrir 7 í morgun og kom mér eins hratt og ég gat niður í skóla og bauð vélinni minni góðan dag með innilegu knúsi, eins og sést hérna:


En vona að allt gangi eftir í dag svo að ég geti farið að sofa róleg heima hjá mér á nóttunni;)


Ég var fyrir löngu búin að lofa myndum frá skíðaferðinni og hér koma nokkrar vel valdar:Óli og bakið á KristínuÉg og Óli eftir ferðina miklu á snjóbrettinu, þessa einu sem við fórum á snjóbretti sem tók 1,5 klst. Rassinn var frekar aumur eftir þessa ferð;)
Óli og Kristín að slást en settu samt upp sparibrosið:)
Ég og Kristín alveg rosalega ánægðar í brekkunni, brosum a.m.k. hringinn:)
Fengum okkur síðan "lítinn" bjór, erum svo nettar í bjórdrykkjunni, hahahhaahaaaaahhhaa:)
Ég reyni síðan að setja inn eitthvað af myndunum á myndasíðuna mína, svona í dauðatímanum sem ég virðist hafa nóg af þessa dagana, múhahhaaahahahaaaaa........

laugardagur, febrúar 10, 2007

Vissi að ég hefði ekki átt að segja allt væri að ganga vel. Ég var varla búin að ýta á enter og posta síðastu bloggfærslu en allt fór í klessu einu sinni enn, þ.e. mælitækin og tölvan mín eru andsetin. Þau hafa það eina markmið að reyna á þolinmæðina hjá mér, þetta hefði svo sem verið allt í lagi nema ég var föst niðri í háskóla að reyna að redda málunum en átti helst að vera komin upp í Mosó að sækja frændur mína sem ég var að passa. En sem betur fer þá kom Óli til bjargar og sótti börnin:) Þannig að héðan í frá þá mun ég ekki segja neinar fréttir af verkefninu mínu nema því sem ég er pottþétt búin með og engin hætta sé á að klúðrist;)

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Börn geta verið ótrúlega fyndin. Ég er að passa bróðursyni mína núna og í morgun þegar ég kom með þann yngri á leikskólann hans þá heyrði ég samtal nokkurra stráka sem voru þegar mættir. Við vorum í fatahenginu að ganga frá útifötunum hans þá heyri ég að einn þeirra sem var mættur hækkaði aðeins róminn og sagði félögum sínum mjög alvarlegur í rómi: " Það er sko mikið stríð og styrjöld úti í heimi, í útlöndunum sko!!" hann var alveg með þetta á tæru. Já greinilegt að börnin byrja ung að fylgjast með heimsmálunum;)

Annars er allt gott að frétta af manni og loksins get ég sagt að verkefnið mitt sé að komast á gott skrið, 7 9 13, allavegana það sem af er þessari viku þá hefur allt gengið vel og áfallalaust. Ætli að það fari þá ekki allt í klessu eftir hádegi fyrst ég er að gefa út þessa yfirlýsingu, hehe:)

Á leiðinni í skólann í morgun þá var ég að hlusta á útvarpið og umræðan snérist um það hvað ríkir íslendingar gera við peningana sína. Það var kona sem hringdi inn og var að hneykslast á manninum sem keypti hús upp á einhverjar 100 milljónir og lét svo rífa það um daginn svo hann geti byggt nýtt hús. Henni fannst þetta vera algjör sóun á peningum og að hann ætti nú að nota peningana í eitthvað betra. Þá spurði þáttastjórnandinn hana ef að maðurinn ætti svona mikla peninga hvort hann mætti ekki bara eyða þeim í það sem hann vildi. Hún viðurkenndi það nú að þetta væru hans peningar og hann mætti jú eyða þeim í það sem hann vildi og þá var hún spurð hvað væri þá svona slæmt við þetta og konugreyið muldraði bara eitthvað og þar með var það samtal búið. Skil ekki af hverju fólk er að skipta sér af því hvað annað fólk gerir við sína eigin peninga, ætli það sé ekki bara öfundin sem fær fólk til að hneykslast. En ég hugsaði nú bara aðra hlið á þessu máli, þ.e. með manninn sem lét rífa húsið til að byggja nýtt, er hann ekki bara að skapa atvinnu og þannig að koma peningunum sínum út í þjóðfélagið - eru þá ekki allir að græða? Bara pæling:)