Jæja best að fara að æfa sparibrosið fyrir þessa myndatöku:)
þriðjudagur, mars 30, 2004
Það er ömurlegt að vera slappur, maður er ekki veikur og ekki frískur. Vaknaði fyrst klukkan átta í morgun og hausinn á mér var ábyggilega 100kg að þyngd svo að ég svaf bara áfram. Fór svo á fætur og mældi mig en var ekki með hita bara nokkrar kommur og þá er maður víst ekki veikur. Þannig að ég dreif mig í skólann enda er ég búin að skipuleggja myndatöku í hádeginu fyrir allan bekkinn þ.a. maður gat ekki sleppt því að mæta. Held að ég hafi samt skilið heilann eftir heima því ég gleymdi öllu sem ég ætlaði að taka með mér.
Jæja best að fara að æfa sparibrosið fyrir þessa myndatöku:)
Jæja best að fara að æfa sparibrosið fyrir þessa myndatöku:)
mánudagur, mars 29, 2004
Helgin leið ekkert smá fljótt en eldamennskan á föstudaginn gekk ótrúlega vel, fyrir utan að um leið og við vorum búin að borða haldiði að maður hafi ekki bara sofnað. Ótrúlega skemmtilegur félagasskapur;)
En hvað er með snjóinn, hélt að það væri að koma vor en nei veturinn er ekki búinn. Fór í afmæli og annað partý á laugardagskvöldið og svo bara heim að sofa, ekkert smá stillt bara á bíl.
Fór í dag í Kvennó til að kynna verkfræðina og við vorum 5 að kynna en það komu bara 4 stelpur til að hlusta, þvílík mæting. Verða væntanlega ekki margir kvennaskólanemar næsta vetur í verkfræðinni. En mér fannst alveg ótrúlegt að sögukennarinn minn þekkti mig þó svo að það séu komin 4 eða 5 ár síðan hann kenndi mér. Svona er maður greinilega eftirminnilegur nemandi eða að ég hafi verið svona erfið:)
En hvað er með snjóinn, hélt að það væri að koma vor en nei veturinn er ekki búinn. Fór í afmæli og annað partý á laugardagskvöldið og svo bara heim að sofa, ekkert smá stillt bara á bíl.
Fór í dag í Kvennó til að kynna verkfræðina og við vorum 5 að kynna en það komu bara 4 stelpur til að hlusta, þvílík mæting. Verða væntanlega ekki margir kvennaskólanemar næsta vetur í verkfræðinni. En mér fannst alveg ótrúlegt að sögukennarinn minn þekkti mig þó svo að það séu komin 4 eða 5 ár síðan hann kenndi mér. Svona er maður greinilega eftirminnilegur nemandi eða að ég hafi verið svona erfið:)
föstudagur, mars 26, 2004
Föstudagur vei enn einu sinni. Svona í tilefni þess að það er að koma helgi og búið að vera svo gott veður undanfarið þannig að ég ákvað að fara svolítið sumarlega klædd í skólann í dag, en viti menn þegar ég er komin í skólann þá fer að snjóa. Ekki svo sumarlegt en ég er þó á bíl en ekki aumingja kennarinn sem var að kenna okkur. Hann leit út um gluggann og hlakkaði ekkert til að fara heim, því hann var á hjóli. Ekki svo sniðugt í snjókomu:)
Haldiði að myndin í gær hafi bara ekki virkað og þess vegna var ekkert bíókvöld hjá mér. Fór bara heim og horfði á Bachelor, mesta menningarþátt síðari tíma. Ótrúlegt hvað þessar gellur eru bara í keppni um að vinna, þeim er held ég alveg sama hvað er í húfi þær vilja bara vinna, vera sigurvegarinn. Klikkað lið..... en það er nú svo sem alltaf gott að sitja heima í sófa og gagnrýna aðra.
Get ekki beðið eftir að borða í kvöld því að ég ætla að elda svo gott. Væri nú samt týpíkst að það myndi klúðrast en 7,9,13..... að allt takist vel.
