Ríkey

þriðjudagur, maí 29, 2007

Ég er búin að skila verkefninu í yfirlestur til prófdómara svo það er farið að styttast í endann........ég trúi því varla að þessi stund sé runnin upp. Vörnin verður á fimmtudaginn, þeir sem hafa áhuga á að mæta (sem eru auðvitað ótrúlega margir, hehe) þá eru nánari upplýsingar hérna. Já og þið sem mætið það er bannað að vera með leiðinda spurningar, bara skemmtilegar spurningar eru leyfðar;) En eins gott að fara að undirbúa sig undir þennan hrilling, nei þetta verður gaman ...... verð að taka smá pollýönnu á þetta og hugsa jákvætt um þetta. Ætli ég eigi ekki eftir að standa fyrir framan spegilinn í kvöld og á morgun og tala við sjálfa mig til að æfa mig. Þannig að ef ykkur vantar að hlæja þá leggist þið bara á gluggann hjá mér og horfið á mig, mér finnst nebbla alltaf jafn óþægilegt að tala við spegilinn....já ég hef reynt það nokkrum sinnum. Reyndar er eitt gott við spegilinn hann er aldrei ósammála manni, það er stór plús:)

sunnudagur, maí 27, 2007

OMG..... ég er orðin gömul....... ég er búin að vakna núna í nokkra mánuði alltaf á sama tíma og núna þá vakna ég bara á þeim tíma og ekki mínútu síðar ÁN klukku. Hef alltaf farið að sofa líka á svipuðum tíma á kvöldin síðustu mánuði og alla daga (líka um helgar) þá hefur klukkan hringt kl.7:00. Í gær fór ég seinna að sofa en venjulega og ákvað því að sofa klukkutíma lengur í morgun, en nei nei á mínútunni 7 þá opnuðust augun og ég var bara vöknuð. Ákvað samt að reyna að sofna aftur og sofa þangað til klukkan myndi hringja kl.8 en eftir 20mín án þess að sofna þá fór ég nú bara framúr. Er farin að hafa gríðarlegar áhyggjur af því að geta aldrei sofið út aftur............... nei held reyndar að það lagist þegar verkefnið er búið, held að þetta sé bara stress sem rekur mig fram úr:) Vona það allavegana, en yndið verkefnið mitt vill fá athygli mína núna þannig að ég kveð að sinni.

mánudagur, maí 21, 2007

Ég hélt að mig væri að dreyma þegar ég leit út um gluggann í morgun og sá hvíta jörð úti í garði. Þurfti að líta tvisvar út um gluggann til að ganga úr skugga um að ég væri ekki ennþá sofandi. Ég hélt að sumarið væri að koma en greinilega ákvað það að fresta komu sinni eitthvað. Hélt að ég myndi ekki þurfa að nota sköfuna í lok maí en eins gott að hún var enn í bílnum. Vona bara að ég þurfi ekki að nota hana meir - þó svo að ég hafi verði að bölva því að þurfa vera inni um daginn í sólinni þá var þetta samt ekki heldur það sem ég vildi. Hummm líklega svolítið erfitt að gera mér til hæfis þessa dagana:)

föstudagur, maí 18, 2007

Endirinn mikli nálgast núna óðfluga. Stór hluti ritgerðarinnar er kominn í yfirlestur og ég er að rembast við að skrifa síðasta kaflann, sem gengur full hægt að mínu mati. En þar sem að ég held að ég sjái fyrir endann á þessu er ekki laust við að maður finni fyrir örlitlum aðskilnaðarkvíða við verkefnið og skólann.......................eða nei held að þetta sé frekar kvíðinn við að þurfa koma mér fram úr í fyrramálið snemma, það gengur ekki alltaf svo vel. Hef núna í frekar langan tíma alltaf sofnað og vaknað á sama tíma og um daginn vaknaði ég meira að segja á undan klukkunni og er ég farin að hafa smá áhyggjur af því að ég geti ekki sofið út næst þegar ég má það, einhvern tímann þarna í júní. Tók eftir því núna í maí að próftörnin hefur aldrei liði jafn hratt, en kannski var það einmitt út af því að ég var ekki í prófum. Er því mjög fegin, sérstaklega þegar ég mætti fólki á ganginum sem var að bíða eftir að vera hleypt inn í próf. Andrúmsloftið var mjög rafmagnað og allir á nálum. Já próftími er yndislegur tími, múhahhaaaa:)

Jæja ég er farin heim að sofa áður en ég bulla meira.
Gute Nacht!!!!!

laugardagur, maí 12, 2007

Ég sinnti borgaralegri skyldu minni í morgun og fór á kjörstað og kaus. Það getur verið hættulegt að kjósa. Ég kom inn í kjörklefann með kjörseðilinn minn og ákvað að setjast niður í rólegheitunum og ganga frá skilríkjunum mínum. En þar sem ég er að setjast niður, kannski réttara sagt að hlamma mér á stólinn, þá finn ég allt í einu eitthvað stingast inn í lærið á mér............ Áiiiiiiiii. Það var sem sagt svona krókur á einni hliðinni á borðinu og sú hlið snéri að sjálfsögðu fram, verið að refsa manni fyrir að vera fyrstur í kjörklefann. Dreif mig síðan að merkja X á seðilinn og benti síðan starfsfólkinu á þetta svo að fleiri saklausir borgarar þyrftu ekki að meiða sig. Gekk síðan út af kjörstað en fékk þá allt í einu bakþanka, kaus ég kannski vitlaust - hummmmm...... jæja það verður að hafa það.
Dreif mig síðan af stað niður í skóla til að halda áfram með hin stórskemmtilegu ritgerðarskrif. Þegar ég var nýkomin inn á reykjanesbrautina, sem er 3 akreinar í hvora átt, þá fer ég inn á miðju akreinina og er þar í mestu makindum að keyra þegar gamli maðurinn hægra megin við mig ákveður að hann þurfi skyndilega að skipta um akrein. Sem betur fer er ekki mikil umferð þarna á laugardagsmorgnum þannig að ég gat naumlega forðað mér áður en hann keyrði inn í hliðina á mér. Magnað hvað sumir líta hvorki til hægri né vinstri og keyra bara þangað sem þeim sýnist, eins og þeir hafi keypt götuna.

mánudagur, maí 07, 2007

Það er greinilegt að átakið Hjólað í vinnuna og góða veðrið í morgun eru að virka því ég sá alveg rosalega marga á hjólum í morgun á meðan ég keyrði í skólann. Já ég er glötuð að hjóla ekki en hef bara ekki orku að hjóla heim kl.22 á kvöldin eftir langan dag. En veðrið er alveg geggjað þessa stundina, heiður himinn og sólskin en ég hef dregið fyrir gluggann hjá mér svo ég hugsi ekki um það hversu mikið mig langar að vera úti frekar en hérna inni fyrir framan tölvuna. Það hjálpar reyndar líka að ég veit að það er bara stutt eftir og þá get ég verið eins mikið úti og ég vil, þ.e.a.s. eftir vinnu:)
See you later alligator;)

laugardagur, maí 05, 2007

Kom heim í gærkvöldi frekar þreytt og úrvinda eftir daginn og vikuna. Ákvað að kveikja aðeins á imbanum áður en ég færi í háttinn, fann ekkert sérlega skemmtilegt á neinni stöð. Langaði að horfa á eitthvað sem ég þyrfti ekki að einbeita mér neitt sérstaklega að og ákvað þá að skella mynd í tækið sem ég hef verið að geyma að horfa á þangað til ég væri í rétta skapinu til þess. Þetta var myndin um hann Borat og þetta var akkúrat það sem ég þurfti í gærkvöldi. Ég hló svoooooooo mikið að ég fékk næstum því strengi í magann. Sofnaði því með bros á vör og held að það hafi verið einhverjar leifar af því ennþá þegar ég vaknaði, var allavegana nokkuð hress miðað við laugardagsmorgun og ég á leið niður í skóla. Magnað hvað þarf lítið til að gleðja mann þessa dagana:)

miðvikudagur, maí 02, 2007

Er búin að komast að því að það er mjög óþægilegt að vera með hiksta um leið og maður er að reyna að borða. Jább lenti í því áðan og varð næstum því að hætta að borða í smá stund, hefði verið mjög slæmt hefði ég þurft að taka pásu á matartímann vegna hiksta:)
Annars sit ég hérna niðri í skóla og held að mikil vinátta sé að takast á milli mín og matlab. Held að við séum loksins að fara tala sama máli hérna, enda kominn tími til að matlab skilji mig, vá hvað ég er mikið nörd - hehe;)
Hef ekki frá neitt meiru að segja, líf mitt er mjög einfalt þessa dagana og allir dagar eins, mér finnst sem sagt alltaf vera mánudagur. Að öðru leiti er ég mjög hress og kát og ánægðust er ég með að sleppa við allt kosninga tal. Það hefur nánast farið fram hjá mér að það séu kosningar bráðum, versta við það er samt að þá veit maður ekki almennilega hvað maður á að kjósa. Verð nebbla að viðurkenna að það er fátt um fína drætti í þessum kosningum og enginn sem stendur upp úr, allt sami grautur í sömu skál. Ég er sem sagt mjög pólitísk eða þannig:)