Best að fara að læra smá og fara svo í langþráða klippingu, það verður gaman;)
Haldiði að myndin í gær hafi bara ekki virkað og þess vegna var ekkert bíókvöld hjá mér. Fór bara heim og horfði á Bachelor, mesta menningarþátt síðari tíma. Ótrúlegt hvað þessar gellur eru bara í keppni um að vinna, þeim er held ég alveg sama hvað er í húfi þær vilja bara vinna, vera sigurvegarinn. Klikkað lið..... en það er nú svo sem alltaf gott að sitja heima í sófa og gagnrýna aðra.
Get ekki beðið eftir að borða í kvöld því að ég ætla að elda svo gott. Væri nú samt týpíkst að það myndi klúðrast en 7,9,13..... að allt takist vel.
Best að fara að læra smá og fara svo í langþráða klippingu, það verður gaman;)
fimmtudagur, mars 25, 2004
Var að koma af stælnum og alveg magnað hvað góður matur getur hresst mann upp. Það er nú svo sem ekkert erfitt að hressa mann þegar maður er að gera iðnaðartölfræði heimadæmi. En verð að drífa mig að klára þau svo að ég geti horft á bíóið sem er að byrja hérna niðri í skóla. Fyrsta skipti í allan vetur sem að ég ætla að mæta á bíókvöld enda varla annað hægt þar sem að sýna á þýska bíómynd;) Vei...maður þarf nú að fara að dusta rykið af þýskunni ef að maður ætlar að fara að búa þar í smá tíma. En bækurnar bíða;)
Ég er heimsmeistari í að mæta of seint í skólann...... alveg ótrúlegt. Átti að mæta klukkan hálf átta í morgun. Vaknaði alveg á réttum tíma ótrúlegt en satt en einhvern veginn þá tókst mér að koma of seint og ég sem var með hluta af veitingunum. Það var semsagt morgunverðarfundur vegna verkefnis sem við erum að vinna.
Ég er alveg að fara að fá taugaáfall vegna þess hvað það er stutt eftir af þessari önn. Er einhver sem bíður sig fram til að lesa nokkrar blaðsíður fyrir mig í skólabókunum mínum????? anyone........
Ég er alveg að fara að fá taugaáfall vegna þess hvað það er stutt eftir af þessari önn. Er einhver sem bíður sig fram til að lesa nokkrar blaðsíður fyrir mig í skólabókunum mínum????? anyone........
þriðjudagur, mars 23, 2004
Áááááiiiiii....... ég var í bólusetningu fyrir útskriftarferðina:( ekki svo gott að láta sprauta í sig og ennþá verra að þurfa að borga fyrir þetta, ekki eins og peningar vaxi á trjánum allavegana ekki mínum trjám.
Það er alveg magnað hvað maður ætlar alltaf að gera mikið á hverjum degi, en hvað gerist.......það sama og venjulega maður gerir varla helminginn og sekkur bara dýpra í skítinn:(
En þar sem að það er búið að vera svo gott veður þá er þetta nú allt í lagi fyrir utan það að mars er alveg að verða búinn. Það þýðir stutt í próf og stutt í sumarið sem væri nú oftast í lagi nema hvað ég er ekki komin með neina vinnu. Vitið þið um vinnu handa mér??? eða kannski maður bara taki sér sumarfrí í sumar af því ég er nú svo rík, syndi í seðlum eins og venjulega. Kannski koma samt seðlarnir næsta laugardag ef að ég man þá eftir því að kaupa lottómiða.
Best að fara að tía sig því eftir 10 mín þarf ég að kynna verkefni sem ég var að klára áðan ásamt hópnum mínum, vei veiveiveivievie.......
En þar sem að það er búið að vera svo gott veður þá er þetta nú allt í lagi fyrir utan það að mars er alveg að verða búinn. Það þýðir stutt í próf og stutt í sumarið sem væri nú oftast í lagi nema hvað ég er ekki komin með neina vinnu. Vitið þið um vinnu handa mér??? eða kannski maður bara taki sér sumarfrí í sumar af því ég er nú svo rík, syndi í seðlum eins og venjulega. Kannski koma samt seðlarnir næsta laugardag ef að ég man þá eftir því að kaupa lottómiða.
Best að fara að tía sig því eftir 10 mín þarf ég að kynna verkefni sem ég var að klára áðan ásamt hópnum mínum, vei veiveiveivievie.......
föstudagur, mars 19, 2004
Ótrúlega gertur maður verið duglegur, kom heim um hálf þrjú, var nebbla að læra svo lengi. Var svo mætt klukkan átta í morgun til að vinna í sjoppunni. Ég sem er búin að sofa yfir mig alla vikuna;)
Það er nú samt alveg magnað hvað hundar geta verið gáfaðir. Ég er búin að komast af því af hverju fólk vill eiga hund, lesið þetta. Góð ástæða til að fá sér hund.
Það er nú samt alveg magnað hvað hundar geta verið gáfaðir. Ég er búin að komast af því af hverju fólk vill eiga hund, lesið þetta. Góð ástæða til að fá sér hund.
fimmtudagur, mars 18, 2004
Fór í gær í heimsókn til neyðarlínunnar og ekkert smá flott allt hjá þeim. Vorum nebbla að fá upplýsingar út af verkefni sem við erum að vinna í skólanum. En ég vissi greinilega ekkert um starfsemina hjá þeim. Ekkert smá tæknilegir og geta fylgst með öllu, þ.a. ekki gera at í neyðarlínunni þeir vita um ykkur:)
Ótrúlegt en satt þá svaf ég yfir mig í morgun, eins og svo oft áður. Held að ég verði að fá mér nýja klukku því ég slökkti bara á minni og hélt áfram að sofa. Vaknaði svo við að síminn hans Óla hringdi og við fengum fréttir um að Óli væri búinn að eignast litla frænku. Hlakka bara til að sjá myndir.
Ótrúlegt en satt þá svaf ég yfir mig í morgun, eins og svo oft áður. Held að ég verði að fá mér nýja klukku því ég slökkti bara á minni og hélt áfram að sofa. Vaknaði svo við að síminn hans Óla hringdi og við fengum fréttir um að Óli væri búinn að eignast litla frænku. Hlakka bara til að sjá myndir.
mánudagur, mars 15, 2004
Jæja nú er maður að reyna að verða fullorðinn, var að sækja um í mastersnámi áðan. En ekkert smá fegin að þessi höfuðverkur er búinn, en var smá stress í morgun því umsóknarfresturinn rennur út í dag;)
En í gær var ég stolltur fulltrúi vélaverkfræðiskorar á opnum degi í háskólanum, frá 11 til 13. Fór svo í skírn hjá litla prinsinum Önnu og Grettis, sem heitir núna Arnar Breki sem er algjör dúlla.
Ekkert smá gott veður núna, maður kemst í hálfgerðann sumarfíling:)
En í gær var ég stolltur fulltrúi vélaverkfræðiskorar á opnum degi í háskólanum, frá 11 til 13. Fór svo í skírn hjá litla prinsinum Önnu og Grettis, sem heitir núna Arnar Breki sem er algjör dúlla.
Ekkert smá gott veður núna, maður kemst í hálfgerðann sumarfíling:)
fimmtudagur, mars 11, 2004
Kristín, Til hamingju með afmælið... Loksins orðin 1/4 hundrað:)
Vei það er ekki rigning í dag, bara rok. En hvað er málið með þetta veður. Ég hélt að það breyttist á nokkurra klukkutíma fresti á Íslandi en ekki síðustu dagana.
Vei, byrjuðum í gærkvöldi að setja saman skápana í eldhúsinu, það þýðir að það styttist í að fyrsta máltíðin verði elduð í kjallaranum:)
Vei það er ekki rigning í dag, bara rok. En hvað er málið með þetta veður. Ég hélt að það breyttist á nokkurra klukkutíma fresti á Íslandi en ekki síðustu dagana.
Vei, byrjuðum í gærkvöldi að setja saman skápana í eldhúsinu, það þýðir að það styttist í að fyrsta máltíðin verði elduð í kjallaranum:)
miðvikudagur, mars 10, 2004
Frábært var alveg að klára að skrifa færslu en nei þá labbaði einn strákurinn í bekknum mínum á snúruna í tölvunni minni og tók hana úr sambandi. Þar sem að ég var ekki með batteríið í þá dó á tölvunni strax og allt sem að ég var búin að skrifa hvarf... frábært ég sem að er orðin ógeðslega svöng og þreytt og nenni því ekki að skrifa allt aftur.... Sorry en þið verðið bara að heyra skemmtilegu sögurnar mínar seinna, ég er farin heim áður en ég dett niður dauð af næringarskorti:(
þriðjudagur, mars 09, 2004
Ég var frekar þreytt í morgun enda vorum við í gær að setja upp áhorfendapallana í Smáralindinni í gær. Fengum borgað fyrir það því við erum að safna fyrir útskriftarferðinni. Vorum ekkert smá dugleg. Helgin fór bara í lærdóm en var samt ekki nógu dugleg. Reyndar endaði helgin mjög vel því það var saumó á sunnudagskvöldið og þvílíkar kræsingar. Hélt að ég kæmist ekki heim þar sem að það er frekar erfitt að rúlla upp í Breiðholtið.
Ef að þið þurfið að bæta tæknina ykkar með það hvernig þið takið myndir þá kíkið endilega á þetta :)
Ef að þið þurfið að bæta tæknina ykkar með það hvernig þið takið myndir þá kíkið endilega á þetta :)
fimmtudagur, mars 04, 2004
Vei þessi dagur er búinn að vera ótrúlega framtakssamur eða ég meina ég hef náð að klára alveg ótrúlega mikið á skömmum tíma. Vei þannig að ég get líklega horft á The Bachelor í kvöld til að verðlauna mig. En það er nú samt ekkert gaman þar sem að maður sá gelluna sem að hann velur í brúðkaupinu hjá Tristu og Ryan. Ok ég er klikkuð en hey ég er nú einu sinni stelpa og I am supposed to watch this crap:)
Núna langar mig bara að hlaupa út og fara í sólbað........ en verst að ég myndi fá lungnabólgu og blöðrubólgu og og og og ....... já þið skiljið. En um leið og þetta stóra gula á himninum fer að láta sjá sig þá verður maður æstur í að það komi sumar. Ekki samt alveg úthugsað því það þýðir einmitt prófffff ojjjjjj.
Af hverju segir fólk alltaf talva þetta heitir tölva.....
Af hverju segir fólk alltaf talva þetta heitir tölva.....
miðvikudagur, mars 03, 2004
Þvílíkt óveður í gærkvöldi. Hélt að ég yrði úti þegar ég var að hlaupa úr skólanum og í bílinn, sem var náttúrulega lagt eins langt frá skólanum og mögulegt er. Mæli ekki með því að vera í gallabuxum í svona mikilli rigningu. Komst að því að þær eru ekki vatnsheldar;) Fór svo í fótbolta og greinilegt að veðrið hafði áhrif á hlaupagetuna, maður var ekki upp á sitt besta.
Þegar ég kom heim þá voru Óli og bróðir hans búinir að mála eldhúsið okkar. Vei það fer að styttast í fyrstu kvöldmáltíðina í kjallaranum. Og aldrei að vita nema maður fagni því á skemmtilegan máta....... verið tilbúin:)
Þegar ég kom heim þá voru Óli og bróðir hans búinir að mála eldhúsið okkar. Vei það fer að styttast í fyrstu kvöldmáltíðina í kjallaranum. Og aldrei að vita nema maður fagni því á skemmtilegan máta....... verið tilbúin:)
mánudagur, mars 01, 2004
Enn einn frábær dagur í VR2 virðist sem að kveldi sé kominn. Vei ég er búin að taka eitt stykki próf í dag og það gekk ekki nógu vel:( En kallar það ekki bara á heimalagaðan kvöldmat.... jú ég held það bara að maður fari heim.
Horfði ekki á óskarinn í gær því ég var búin á því gær en fékk nú samt allar nauðsynlegar upplýsingar frá Einar Leif sem, eins og hetja horfði á allan óskarinn og mætti samt í prófið í morgun. Þetta kallar maður óskar-fan númar 1.
Horfði ekki á óskarinn í gær því ég var búin á því gær en fékk nú samt allar nauðsynlegar upplýsingar frá Einar Leif sem, eins og hetja horfði á allan óskarinn og mætti samt í prófið í morgun. Þetta kallar maður óskar-fan númar 1.